Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1994, Blaðsíða 39

Freyr - 01.03.1994, Blaðsíða 39
daga og 30 daggráður í viðbót var kornið komið upp. Á þessum tíma þoldi kornið frost. Sex nætur mæld- ist -13 °C eða lægra hitastig við jörð. Fylgst var með kornum, sem lágu á yfirborði, og þau skutu rótum í jörð og spíruðu glaðlega meðan á þessu stóð. Frostskemmdir. Frostkemmdir voru skoðaðar vandlega í 5 tilraunum. Ekki fraus þannig að heilu kornöxin eyðilegð- ust, heldur dóu sum komin í axinu, en önnur lifðu og héldu áfram að þroskast. Afföllin urðu meiri í upp- sveitum en í lágsveitum og mest 90% í Birtingaholti á bökkum Stóru- Laxár. Kornafbrigðin þoldu frostið misvel. VoH 2845 þoldi það síst og eyðilagðist nærri alveg. Gunilla þoldi frostið best og missti minna en helming að meðaltali á þessum fimm stöðum. Prátt fyrir miklar frost- skemmdir í Birtingaholti skilaði Bamse þar 1,4 tonnum og Gunilla 1,2 tonnum á ha og hefði uppskera þar orðið söguleg, ef frostið hefði ekki spillt. 1. Tafla. Frostskemmdir, %, eftir filraunum (mt. 5 staðalafbrigða) og afbrigðum (mt. 5 staða) Lágafelli . . . 48 Selparti . . . 68 Efri-Brúnavöllum .... . . . 68 Drumboddsstöðum . . . . . . 82 Birtingaholti . . . 90 Gunnilla . . . 42 Lilly . . . 53 Bamse . . . 60 Mari . . . 67 Nord . . . 80 Arve . . . 92 VoH 2845 . . . 97 40 Þe., hkg/ha 20 - -12 x 96- íslenskar línur x 96 Mari Lilly Erlend afbrigöi Nord 3. mynd. Kornuppskera úr tilraunum 1993. Bestu íslensku kynbótalínurnar í samanburði við þau erlend afbrigði, sem hafa verið í rœktun undanfarín ár. Eitt aðalatriðið í tilraununum var samanburður erlendra afbrigða, sem eru á markaði eða gætu orðið fáanleg á næstu árum. í ár voru 10 afbrigði borin saman á þennan hátt, sem víðast um land. Niðurstöður sjást á 2. mynd. Öll hæð súlunnar merkir meðaluppskeru á landinu í óskemmdum reitum. Skyggði hlut- inn merkir það korn, sem fauk á 4 vindasömustu stöðunum, það er í lágsveitum sunnanlands. Dökki hluti súlunnar merkir þá uppskeru, sem eftir stóð þar, þegar austanslag- viðri höfðu tekið sinn toll. Fremstu afbrigðin 4 eru sexraða, hin tveggja raða. í lágsveitum má ætla, að Arve og Nord geti misst helming upp- skerunnar, Bamse rúman þriðjung og VoH 2845 liðlega fjórðung. Par í sveitum hefur Gunilla greinilega MOLHR Umdeilt afnám banns við BST Nýlegt afnám banns við BST vísindalegum (vaxtarhormóna handa kúm) í Bandaríkjunum felur í sér frækorn að nýrri deilu milli EB og BNA, svipaðri sennunni um innflutnings- bann EB við hormónakjöti af naut- gripum. Þetta er álit kunnugra í Brussel sem telja að EB framlengi bann sitt við BST þegar frestur renn- ur út um áramót. Enda þótt EB sé á vinninginn. Öðru máli gegnir í upp- sveitum og fyrir norðan og þar hafa sexraða afbrigðin reynst vel. Freistandi verður að sá Arve þar í akra, þegar fræ fæst, sem vonandi verður að ári. Að lokum má nefna byggkynbæt- ur Rannsóknastofnunar landbúnað- arins. Ný áætlun hófst 1988 og hefur nú skilað um tug af kynbótalínum, sem standa sig til jafns við og betur en erlend afbrigði. Þær voru meðal annars reyndar í tilraunum á Suður- landi í sumar. Sú besta þeirra verður nú skráð sem fyrsta íslenska byggafbrigðið, en hefur enn ekki hlotið nafn. Hún er tveggja raða, á hæð við Mari og fljótari en Lilly og á ættir að rekja til Finnlands, Svíþjóð- ar, Noregs og Skotlands. Til eru um 20 kg af sáðkorni nú og verður því fjölgað á Þorvaldseyri. Ef allt geng- ur að óskum, verður sáðkorn til sölu vorið 1997. grundvelli sammála bandarískum sjónarmiðum um að BST sé meinlaust, verður lyfinu, sem að sögn eykur nyt um 10-20%, áfram hafnað af s.n. félagslegum og fjárhagslegum ástæðum. EB vitnar til yfirfulls markaðar, og hættu á að neytendur bregðist ókvæða við. Landsbladet. Til sölu Til sölu rúllubindivél, Krone 125, árgerð 1990, og Alfa Laval forkœlir fyrir mjólk. Upplýsingar í síma 97- 13015.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.