Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1992, Síða 38

Freyr - 15.06.1992, Síða 38
510 FREYR 12.’92 Götumynd frá Makadan. (Ljósm. G.A.J.). lásum köngla af trjánum og skárum sprota, eftir því sem við átti. Ströndin sneri beint út að Kyrrahafinu, og var á trjánum að sjá að þarna gæti blásið hressilega, þegar sá gállinn væri á veðrinu. Því eru tegundir frá þessum stað mjög áhugaverðar til tilrauna hérlendis, vegna þess hve veðurfarslegar að- stæður eru að mörgu leyti líkar. og ef eitthvað er heldur erfiðari þar en hér. Við vorum um síðir kallaðir til húsa til matar og drykkjar, en fyrst þurfti Nikolaj að taka sundsprett í Kyrrahafinu. Ekki treysti neinn sér til að fara í fötin hans hvað það varðaði, enda bæði sjórinn kaldur og hráslagalegt í lofti. í fjörunni hafði fólk slegið upp eld í hlóðum og var að hita sér mat eða steikja. Stórgrýtt fjaran var ekki sá allra heppilegasti staður sem hægt var að hugsa sér til eldunar undir ber- um himni, ekki síst þegar smábarn var með í för. Inni beið okkar steikt svínakjöt, brauð, tómatar og gúrkur ásamt bjór og vodka. Parna sátum við drjúga stund við mat og drykk og ræddum saman eftir því sem mála- kunnátta gestgjafa okkar leyfði. Við Tómas höfðum með okkur rússneskt lexíkon, og reyndum að spreyta okkur á ýmsum orðatil- tækjum og framburði, en árangur- inn upp og ofan, eins og gefur að skilja á fyrsta degi. Þarna kom strax í upphafi fram eindreginn vilji heimamanna til að gera ferð okkar eins ánægjulega eins föng voru á, og varð á stundum að halda aftur af þeim í þeirri ætlan þeirra. Síðla dags héldum við aftur heim á leið og var gott að hvíla sig, ekki eftir erfiðan dag, heldur eftir langa ferð og mikinn tímamun, en Porsteinn Tóinasson, Tómas Por- steinsson ogJón Loftsson viðgróður- athuganir. nokkurn tíma tók að hrista hann af sér. Við horfðum um stund á sjón- varpið, og þótti það ekki ýkja merkilegt sem í því var. Þarna voru til dæmis sýndar þriðjaflokks hryll- ingsmyndir frá Bandaríkjunum, sem búið var að talsetja á rúss- nesku. 18. ágúst, sunnudagur. Við risum úr rekkju á níunda tímanum, í sólskini og fínasta veðri. Eftir morgunmat var haldið út á skrifstofur landbúnaðarstofn- unar Magadan, þar sem Nikolaj réð ríkjum. Þangað var stuttur spölur frá hótelinu og lá leiðin yfir aðaltorg bæjarins. Þar var setið um stund og ráðið ráðum sínum, og bættist nú í hópinn Alexis, sem var aðstoðarforstjóri stofnunarinnar, þrekinn. svarthærður og talaði hrafl í ensku. Kunningjakona Þorsteins frá fyrri tíð, Stasja Bergotento. hafði komið í heimsókn til hans um morguninn. Hún er grasakynbóta- fræðingur, dugnaðarleg að sjá og hafði skipulagt ferðina sem farin var fyrir tveimur árum til Magad- an. Þá var maður hennar aðstoðar- forstjóri stofnunarinnar. en eitt- hvað höfðu þau mál skipast á ann- an veg. Eftir nokkra hríð var nú gengið til bílanna og átti nú að skoða „vildmarken“. í hópinn hafði sleg- ist blaðamaður, sem vann á blað- inu „Provinsen" eða „Lands- byggðin". Hann átti vídeóvél og skyldi nú taka myndir af hópnum. Sá galli var á því að japanskt sjón- varpskerfi og rússneskt passaði ekki betur saman en svo að ekkert hljóð heyrðist þegar vídeomynd- irnar voru sýndar í sjónvarpi, og þær voru einnig svarthvítar. Ekið var nokkra hríð í Volgunni og Rússanum út fyrir bæinn. Stutt- ur stans var gerður í nálægu sveita- þorpi til að kaupa nauðsynjar. Við urðum fyrir verulegu áfalli að sjá verslunarhúsakynnin. enda fá- tæktin veruleg að sjá. Hrátt kjöt, hrár fiskur og önnur viðkvæm mat- væli lágu óvarin í hita og flugna-

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.