Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1994, Blaðsíða 28

Freyr - 01.05.1994, Blaðsíða 28
vegna innflutnings frá Bretlandi og íhuga að setja bann á nautakjöt. Hitun eða suða er ekki næg trygging, ef í hráefninu er smitefnið. Það þolir 8 klst. suðu. Fáir leita að þeim sjúkdómum sem ekki valda augljósu tjóni, eru duldir. Enginn leitar að þeim sjúkdómum sem enn eru óþekktir, en sífellt eru að koma upp nýir sjúkdómar í löndum þar sem margt er af dýrum, stutt á milli búa og mörgum skepnum kasað saman í hús, stíur og beitarhólf. Bóluefni og lyf: Bóluefni eru til við mörgum sjúkdómum en útrýma þeim sjaldan Þau bæla þá niður og fela þá en fjölga heilbrigðum smitberum. Sum erlend bóluefni og önnur varnarefni (sermi) hafa jafnvel sjálf verið menguð smitefnum og því hættuleg. Dýr sem fá „lifandi" erlend bóluefni geta smitað óbólusett dýr. Lyf koma að gagni en ná aðeins til sumra sjúkdóma. Þau eru dýr, valda auka- verkunum, finnast í afurðum og eru því varasöm fyrir heilsu neytenda, ef þau eru stöðugt í mat. Kaup frá ósýktum svœðum: Sú leið að kaupa einungis frá ósýktum svæðum er annmörkum háð. Þá verður að byggja á vottorð- um embættismanna um heilbrigði viðkomandi svæðis. Vottorð hvfla á ótraustum grunni vegna þess að sjúkdómar koma seint inn á skýrslur. Þeir eru ekki skráðir nema þeir valdi augljósu tjóni. Samt gætu þeir vegna mótstöðuleysis dýra- stofna okkar orðið skaðleg plága ef þeir bærust hingað. Vottorð embættismanna eru oft ónákvæm eða villandi. Þeir eru sem slíkir háðir stjórnvöldum lands síns, sem vilja umfram allt selja hvað sem er í harðri samkeppni við aðra. Við urðum illilega fyrir barðinu á gagns- lausum vottorðum sem komu með karakúlfénu hingað frá Þýskalandi. Það reyndist bera: Votamæði, þurramæði, visnu, garnaveiki og lík- lega eitthvað af nýjum sníkjudýrum. Vegna aukinna flutninga eru slík vottorð nú að verða alvarlegt vanda- mál í Evrópu. Ný dæmi: Gin- og klaufaveiki barst til Ítalíu frá Króa- tíu nýlega, mæðiveiki til Þýskalands frá Frakklandi og kúaeyðni (BIV) til Englands frá Þýskalandi og Holl- andi. Afkvœmarannsóknir... Frh. afbls. 343. og ströngu vali lífdýra geti færustu og duglegustu svínabændurnir fram- leitt sláturgrísi með 700-850 g þyngdaraukningu á dag frá 25 kg þyngd til slátrunar. Þegar þessu tak- marki er náð, geta þeir notað dönsku fóðurtöflurnar hér að fram- an og orðið samkeppnishæfir við starfsbræður sína erlendis. Forsvarsmenn Svínaræktarfélags Islands hafa margoft lýst stuðningi sínum við afkvæmarannsóknir og kjötrannsóknir í svínarækt og hafa óskað eftir, að þær séu auknar, enda gera þeir sér grein fyrir, að af- kvæmarannsóknir og kjötrannsókn- ir, ásamt fullkomnu skýrsluhaldi, eru árangursríkasta aðferðin til að lækka framleiðslukostnað, bæta kjötgæðin og gera íslenska svína- bændur samkeppnishæfa við starfs- bræður þeirra erlendis. Einnig er rétf að benda á, að sams konar rann- sóknir hafa verið gerðar á Hesti með ágætum árangri í marga áratugi á vegum Rala. Hólaskóli Hólum í Hjaltadal --------------------- Á Hólum getur þú stundað lifandi starfsnám á fögrum og friðsælum stað! Almenn búfjárrækt - hrossarækt - reiðmennska - - tamningar - sauðfjárrækt - fiskeldi - fiskrækt Á Hólum eru nýbyggð kennslufjárhús og merkur fjárstofn! Á Hólum er miðstöð rannsókna í bleikjueldi! Á Hólum er Hrossakynbótabú ríkisins! Á Hólum er gott hesthús og reiðkennsluhús! Á Hólum hafa nemendur aðgang að vel búnu tölvuveri! Inntökuskilyrði: Viðkomandi þarf að haf lokið 65 einingum úr framhaldsskóla, eins árs starfsreynsla og vera a.m.k. 18 ára. Eða vera a.m.k. 25 ára með mikla starfsreynslu. Námstími er 1 ár. Umsóknarfrestur er til 10. júní. Möguleiki er á að Ijúka stúdentsprófi við skólann! Námið er lánshæft samkvæmt reglum LÍN! Nám á hrossaræktarbraut veitir rétt til inngöngu í Félag tamningamanna. Hólaskóli, Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur Sími: 95-35962 Bréfsími: 95-36672 340 FREYR - 9'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.