Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1994, Blaðsíða 29

Freyr - 01.03.1994, Blaðsíða 29
Innbcrganir Úlborganlr 1.000 Mynd 1. Inn- og útborganir vegna fjárfestinga. mynd 1, miðað við að reiknivextir eru 10%, er eins og eftirfarandi tafla sýnir. Útreikningarnir sýna að innborg- anirnar eru hærri en útborganirnar og er fjárfestingin því arðbær. Hún gefur af sér 137 krónur í arð á nú- virði, þ.e. fjárfestinn hefur grætt 137 krónur á þessari fjárfestingu. í dæm- inu voru reiknivextir ákvarðaðir 10%. Ef þeir hefðu verið 15% yrði núvirði fjáfestingarinnar -117 krónur, þ.e. fjárfestingin er ekki lengur arðbær. Petta sýnir að val á reiknivöxtum eru mjög mikilvægt þegar arðsemi fjárfestinga er metin. Hér erum við komin að umdeilan- legasta þætti fjárfestingarútreikn- inganna því að reiknivextir eru mælikvarði á þær kröfur sem ein- stakur fjárfestir gerir um arðsemi þess fjármagns sem lagt er í fjárfest- inguna. Of margir hafa lent í þeirri gryfju að gera of litla arðsemiskröfu til fjárfestingarinnar. En hver á arð- semiskrafan að vera? Það er ekki til nein ein rétt krafa sem gildir í öllum tilfellum, heldur verður að meta að- stæður hverju sinni. Það er þrennt sem taka þarf tillit til en það er vextir af lánsfé, aðrir fjárfestingarvalkostir og áhætta sem fylgir fjárfestingu (Karl Karlsson. 1991:50). Það fyrsta sem þarf að finna út er hvernig á að fjármagna fjárfesting- una. Hversu mikið verður tekið að láni og hve mikið eigið fé á að leggja til. Vaxtaprósentan á mögulegu láni er þekkt, en hvaða ávöxtunarkröfu á að gera til eiginfjár? Það er vel þekkt sjónarmið að eigið fé kosti ekki neitt og þurfi þess vegna að gera litla sem enga ávöxtunarkröfu á það. Þetta sjónarmið er hættulegt. Fjárfestinn verður að hafa það í huga að hann hefur ýmsa aðra kosti til að ávaxta sitt fé. Um leið og hann bindur eigið fé í fjárfestingunni fórnar hann möguleikanum á að ávaxta fé sitt annars staðar, t.d. á almennum sparifjármarkaði þar sem áhættan er lítil sem engin. Það er því ekki óeðli- legt að fjárfestinn geri hærri ávöxt- unarkröfu á það fé sem hann bindur í fjárfestingunni þegar aukin áhætta er höfð í huga. í raun er það viður- kennd vinnuregla að eftir því sem áhættan er meiri því hærri arðsemis- kröfu á að gera til fjárfestingarinnar. Það er því ljóst að ekki er til nein ein rétt arðsemiskrafa sem gildir um allar fjárfestingar, heldur verður að taka mið af aðstæðum hverju sinni. Dœmi um arðsemiskröfu. Jón hyggst ráðast í fjárfestingu fyrir tiltekna fjárupphæð. Allur rekstur er mjög einfaldur og áhættan er í lágmarki. Jón fær lán hjá opin- berum sjóði fyrir 60% af stofnkostn- aði á 5% vöxtum. 40% ætlar hann að fjármagna sjálfur og selur til þess ríkisskuldabréf sem hann á. Ríkis- skuldabréfin bera 8% vexti. Jón ætti að minnsta kosti að gera kröfu um 10% arðsemi á eigið fé. Þó svo að fjárfestingunni fylgi lítil áhætta, hlýtur áhættusamanburður við ríkis- skuldabréfin að vera fjárfestingunni í óhag. í heildina verður fjárfestingin því að standa að lágmarki undir kröfum um 7% arðsemi (0,6 x 0,05 + 0,4 x 0,1 = 0,07). Bróðir Jóns, Sverrir, er einnig í fjárfestingarhugleiðingum. Hann hyggst hætta búskap og koma á fót litlu framleiðslufyrirtæki á jörðinni. Um er að ræða nokkuð sérhæft og flókið framleiðsluferli á vöru sem er nánast óþekkt á markaðnum. Áhættan er því veruleg. Sverrir hef- ur tryggt sér bankalán fyrir 50% af stofnkostnaðinum á 8% vöxtum. Hann ætlar að fjármagna afganginn sjálfur með því að selja allan bú- stofninn og eitthvað af vélum. Þegar haft er huga að Sverrir er að fórna ýmsum öðrum ávöxtunarmöguleik- um, t.d. kaupum á ríkisskuldabréf- um, og að mikil áhætta fylgir fjár- festingunni, verður hann að gera kröfu um 15-20% arðsemi á eigið fé. Miðað við að gerð sé 18% arðsemis- krafa verður fjárfestingin í heildina að standa undir 13% arðsemi (0,5 x 0,08 + 0,5x0,18 = 0,13). Önnur atriði er máli skipta. Það eru ekki aðeins reiknivextir sem þurfa að liggja til grundvallar þegar arðsemi fjárfestingar er met- in. Fyrir utan þá er það einkum eftirfarandi: 1) Stofnkostnaður. Fyrsta skrefið í mati á fjárfestingum er að ákvarða raunverulegan stofnkostnað. I þessu sambandi þarf að tína til öll fjárútlát sem tilheyra fjárfestingunni, bæði á beinan- og óbeinan hátt. Það eru algeng mistök að það gleymist að taka inn í dæmið fjárútlát sem tengj- ast fjárfestingunni á óbeinan hátt. Dæmi: Bóndi hyggst setja upp tré- smíðaverkstæði í tómu loðdýrahúsi sem hann á. Hann tekur með í reikn- inginn verð allra véla og tækja en hann gleymir því að gera þarf breyt- ingar á húsinu. 2) Greiðsluraðir og hrakvirði. Þá þarf að meta allar inn- og útborganir sem tengjast fjárfestingunni sam- kvæmt áætluðum endingartíma og hrakvirði hennar í lokin. Þessar áætlanir verða að byggja á traustum forsendum því að ef þær eru rangar verður niðurstaðan lítils virði. Hrakvirði fjárfestingar er sölu- verð hennar í íokin. Það ræðst fyrst 5*94 - FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.