Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1994, Blaðsíða 26

Freyr - 01.03.1994, Blaðsíða 26
Ár1993 Nr. 639 Ár1993 Nr. 640 Teo - lyftuvog Gerð: Teo. Framleiðandi: Teo Teknikk A.S., Noregi. Innflytjandi: Vélar og þjónusta hf., Reykjavík. YFIRLIT Lyftuvogin Teo var prófuð af Bútæknideild Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins seinni hluta sumars 1993. Gerðar voru samanburðarmælingar innandyra en einnig var hún notuð við hleðslu á ýmsum varningi við almenn bústörf, einkum þó rúlluböggum. Vogin byggir á mælingum á vökvaþrýstingi í vökvakerfi ámoksturstækja eða annars lyftubúnaðar með vökvakerfi. Til að vigta byrði ámoksturstækja þarf að lyfta í fyrirfram ákveðr.a hæð og láta tækin síga lítillega, með vélina í hægagangi. Þá er vökvaþrýstingur lesinn af mælaskífu sem hafa má í augsýn ekils, innan húss eða utan. Aflesturinn af skífunni (sem er vökva- þrýstingur, kp/cm2) er síðan skráður inn á vasareikni sem fylgir voginni, þar sem hann er margfaldaður með viðeigandi stuðli. Þannig fæst þyngd byrðarinnar í kg eða annarri einingu eftir óskum. Vasareiknirinn geymir stuðulinn meðan hann er í gangi. Vogin er leiðrétt fyrir umbúðaþunga (núllstillt) á einfaldan hátt mkeð því að snúa mæliskífunni bak við vísinn. Fyrir fyrstu notkun á hverjum ámoksturstækjum þarf að ákveða fyrrnefndan margfeldisstuðul. Til þess þarf að vigta einhverja þekkta byrði. Við vigtun þarf dráttarvélin að standa kyrr og sem næst lárétt. Vigtun er fremur auðveld, en tefur vinnu með ámoksturstækjum óhjákvæmilega talsvert. Mæliskekkja reyndist allt að 10%. Ætla má að vogin geti verið hentugt hjálpartæki í ýmsum tilvikum. Silomac - rúllupökkunarvél Gerð: Silomac 991B. Framleiðandi: Kilmaine, co. Mayo, Irlandi. Innflytjandi: Vélar og þjónusta hf., Reykjavík. YFIRLIT Silomac 991B rúllupökkunarvélin var prófuð af Bú- tæknideild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins sumar- ið 1993. Var hún notuð alls um 25 klst. við pökkun á 390 böggum. Prófunartíminn var venju fremur skammur vegna þess hve seint vélin kom til prófunar en fylgst var með notkun vélarinnar eftir að formlegri prófun lauk. Vélin var samt reynd bæði á fyrri og seinni slætti en ekki við grænfóðurbagga. Pökkunarvélin er ætluð til að pakka rúlluböggum af öllum algengum stærðum inn í plastfilmu. Hún er drag- tengd og knúin af vökvakerfi dráttarvélar og vegur um 1775 kg. Vélin er með lyftubúnaði sem tekur baggana upp af jafnsléttu upp á pökkunarborð. Á borðinu er bagganum snúið og velt um leið og þannig má stjórna þéttleika vafninga, en jafnframt erbúnaður til að stjórna mismunandi strekkingu á filmunni en strekkibúnaður- inn er bæði fyrir 50 og 75 cm breiðar plastfilmur. Þegar bagginn er fullpakkaður er pallinum snúið í sturtustöðu og bagganum velt aftur að fallpalli. Með pallinum má láta baggann falla hægt niður á jörðu. Vélin er með fjarstýrðum skurðarbúnaði fyrir plastfilmuna. Nettó af- köst vélarinnar eru breytileg eftir aðstæðum, vafninga- fjölda og baggastærð en í þeim mælingum sem gerðar voru, voru þau á bilinu 30-40 baggar á klst. Ætla má að 30 kW (41 hö) sé lágmarksstærð dráttarvéla fyrir pökk- unarvélina. Við fjórfalda pökkun er filmunotkun um 0,9-1,0 kg á bagga (þvermál 1,2 m) eða sem svarar 79-80 m af filmu á hvern bagga en er eðlilega háð filmustrekk- ingu og baggastærð. Vélin er á nægilega belgmiklum hjólbörðum til að bera hana við allar algengar aðstæður. Fallbretti fylgir vélinni til að hlífa böggunum en það er verulegur kostur. í stöku tilvikum bar á því að baggarnir yltu ekki aftur af fallbrettinu. Pökkunarborðið er vel opið gagnvart heyslæðingi úr böggunum þannig að hann veldur sjaldan töfum. I lok reynslutímans sem var fremur skammur var ekki unnt að merkja óeðlilegt slit á vélinni og engar bilanir komu fram á reynslutímanum. Vélin er traustlega smíðuð og dagleg hirðing einföld. 170 FREYR - 5'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.