Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1994, Blaðsíða 16

Freyr - 01.05.1994, Blaðsíða 16
en verður þá að hafa kunnáttu til þess og vel skilgreindar þarfir. Forrit og gögn eru geymd í sér- stökum geymslum, s.s. hörðum diski. Hann er hlaði af segulmögn- uðum diskum. Pví meira sem hann rúmar því betra. Ný forrit verða sífellt stærri og ráða við meira af upplýsingum. Aukið diskrými er til- tölulega ódýrt svo að sjáðu hvað er í boði og kauptu heldur meira en minna. Ekki kaupa minna en 100- 120 Mb. Sum forrit nota harða diskinn mikið, eru stöðugt að sækja og skila gögnum. Til að þau starfi eðlilega er nauðsynlegt að diskurinn starfi hratt og vel. Kannaðu sóknar- tíma disksins, allt undir 19 millisek- úndum er í lagi. Tölvur eru búnar svokölluðu RAM-minni eða tímabundnu minni. Flest forrit nota það og gögn sem slegin eru inn fara um þetta minni. Venjulega eru tölvur búnar 4 MB í RAM-minni frá tölvuverslun- um hér á landi. Þetta er yfirdrifið til að nota ýmis gömul forrit en ég ráðlegg meira af tvennum ástæðum. I fyrsta lagi vinna forrit mun hraðar ef mikið RAM-minni er fyrirliggj- andi, þá fækkar ferðunum út á harða diskinn. í öðru lagi munu ný forrit gera meiri kröfur til minnis en nú er. Þegar eru farin að sjást forrit á mark- aðnum sem kerfst mun meira en 4 MB í minni. Ef fjárfestingin á örugg- lega að nýtast vel til einhverra ára kauptu 8 MB og vertu viðbúinn að fá meira. Hægt er að setja meira minni í vélina hvenær sem er ef í henni eru raufar fyrir minnisspjöld. Gakktu úr skugga um að svo sé þegar þú kaupir vélina. Örgjafar. Hver hefur ekki heyrt um hugtök- in 386 og 486, líklega allir? En vita allir hvað átt er við. Þetta er nafn á örgjörva tölvunnar en hann er aðal- eining hennar. Sá sem kallast 486 er yngri og máttugri. Þar með er þó ekki allt upp talið því að hægt er að fá reikniörgjörva til viðbótar aðalör- gjörvanum. Slíkur búnaður gefur 486 tölvunni viðnafnið DX í stað SX. Reikniörgjörvi hraðar upplýs- ingastreymi um örgjörvann umtals- vert, sérstaklega í öllum útreikningi. Þegar 386 tölvur fá DX viðnafnið er þó ekki um reikniörgjörva að ræða Örgjörvi (Processor): Heili tölvunnar. Hraði hans er mældur í megariðum (MHz). Örgjörva er hægt að stækka síðar, 33 MHz örgjörvinn hefur meiri stækkunarmöguleika en sá 25 MHz. Reikniörgjörvi (Maths co-processor): Viðbót við örgjörva tölvunnar sem hraðar vinnu sem byggist á miklum reikningi. Harður diskur (Hard disc): Hlaði af segulmögnuðum diskum sem getur geymt mikið magn af upplýsingum í vélinni, mælt í megabætum (Mb). Hraðinn kallast sóknartími og er allt undir 19 millisekúndum ágætt. Diskrými er ódýrt og því ekki rétt að spara það, ca. 100-200 Kr/Mb. Ekki kaupa minna en 100 Mb. Disklingar (Floppy disks): Segulmagnaður diskur í plast- hulstri. Geyma gögn fyrir utan vél, algengstærð 0,360 - 1,44 Mb. Getur borið upplýsingar á milli véla. Dilsklingadrif: Sérstakur búnaður sem tengir disklinga við tölvuna. Tvær meginstærðir eru fáanlegar, 514" og 3,5". Heppilegast er að eiga báðar en það minna er algengara. 3,5" disklingarnir eru rúmminni, geymslumeiri og öruggari. Stýrikerfi (Operating system): Forrit sem stýrir flæði upplýs- inga inn í vélinni. Stýrikerfið sér bæði um samskipti ör- gjörvans við önnur tæki sem tilheyra tölvunni og samskipti notandans við tövuna. Pekktasta stýrikerfið er DOS. RAM:Tímabundin gagnageymsla í tölvunni. Það sem er í RAM-minni þegar slökkt er á tölvu tapast. Allt sem skrifað er í tölvuna fer fyrst í RAM-minnið og þaðan í aðrar geymslur. Rýmið er mælt í Mb, algengt núna er 4 Mb en innan tíðar reynist nauðsynlegt að hafa 8 eða meira. Hægt er að kaupa RAM minnisspjöld til viðbótar í tölvuna. Hvert Mb til viðbótar kostar ca. 5000 kr. Windows:Vinsælt forrit sem auðveldar notkun á stýrikerfinu DOS. Skjáspjald: Ræður hraða og skýrleika skjás að miklum hluta. Gott skjásspjald er með 1 Mb í minni. Hægt er að skipta um skjáspjald í tölvunni. Öflugt skjáspjald kostar frá 10 þús. kr. Gagnabraut: Líkja má þeim við akreinar. Breiddin er mæld í bitum. Bæði 486 og 386 DX örgjörvarnir hafa 32 bita brautir en 386 SX hefur 16 bita. Flutningsgeta 32 bita brautar er helmingi meiri en 16 bita. Local Bus: Gagnabraut sem tengir örgjörvann betur við t.d. skjákort. Slík braut getur tvöfaldað afköst skjáspjaldsins. Burðargeta þessara gagnabrauta milli vélarhluta nálgast afköst brauta innan örgjörvans og hann nýtist þá betur. CD-ROM: Öflug gagnageymsla. Gögn eru geymd á geisladisk- um og þarf sérstakan geislaspilara (drif) til að skila gögnum inní tölvuna. Sérstakt spjald þarf til að tengja spilara við tölvuna og kostar allt frá ca. 25 þús. Kr. í rammanum eru nokkur orð skýrð sem algeng eru þegar tölvur ber á góma. 328 FREYR - 9'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.