Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1994, Blaðsíða 15

Freyr - 01.03.1994, Blaðsíða 15
ur og fjörharður. Foreldrar Gamms eru Otur frá Sauðárkróki og Gáta fráTóftum. í þriðjasæti skv. íslensk- um dómareglum en efstur skv. FEIF-reglum var Kolskeggur frá Ás- mundarstöðum (84186003), (7,88 8,43 8,15) og var hann valinn á Heimsleikana og Náttar til vara en við síðari dóma kom enginn fram sem gerði betur en þeir. Kolskeggur er hlutfallaréttur, léttur og langvax- inn en ákaflega fótasnúinn. Hann er fjölhæfur og framúrskarandi vel vakur. Foreldrar Kolskeggs eru Hrannar frá Sauðárkróki og Stjarna frá Kjarnholtum. Á sýningum erlendiseins og t.d. á þessari sem hér er verið að fjalla um rekst maður á ýmsa gripi sem áður hafa hlotið dóm hérlendis og yfirleitt standa þessir gripir fyrir sínu þegar út er komið þó ekki sé það án undan- tekninga Þannig var t.d. með stóð- hestinn Örn frá Akureyri (84165011). Hann hefur alla tíð dæmst illa fyrir fætur í heild og hefur þeim þætti sköpulagsins hrakað jafnt og þétt og annað síður en svo batnað. Jafnframt sem hann var mjög mistækur í hæfileikum á sýn- ingunni í Kaufungen og fékk 7,87 fyrir þann þáttinn en hæstur var hann í forskoðun fyrir landsmótið 1990; 8,47 en var svo mun síðri á mótsstað auk þess sem áður hefur verið sagt um sköpulagið. Fyrir sköpulag fékk Örn 7,63 í Kaufungen og þar með 7,75 í aðaleinkunn. Örn er undan Náttfara frá Ytra-Dals- gerði og Vöku frá Hömrum við Ak- ureyri. Virðist eitt gilda um þá bræð- ur báða Örn og Eyfirðing frá Akur- eyri sem kom fram 1992 og í for- skoðun á Norðurlandi 1993 og er undan sömu Vöku og Garði frá Litla-Garði að lélegri fætur eyði- leggja þá sem kynbótahesta þrátt fyrir ýmsa æskilega gæðingskosti, svo sem; fjölhæfni, ganghreinleika og ljúflingslund. Stóðhestar fimm og sex vetra. í þeim flokki verður eins hests getið sem bar eins og gull af eyri af öðrum hestum í flokknum og var valinn til þátttöku á Heimsleikunum en það var Léttir frá Grundarfirði (87137001), (7,98 8,26 8,12). Léttir er mjúkbyggður og reiðhestslegur, enda fjölhæfur og bráðflinkur. For- eldrar hans eru Viðar frá Viðvík og Sunna frá Fáskrúðarbakka. Tii vara var Askur frá Hofi (87157884) val- inn en hann kom fram á Fjórðungs- mótinu á Vindheimamelum en var auk þess sýndur með þátttöku á Heimsleikunum í huga. Hryssur fullorðnar. í þeim flokki stóð Hrefna frá Gerðum (85286030) efst og í öðru sæti var Blökk frá Leiti (86288510). Þær voru báðar sýndar í Kaufungen en engin hryssa sem til stóð að færi á Heimsleikana og var sýnd annars staðar gerði betur en þær í dómi þegar FEIF-vægin voru lögð til grundvallar við útreikning- anna. Hrefna er fjölhæf og framúrskar- andi góð reiðhryssa en byggingarlag hennar er ekki nema rétt þokkalegt (7,68 8,37 8,02). Hún er undan Hrafni frá Holtsmúla og Heru frá Gerðum. Blökk er harðviljug og frábær á skeiði og hefur annan gang einnig góðan, í sköpulagi er hún þokkaleg nema of stíf í spjaldi og boldjúp, (7,70 8,29 7,99). Blökk er Kappreiðabrautir þar sem kynbótahrossin voru dœmd fyrir kosti. Á sömu braut fóru kappreiðarnar fram. Ljósm. Kristinn Hugason. Fœtur allra keppnis- og kynbótahrossa voru skoðaðir af stakri nákvœmni. Á myndinni er Freddy Lehr frá Sviss, upplýsingafulltrúi FEIF, að mœla breidd á skeifu. Ljósm. K.H. 5*94 - FREYR159

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.