Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1994, Blaðsíða 38

Freyr - 01.03.1994, Blaðsíða 38
Korn af heild, % 1080 1140 1200 1260 1320 Daggráður f . l Síðasti sáötími Y//Á Miö sáötimi i^B Fyrsti sáötími Hhttfall korns af Iteildaruppskent (mœlikvarði á þroska) eftir mismunandi sprettutíma. við hæfi mælist Mari 65 cm undir ax, Gunilla og VoH 2845 75-80 cm og Bamse og Nord 90-100 cm. Fylgst var með þroska korns með því að meta skrið og mæla hlutfall korns af heildaruppskeru við skurð. I ljós kom mikill munur á tilraunum eftir landi. Á sandjarðvegi skreið korn 5 dögum fyrr en á framræstri mýri. Sami þroskamunur fannst við skurð. Skýringin er líklega sú að sandjarðvegur geymir minna vatn en mýrin og hlýnar því fyrr. Munurinn kemur fram á vorin, en síðari hluta sumars virðist korni fara jafnört fram á þessum tveimur jarðvegs- gerðum. Sáðmagn. Tilraun var gerð á Korpu með mismunandi sáðmagn korns árin 1992 og ’93. Borin voru saman 120, 200 og 280 kg sáðkorns á ha, raðsáð, við mismunandi áburð. Við allar venjulegar aðstæður reyndust 200 kg best, en við mesta áburðarskammt hafði nokkra kosti að sá 280 kg á ha. Þetta 80 kg aukasáðkorn skilaði þá 300 kg korns í uppskeru, flýtti þroska um 2 daga, lækkaði stöngul- inn um 4 sm og kornið lagðist ekki. Pví getur komið að gagni að bæta við sáðkornið, ef sáð er í óhóflega frjósamt land, en það hlýtur að telj- ast til undantekninga. Á Korpu var gerð tilraun með mismunandi sáðtíma og uppskeru- tíma korns. Sáð var 16. apríl og 8. og 20. maí. Hagað var svo til að 60 daggráður voru milli sáðdaga. Upp- skorið var svo 10., 17. og 24. sept- ember og voru þá líka 60 daggráður niilli skurðardaga. Því var hægt að bera saman jafnlangan sprettutíma í daggráðum talið, en þó þannig, að missnemma var sáð. Athygli vakti, að vorhitinn nýttist mun betur en hausthitinn, mælt í þroska korns. Munurinn var kominn fram um skrið. Hlutfallið var 2A og má því segja, að 6 °C heitur dagur á vori sé jafngildur 9 °C heitum degi að sumri eða hausti. Til að skýra þetta þarf að hafa í huga, að vöxtur kornplöntu er í mörgum þrepum. í fyrsta þrepi er virkjaður forði sáðkornisins og þar úr sköpuð rót og blað. í öðru þrepi er vöxtur og forðasöfnun, sem bygg- ir á tillífun og stendur það skeið megin hluta sumars. í þriðja þrepi er svo flutningur forða upp í axið eftir hálftrénuðum stöngli á haustin. Vöxtur fyrsta þreps getur farið fram við mun lægra hitastig en hin tvö. Samkvæmt tilraunum á Korpu fer tillífunarvöxtur, þ.e. annað þrep, ekki af stað fyrr en meðalhiti nær 7 °C og vöxtur í þriðja þrepi gerir líklega ekki minni kröfur til hita. Því hlýtur að vera hagkvæmast að sá svo snemma, að forðanæring sáðkorns sé fullnýtt áður en tillífunarskeið hefst, en 7 °C markið næst um 20. maí í meðalári í kornræktarsveitum. Samkvæmt athugunum 1992 fer allt að mánuður í að virkja forðanæringu korns á köldu vori. Rétt er því að reyna að sá um sumarmál, ef þá er einhver leið að komast um flög. Hér er rétt að nefna athugun á spírun korns á köldu vori á Korpu 1992. Pá var sáð 15. apríl. Eftir 15 daga og 40 daggráður var kornið komið með vænt rótarkerfi (>30 mm). þó hafði meðalhitinn í lofti ekki verið nema 2,7 °C og jarðvegs- hitinn 1,9 °C í 5 sm dýpt. Eftir 10 Korn, hkq/ho 40 ------------ Arve Nord Bamse VoH2845 Gunillo Sunnito Mari Lilly Tyra Nairn Kornuppskera, Y///\ Fok, meöaltal allra staöa Ijórir verstu 2. mynd. Kornuppskera, meðaltal allra staða og fok á fjórum verstu.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.