Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1994, Blaðsíða 35

Freyr - 01.05.1994, Blaðsíða 35
þar eð jarðvegurinn er þakinn. Jarð- vegsþakning verndar einnig lífið í jarðveginum fyrir veðri og vindum, þannig að jarðvegslífið verður rík- ara. Það eru í raun lítil takmörk fyrir því hvað hægt er að nota til að þekja jarðveginn með. Plast er talsvert notað í hefðbundinni garðyrkju. Svörtu plasti á beðin fylgja ýmsir kostir, t.d. hækkar það jarðvegshit- ann og hindrar illgresisfræ í að spíra. í lífrænni ræktun er plast þó notað með varúð, þar sem plast er það þétt í sér að það getur truflað loftflæðið til jarðvegisns. Þegar beð eru á ann- að borð klædd plasti í lífrænni rækt- un ætti varla að nota það lengur en eitt vaxtartímabil. Sem betur fer finnast einnig margar aðrar lausnir. Það besta er að þekja jarðveginn með lífrænum efnum, t.d. grasi, laufi o.s.frv. Þegar t.d. er búið að uppskera rabarbarann er upplagt að nota blöðin í þessum tilgangi. Lif- andi jurtir, hvort heldur eru „græná- burðarplöntur" eða illgresi, virka einnig sem jarðvegsþakning þegar þær eru þokkalega stórar og áður en þær eru „hakkaðar" niður í jarðveg- inn. Grænar jurtir, gras, lauf o.s.frv., hafa að auki þann kost þeg- ar þær eru unnar grunnt niður í jarðveginn, að virka sem áburður til lengri tíma litið. Ýmiss konar pappír getur einnig verið ágætur til að þekja jarðveginn með, en hins vegar er hann ekkert augnayndi, sem ætíð þarf að huga að í allri garðrækt. Jarðvegsþakning er mikilvægust snemma sumars. A þeim tíma eru nytjaplönturnar enn það smáar að þær veita jarðveginum litla vörn. Mikilvægt er því að hefjast snemma handa, en þó ekki of snemma til að hindra ekki sólargeislana í að verma upp jarðveginn að vori. 4. Hinn lifandi jarðvegur. Einn mikilvægasti þátturinn í allri lífrænni ræktun er að efla frjósemi jarðvegsins. Samkvæmt þeim er að- hyllast lífrænni ræktun, þá er grund- völlurinn að aukinni frjósemi jarð- vegsins að ekki sé notaður tilbúinn áburður né plöntulyf. I stað þess að dreifa auðleystum söltum (tilbúnum áburði) í jarðveginn er reynt á ýmsan máta að efla þau náttúrlegu ferli og starfsemi í jarðveginum sem auka á frjósemi hans. Frjósamur jarðvegur býður upp á hentug skilyrði fyrir ýmsar örverur sem brjóta niður lífræn- og ólífræn efni jarðvegsins, sem þar með breyt- ast í næringarefni sem plönturnar geta nýtt sér. Slíkur jarðvegur býr yfir æskilegum eiginleikum til að viðhalda jöfnu næringarefnajafn- vægi og er auk þess loftríkur og mátulega vatnsheldinn. Frjósemi jarðvegsins byggir ekki eingöngu á magni aðgengilegra nær- ingarefna og lífrænni starfsemi, heldur einnig á að jarðvegurinn virki temprandi. Frjósamur jarðvegur býr yfir góðum eiginleikum til að jafna framboð næringarefna, þ.e. að losa um og binda næringarefni í samræmi við þarfir plantnanna. Slíkur jarð- vegur býr einnig yfir þeim eiginleik- um að bregðast á æskilegan hátt við verðurfarsbreytingum, eins og t.d. úrkomu og þurrki. Frjósamur jarð- vegur gefur af sér plötnur fullar lífs- þrótti og hollustu, sem standast sjúkdóma vel. Flestar greinar innan lífrænnar ræktunar líta frekar á áburðargjöf- ina sem jarðvegsbætur en sem bein- an næringarauka fyrir plönturnar. Þessi skoðun byggist á því að lifandi jarðvegur gefur einnig heilbrigðar og kröftugar plöntur. Með auknu magni lífrænna efna eflist það líf sem á sér stað í jarðveginum. Almennter magn ummyndaðs lífræns efnis (húmus) talið mælikvarði á frjósemi jarðvegsins og þess vegna er lögð mikil áhersla á að varðveita þau sem allar best og helst að auka þau. Lífræn efni jarðvegsins efla eigin- leika hans til að tryggja plöntunum nægilegt vatn, bæði vegna aukinnar vatnsheldni og vegna bættrar jarð- vegsbyggingar, sem bætir vatns- streymið upp eftir jarðveginum frá dýpri jarðlögum. Bætt jarðvegs- bygging auðveldar líka plöntunum að sækja sér vatn og næringu í stærra jarðvegsrúmmál. Jarðvegur sem er auðugur af líf- rænum efnum er dökkur á litinn, þannig að hann hitnar fyrr á vorin. Jarðvinnslan er líka auðveldari í slíkum jarðvegi í vætutíð. Úr lífræn- um efnum jarðvegsins losna líka næringarefni sem plönturnar geta nýtt sér og þessi lífrænu efni búa einnig yfir mikilli getu til að binda og geyma í sér næringarefni, þannig að útskolun verður minni. Frh. á bls. 348. Gluggakarmar og fög ^jj Þrýstifúavarðir og málaðir Utihurðir - Svalahurðir Rennihurðir úr timbri eða áli Torco lyftihurðir Fyrir iðnaðar- og íbúðarhúsnæði Garðstofur og svalayfirbyggingar úr timbri og áli Gluggasmiðjan hf. VIÐARHOFÐA 3 - REYKJAVIK - SIMI681077 - TELEFAX 689363 9'94 - FREYR 347

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.