Freyr - 01.03.1994, Blaðsíða 8
Stóru-Hámundarstaðir.
Hvaða tœki notar þú við
votheyskaplnn?
Ég byrjaði með sláttutætara og
það var í sjálfu sér ágætt, en þegar
dögg er á grasi fram eftir þá fer alltaf
vatn í heyið, svo ég hætti því og er
farinn að slá með sláttuþyrlu. Ef
ekki er þurrkur eða aðgerðalaust
veður, þá sný ég heyinu einu sinni;
síðan hef ég rakað því beint í múga
og reynt að taka það daginn eftir. En
ef það er sæmilegur þurrkur, er hey-
inu ekki snúið heldur rakað í múga
fyrir vagninn sem fyrst eftir slátt og
svo hirt.
Hvernlg tœrir þú votheyið í
hlöðu?
Fjárhúsið og flatgryfjurnar og
áburðarkjallarinn eru byggð sem
samstæða; hallinn á landinu er
nýttur. Það er keyrt á sléttu inn í
fjárhúsin; og er heyinu keyrt á sléttu
upp í heystæðuna.
Hvernlg jörð er Stóru-
Hámundarstaðir?
Petta er afskaplega landmikil
jörð, hún er fjölbreytt, en hún er
erfið.
Að hvaða leyti?
Hún er snjóþung, jarðvegsgerðin
er ýmist jökulruðningur og ísaldar-
leir eða mýrar. Hér er ekki
náttúrlegt valllendi. Það þarf að búa
það allt til. Pessi votheysverkun hjá
mér er þannig til komin að hafgolan,
sem er hér oft ríkjandi á sumrin er
svo rök og því oft á tíðum mjög erfitt
að þurrka hey.
Notar þú íblöndunarefni í
votheyið?
Ég er búinn að gera það síðustu
tvö ár en ætla að hætta því aftur, af
því ég held að það sé betra að þurrka
heyið ofurlítið og eina vandamálið
við votheyið hjá mér er vatnið sem
berst inn með því.
Er ekki ami af smjörsýru í þínu
votheyi?
Hún nánast hverfur ef maður for-
þurrkar heyið ofurlítið. Ég gerði dá-
litla tilraun í hitteð fyrra með að
hirða inn gras sem hafði verið blautt
á og hrúgaði í það íblöndunarefnum,
kofasalti. En svo hef ég gert mér far
um að forþurrka heyið og finnst að
ég nái þannig betra fóðri.
Þú ert iðnmenntaður, Baldvin.
- Áður en ég fór í búskapinn þá
fór ég og lærði bifvélavirkjun og það
hefur komið sér afskaplega vel. Pó
að ég ætli ekkert að hallmæla búnað-
arnámi, þá held ég að það sé ekki
síður mikils virði að kunna að gera
við vélar eða smíða, sér í lagi þegar
menn þurfa að fara að byggja upp.
Við byggingu útihúsa hér hef ég
unnið eins mikið og ég hef getað
sjálfur. Petta eru stálgrindahús.
Stundar þú aðra vinnu með
búskapnum?
Það er nú lítið reyndar, en ég
keypti vélar ræktunarsambandsins
hér í hreppnum á sínum tíma þegar
bændurnir hættu að reka það. Þá
keypti ég vélarnar og tækin og rak
fyrirtækið fyrir eigin reikning. Það
fer nú reyndar enginn óvitlaus mað-
ur í rekstur um þessar mundir, en
það gerir ekkert til, ég á þetta orðið
og nýti fyrir sjálfan mig.
Hvaða verkfœri eru það?
Það er jarðýta, herfi, vörubíll og
traktorsgrafa.
Þau Baldvin og Elín eiga heima í
nýju húsi sem þau reistu og fluttu í
árið 1991. Þetta er einingahús sem
þau létu setja upp á staðnum. Smiði
fengu þau í átta daga við smíðar
innanstokks. Annað vann Baldvin
margt sjálfur, þ.á.m. lagði hann
miðstöðina. Þar fyrir utan voru inn-
réttingar allar keyptar á Akureyri,
með uppsetningu. Baldvin tók fram
að synir þeirra þrír og fleiri, bæði
vinir og vandamenn hefðu lagt þeim
mikið lið við húsbygginguna.
Vinnur þú að vélaviðgerðum?
Nei það geri ég ekki. Fyrir það að
ef að bilar vél í dag þá þarftu að fá
hana viðgerða umsvifalaust. Það eru
allir að nota vélar á sama tíma og þá
Horft frá Stóru-Hámundarstöðum út á Eyjafjörð, til Hríseyjar og Látrafjalla.
Fjárhúsin ber í sjóinn.
152 FREYR - 5*94