Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1994, Blaðsíða 33

Freyr - 01.03.1994, Blaðsíða 33
og á hvaða tegundum ekki er dregið neitt úr styrkjum. Með innri stuðningi er átt við all- an stuðning sem tengist búvöruverði og beinan stuðning við bændur að þeim stuðningi undanskyldum sem tengist framleiðslutakmarkandi að- gerðum.: Styrkir sem tengjast eftirfarandi aðgerðum lenda einnig fyrir utan niðurskurðinn; almenn þjónusta eins og rannsóknir, menntun, dýra- læknaþjónusta og markaðssetning, birgðahald í varnarskyni, matvæla- aðstoð, neyðaraðstoð, félagslegar aðgerðir og aðgerðir sem eiga að leiða til kerfisbundinna breytinga á landbúnaðinum. Þær síðasttöldu mega ekki tengjast framleiðslunni á neinn hátt. Sú niðurstaða að styrkir, sem tengjast á einhvern hátt aðgerðum til að draga úr framleiðslunni, sleppi við 20% niðurskurð á samningstím- anum er árangur af samningavið- ræðum og samningi milli USA og EB. Þetta hefur í för með sér að á þessu 6 ára samningstímabili er hægt að breyta styrkjakerfinu yfir í stuðn- ing við framleiðslutakmarkandi að- gerðir og þannig uppfylla skilyrðin um 20% samdrátt án þess að draga úr fjárveitingum til landbúnaðarins. Þau lönd eru undanþegin reglunni um 20% niðurfærslu innri stuðnings, þar sem innri stuðningur er undir 5% af heildarverðmæti landbúnað- arframleiðslunnar. í sambandi við innri stuðning eru einnig settar reglur fyrir mismun- andi stuðningsform. Þar er fjallað um eftirfarandi þrjú meginhugtök: „Gulur stuðningur“ er stuðningur sem tengist innflutningshömlum og öðrum stuðningi sem er í tengslum við framleiðslu, aðföng og fram- leiðsluþætti. Gulur stuðningur er reiknður út frá árunum 1986 - 1988. Hann á að dragast saman um 20% á samningstímanum fram til ársins 1999 (reiknað í óverðtryggðum krónum). „Blár stuðningur“ er niðurstaða samkomulags milli USA og EB frá 2 Slíkur stuðningur á að tengjast landi og uppskeru í kornræktinni. í búfjárrækt má einungis styrkja ákveðinn fjölda dýra. árinu 1992. Stuðningur í landbúnaði er „blár“ þegar hann er greiddur innan framleiðslutakmarkandi að- gerða, ef hann er greiddur út á til- tekið land, ákveðinn fjölda húsdýra, eða allt að 85% af framleiðslunni. „Bláan“ stuðning má draga frá „gul- um“ stuðning. Það þýðir að það er hægt að uppfylla kröfur um niður- skurð á „gula“ stuðningnum með því að flytja fjárframlög yfir í „bláan“ stuðning. Stuðningur sem fellur undir þetta fyrirkomulag verður ekki færður skipulega niður eins og „gulur“ stuðningur. „Grænn“ stuðningur var fyrst nefndur í texta Dunkels frá því í desember 1991. „Grænn“ stuðning- ur má ekki tengjast framleiðslu eða framleiðsluföngum (t.d. fjölda dýra). Þetta form er orðið minna virði eftir að „bláa“ fyrirkomulagið kom til sögunnar, þar sem það var svo þröngt sniðið að það kom ekki að tilætluðum notum. 2.3. Útflutningsbœtur. Aðildarlönd samningsins sam- þykkja að lækka útflutningsbætur um 36% í krónum talið og að lækka útflutt magn sem nýtur útflutnings- bóta um 21%. Samdráttur útflutn- ingsbóta er mældur eftir búgreinum. Aðgerðirnar eiga að miðast við meðaltalsútflutning á tímabilinu 1986 - 1988. Varðandi viðmiðunar- árin er ákveðinn sveigjanleiki. Þar sem útflutingur var meiri á tímabil- inu 1991 - 1992 en á fyrrgreindum viðmiðunarárum er möguleiki gef- inn til að nota það tímabil til viðmið- unar. Samt sem áður gildir að sam- drátturinn á að vera 21% í magni og 36% af upphæð áranna 1986 - 1990. Áhrif þessa eru að samdráttur í út- flutningsbótum verður minni en ella ásamt því að heildarútflutningur á samningstímabilinu verður meiri. 3. Að lokum. Hér hefur verið farið yfir þau at- riði sem eru þyngst á metunum varð- andi áhrif fyrrgreindra samninga á íslenskan landbúnað. Þá eru vitan- lega ótalin þau áhrif sem landbúnað- urinn verður fyrir eins og aðrar at- vinnugreinar vegna frjáls flutnings á vinnuafli, fjármagni, þjónustu og flutningum samkvæmt EES samn- ingnum. Það er ljóst að þau áhrif verða veruleg og ekki séð enn nema í grófum dráttum hver þau verða. Enn er óljóst hvaða áhrif GATT samningurinn hefur á íslenskan landbúnað eða réttara sagt, hvernig verði unnið af hálfu stjórnvalda úr þeim möguleikum og heimildum sem GATT reglurnar bjóða upp á. Það liggur fyrir að þær reglur, sem um var samið á síðustu stigum samn- ingaviðræðnanna, fela í sér ýmsa möguleika á aðgerðum, sem munu létta áhrif þeirra á landbúnaðinn. Þó verður ekki komist hjá lágmarks markaðsaðgangi innfluttra vara. Enn er óljóst hvernig verður staðið að framkvæmd hans en innflutning- ur búvara sem bera lágan eða engan toll hefur áhrif á markaðsstöðu inn- lendra búvara, enda til þess ætlast með ákvæðinu. Niðurstaða GATT samninganna hefur ótviræð áhrif á stöðu íslensks landbúnaðar, t.d. að því leyti að íslensk stjórnvöld hafa ekki lengur í hendi sér alla ákvarðanatöku varð- andi innflutning erlendra búvara og stefnt er að kerfisbundinni lækkun tollaígildanna. Ákvörðun tollaígild- anna er heimildarákvæði, þannig að stjórnvöld eru ekki skuldbundin til að nýta þau að fullu. Það má því búast við að ákvörðun þeirra verði deiluefni í framtíðinni. Til lengri tíma litið er það mark- mið GATT samninganna að færa framleiðslu búvara til þeirra svæða á jörðinni sem geta annast hana á sem ódýrastan hátt, án þess að tekið sé tillit til umhverfismála. Það er þessi grundvallarstefnumörkun sem við verðum að gera okkur ljósa og það væri beinlínis hættulegt að horfast ekki í augu við þessa staðreynd. GATT samningurinn felur ekki í sér neina tryggingu fyrir því að næsta umferð verði „græn“, þannig að um- hverfismál verði látin hafa áhrif á verðlagningu búvörunnar í alþjóða- viðskiptum. Að verslun verði vegin og metin með tilliti til umhverfis- mála er þó nefnt á ýmsum stöðum í samningstextanum. 5*94 - FREYR177

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.