Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1994, Blaðsíða 7

Freyr - 01.03.1994, Blaðsíða 7
Búa við lands- og sjávargagn Freyr í heimsókn í Stóru-Hámundarstaði Stóru-Hámundarstaðir á Árskógsströnd eru nyrsta jörðin íÁrskógshreppi. Hún er landnáms- jörð og þar hafði Helgi magri vetursetu fyrst eftir að hann kom til landsins. Elín og Baldvin. Landnáma greinir frá því aö þeir félagar fengu vetur mikinn og lá við skepnufelli og búþroti. Má nærri geta hvort Helga og föruneyti hans hefur ekki brugðið við að koma úr landgæskunni og hlýindunum á ír- landi, enda beið hann ekki boðanna vorið næsta og leitaði inn í landið, þar sem ekki var eins snjóþungt. En félagi hans og tengdasonur, Há- mundur heljarskinn, kunni að lík- indum betur við sig úti við sjóinn og fiskimiðin, því hann og Ingunn kona hans voru kyrr og fóru að búa þar sunnan við hálsinn og nefndu að Hámundarstöðum. Sá bær er því fyrsti landsnámsbærinn á þessum slóðum, og náði landareignin fyrst um sinn milli Svarfaðardals og Hörgár. Nú er breidd landareignar- innar 3,5 km en túnið er 40 ha. Beitiland er mikið en snjóþungt. Bæjarhús standa skammt austan við þjóðveginn, um 39 km frá Akureyri. Sveitin hefur verið skógi vaxin á fyrri tíð eins og nafn hennar og ýmis örnefni benda til, og enn finnast birkileifar í brekkum á Þorvaldsdal. Ummerki um fornar kolagrafir er víða að finna í Hámundarstaðahálsi. Núverandi ábúendur á Stóru-Há- mundarstöðum eru Baldvin, sonur Haraldar Davíðssonar fyrrum bónda þar og k.h. Önnu Baldvins- dóttur sem er ættuð úr Svarfaðardal - og kona hans Elín Lárusdóttir frá Stóra-Dunhaga í Hörgárdal. Þau byrjuðu að búa 1973 með foreldrum Baldvins. Þá var blandað bú og Baldvin byrjaði með sauðféð. Árið 1976 tóku þau Elín við öllu búinu, og 1986 hættu þau alfarið með mjólkur- framleiðslu og hafa síðan eingöngu verið með fé. Elín vinnur utan heim- ilis í hlutastarfi. - Ástæðan fyrir því að við snerum okkur eingöngu að sauðfé var sú, segir Baldvin, að þegar við vorum að byrja okkar búskap, þurfti að byggja hér allt upp og þá var okkur ráðlagt að framleiða kindakjöt, því það væri ævinlega hægt að selja það. Þá var byrjað á því að byggja fjárhúsin og síðan vita allir hvernig þróunin hefur verið. Tíminn leið, ég var með nýleg fjárhús, búinn að byggja við þau heygeymslu. Fjárhúsin voru ekki hálfnýtt, fjósið gamalt og mjólkin framleidd á undanþágu; þá var ekki um annað að ræða en nota síðasta tækifærið sem bauðst á meðan að frjálst var að færa á milli og það var bara drifið í því. Fjárhúsin standa utan og neðan við íbúðarhús Baldvins og Elínar og í þeim er rúm fyrir 400 fjár. Þar eru nú um 300 kindur á fóðrum, en voru fleiri á árum áður. Hvernig heyskap hefur þú? Eingöngu vothey og heyjað í flat- gryfjur. Hvernig líkar þér það? Mér líkar það vel. Vélakostnaður- inn datt algerlega niður. Heyskapur stendur hér í 9-18 daga; það fer náttúrlega eftir tíðarfari. Ég byrja yfirleitt ekki snemma að slá. Þegar maður er eingöngu með fé, þá eru túnin beitt fram eftir öllu vori; það er verið að hlífa afréttinni og hafa fé á túnum eins lengi og mögulegt er, eins og t.d. í fyrravor sem var afskaplega kalt, eins og menn muna. Á síðustu 10 árum hefur Baldvin endurræktað um helminginn af tún- inu og hefur farið upp í 4 ha á ári. Hann ræktar repju til haustbeitar. - Repjan bíst ákaflega vel. Lömb- in byrja á því að éta sig inn í akurinn og bíta blöðin og síðan fara þau á stönglana. Rollurnar naga svo það sem eftir er. Tekur þú mlð af hámarksafurðastefnu í sauðfjárrœkt? Nei. Mín speki er sú að leggja aldrei í kostnað nema vera viss um að fá hann ríflega til baka. 5*94 - FREYR1S1

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.