Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1994, Blaðsíða 36

Freyr - 01.03.1994, Blaðsíða 36
Notkun tilbúins áburðar minnkar í heiminum Áriö 1992 voru notuð 131 milljón tonn af tilbúnum áburði í heiminum og var það rúmum 4% minna en árið 1991. Er það þriðja árið í röð sem dregur úr áburðarnotkun; hún hefur reyndar minnkað um 10% síðan 1989, en þá var notkun á tilbúnum áburði hin mesta sem um getur, eða 146 milljón tonn. Mest af þessum samdrætti má rekja til Sovétríkjanna sálugu og Austur-Evrópu, eftir að hætt var að greiða áburð þar niður. Þessi þróun í áburðarnotkun er af ýmsum orsökum, sumum búskapar- legum, öðrum fjárhagslegum. í bú- skaparlegu tilliti eru þrjár ástæður veigamestar: Hin fyrsta er að akur- lendi jarðar hefur ekki stækkað síð- an 1981, önnur að ræktun á áveitu- ökrum hefur aukist mjög hægt síðan 1978 og er sá vöxtur komin niður í 1% á ári. Þriðja ástæðan, og kannski sú mikilvægasta, er að svörun plantna við aukinni áburðarnotkun fer minnkandi. Reyndar eykst upp- skera lítið í sumum löndum við meiri áburðarnotkun. Ein af fjárhagslegum áhrifum er að tilbúinn áburður er minna greidd- ur niður en áður eða að því hefur verið hætt. Mest ber á þessu í Sovét- ríkjunum sálugu. Meðal breytinga sem urðu þar í landbúnaði árið 1988 var að láta áburðarverð hækka til jafns við heimsmarkaðsverð, sem leiddi til þess að áburðarnotkun þar minnkaði um helming á fjórum árum. Aðra sögu er að segja frá Kína þar sem endurbætur á efnahagskerfinu hófust 1976. í þeim fólst m.a. að hinum ríkisrekna landbúnaði var breytt til markaðsbúskapar og það leiddi til þess að áburðarnotkun jókst gríðarlega mikið. Árið 1976 notuðu kínverskir bændur 6 milljón tonn af tilbúnum áburði; 1992 var talan komin upp í 29 milljón tonn, og hafði þá vaxið fimmfalt. Þau fjögur lönd sem framleiða meira en helming af öllu korni í heiminum - Bandaríkin, Sovétríkin sálugu, Kína og Indland, brúka líka helminginn af tilbúnum áburði. Sovétríkin fóru fram úr Bandaríkj- unum upp úr 1980, en þau höfðu frá gamalli tíð verið forystuland um notkun tilbúins áburðar. Þessi for- ysta Sovétríkjanna varð þó skammæ, því vegna mjög vaxandi áburðarnotkunar í Kína, komst það land efst á listann. Bandaríkjamenn urðu fystir hinna miklu matvælaframleiðsuþjóða til að ná jafnvægi í notkun tilbúins áburðar. Eftir að notkun hafði auk- ist hratt frá 1950 til 1980, stöðvaðist sá vöxtur skyndilega. Síðan þá hefur áburðarnotkun minnkað ofurlítið og varð minni árin eftir 1990 heldur en tíu árum áður. Þetta má að nokkru rekja til fullkomnari rannsókna sem gerir bændum betur kleift að miða áburðarnotkun við þarfir plantna og komast þannig hjá óhóflegri áburð- arnotkun. í Indlandi jókst áburðarnotkun hratt á síðari hluta 9. áratugar, mest vegna niðurgreiðslu hins opinbera. Eftir 1990 jókst andstaða við þær niðurgreiðslur, svo að úr þeim dró og jafnframt dró úr áburðarnotkun. Líklegt er talið að svo verði á næstu árum. Þróunin síðustu ár bendir til að þeim vexti í áburðarnotkun sem var frá miðbiki aldarinnar til miðs 9. áratugarins, sé nú lokið. Vegna þess að svörun nytjaplantna við aukinni notkun tilbúins áburðar fer minnk- andi er ekki lengur ljóst hvaðan meiri kornuppskera ætti að koma, né hvort sú uppskera nægi íbúum jarðar. Heimild: Bókin Vital signs, sem Worldwatch Institute gafút í september sl. Landsráðunautur í nautgriparækt Búnaðarfélag íslands óskar að ráða til starfa landsráðunaut í nautgriparækt, sem geturtekið að sér alhliða leiðbeiningar á því sviði. Upplýsingar um starfið veita Jón Viðar Jónmundsson ráðu- nautur og undirritaður. Umsóknir sendist Búnaðarfélagi íslands, Bændahöllinni við Hagatorg, merkt nautgriparækt. Jónas Jónsson. Héraðsráðunautur Búnaðarsamband Austurlands óskar eftir að ráða héraðsráðu- naut frá og með 1. ágúst 1994. Aðalverkefni hans verður sauðfjárrækt. Upplýsingar gefa Aðalsteinn Jónsson í síma 97-11694 og Jón Snæbjörnsson í síma 97-11161. 180 FREYR - 5*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.