Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1994, Blaðsíða 12

Freyr - 01.03.1994, Blaðsíða 12
Um þetta segir Bjarni Helgason (1970) að á sendinn jarðveg þurfi 200 - 250 kg/ha N, en á lífrænan jarðveg 100 - 200 kg/ha N. Það virð- ist vera rökrétt að tvískipta áburðar- leiðbeiningum á þennan hátt. Á íslandi hafa margir kartöflu- bændur dregið úr áburðarnotkun vegna nýrrar tækni, sem tryggir góða nýtingu á áburði. Þeir setja niður með vélum, sem fellir áburð- inn niður við hliðina á kartöflunum. Áburðurtilraunir. Á Hvanneyri hafa verið gerðar nokkrar tilraunir með áburð á kart- öflur. Garðurinn er í framræstri mýri. Árin 1982 - 1984 voru gerðar tilraunir með magn af köfnunarefn- isáburði á kartöflur undir plasti. Ár- ið 1983 var afar óhagstætt fyrir kart- öflurækt, þannig að uppskeran var lítil þrátt fyrir plastið. „Litlir'1 áburðarskammtar, 125 -157 kg/ha af köfnunarefni gáfu litlu minni upp- skeru en stórir. Það er trúlega vegna þess að hitinn undir plastinu breytir jarðvegsaðstæðum, eykur t.d. ör- verulíf og þar með losna næringar- efni úr jörðinni. Þó er líklega ekki rétt að nota minni áburð á kartöflur undir plasti en á bersvæði, vegna þess að undir plasti leysist áburður- inn seinna upp. Öðru máli gegnir um trefjadúk, vegna þess að vatn hripar í gegnum hann. Tilraunirnar 1985 - 1988 og 1991 voru á bersvæði. í þeim virtist 75 kg/ ha af köfnunarefni alls ekki gefa lakari uppskeru en 150 kg/ha nema síður sé, heldur ekki árið 1988, þeg- ar uppskera var mjög léleg. Til- raunagarðurinn erfrjósamur. Þessar niðurstöður víkja þó ekki verulega frá öðrum íslenskum tilraunaniður- stöðum. í gamalræktuðum garði í framræstri mýri á Hvanneyri virðist ekki ástæða til að nota stærri skammta af köfnunarefni en 100 - 150 kg/ha. í 900 kg af Græði 1 eru 126 kg af köfnunarefni. Mýrarjarðvegur á Hvanneyri og í nágrenni er þekktur fyrir hve fast- heldinn hann er á fosfór. í tilraunum sem gerðar voru árin 1987 og 1988 fékkst 42% meiri uppskera fyrir 60 kg/ha af fosfór heldur en 30 kg/ha af fosfór. Tilraunir benda því til að á Vesturlandi sé rétt að bera á um 50 - 60 kg/ha af hreinum fosfór. í 900 kg af Græði 1, sem áður er um rætt, eru 72 kg af fosfór og sama áburðar- magn er í 370 kg af þrífosfati. Það virðist full þörf á að nota meiri fosfór, ef um nýbrotið land er að ræða. Kuisma, P. (1990) segir að vegna lágs hitastigs og stutts vaxtartíma verði að bera mikið á af fosfór í norðlægum löndum, t.d. 50 kg/ha P, þó að venjulega sé ekki meira en 10-20 kg/ha P í kartöflunum. Hann bendir á að stórir skammtar af fosfór flýti sprettu kartaflna. Á Hvanneyri kom í ljós að við skort á köfnunarefni eða fosfór voru kartöflugrösin smávaxin og ljós að lit. I góðum árum þegar kartöflu- jurtin blómgaðist, var áberandi minna af blómum þar sem áburð skorti. Almennt er talið að eftir því sem kartöflur eru þurrefnisríkari, því betri matur séu þær. í mörgum rann- sóknum kemur fram að vaxandi köfnunarefnis- og kalíáburður minnki þurrefni í kartöflum (Beu- kema, H.P. og van der Zaag, D.E., 1979). Rétt er að líta á þetta sem almennt lögmál þó að í tilraununum á Hvanneyri hafi þurrefnið ekki minnkað mikið við vaxandi skammta af köfnunarefni. I nálæg- um löndum er talið að neytendur óski eftir matarkartöflum með 20- 22% þurrefni og er ekki ástæða til að ætla að það sé öðruvísi hér á landi. Ef hæfilega er borið á af kalíáburður er það talið draga úr hættu á að kartöflur dökkni við suðu. Samkvæmt niðurstöðunum frá Hvanneyri er nauðsynlegt að bera mikið á af kalíáburði. í 900 kg af Græði 1 eru 135 kg af kalí og, ef marka má tilraunaniðurstöðurnar, veitir ekkert af því. Það hefur ekki reynst merkjanlegur munur á upp- skerumagni hvort borið var á kal- íumklóríð (túnkalí) eða kalíum- súlfat. Hins vegar hefur þurrefnis- magnið verið minna þegar kalíum- klóríð var notað, sem rýrir gæði kartaflnanna eins og áður segir. Þetta er í samræmi við fjölmargar rannsóknir, sem sýna að kalí sem bundið er í kalíumklóríð dregur úr þurrefnismagni. í Blákorni, Græði 1 og la er kalíið bundið í kalíum- súlfati. Efnamagn í kartöflugrasi. Flestir fræðimenn telja að efna- greining á köfnunarefni í jarðvegi hafi enga þýðingu sem undirstaða ákvarðana um áburðarnotkun (Harris, P.M. 1978). Þess vegna hafa ýmsir reynt að nota niðurstöður úr efnagreiningum á kartöflublöð- um sem hjálpartæki við ákvörðun á áburðarnotkun. Ókostur við aðferð- ina er, að það verður að efnagreina blöðin strax eftir sýnatöku, ef unnt á að vera að nota niðurstöðuna sama sumar. Efnagreiningarnar eru Sveinbjörn Laxdal, bóndi í Túnsbergi á Svalbarösströnd, skoðar kartöflugarð á bœnum ásamt þeim Sigurgeir Ólafssyni, sérfrœðingi á Rala, og Ólafi Vagnssyni, héraðsráðunauti. (Ljósm. M. Ósk.). 156 FREYR - 5'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.