Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1994, Blaðsíða 23

Freyr - 01.05.1994, Blaðsíða 23
Aðbúnaður kúa og frumutala II Torfi Jóhannesson og Ólafur Jónsson Hér er birtur seinni hluti umfjöllunar um lokaverkefni Torfa Jóhannessonar við Búvísinda- deild Bœndaskólans á Hvanneyri. í fyrri hlutanum var fjallað almennt um samspil aðbún- aðar kúa á innistöðu og júgurheilsu. Hér verður greint frá eðli verkefnisins og helstu niðurstöðum. Efni og aðferðir Valin voru 40 býli með a.m.k. 15 árskýr (helst yfir 20). Býlunum var skipt í tvo flokka eftir meðalfrumu- tölu tanksýna 1991. í öðrum flokkn- um voru bú með frumutölu undir 330.000 fr./ml en í hinum bú þar sem frumutalan var 500.000-750.000 fr./ ml (20 býli í hvorum flokki). Meðal- bústærð fjósanna var 25,4 árskýr, minnst 18 en mest 57. Samanlagt náði könnunin því til ríflega 1.000 kúa í 40 fjósum. Hvert býli var heimsótt einu sinni á mjaltatíma, ýmist að morgni eða kvöldi. Heimsóknirnar fóru fram í mars og apríl 1992. Tæplega 100 atriði sem tengjast aðbúnaði og hirðingu mjólkurkúa voru skráð á hverjum bæ. Samband mældra þátta við frumu- tölu og hreinleika bása og kúa var metið með hefðbundnum tölfræði- aðferðum. Niðurstöður og umrœður Frumutala í töflu 1 má sjá þá þætti sem voru marktækt algengari á búum með lága frumutölu en búum með háa frumutölu. A 60% búanna voru kýr klipptar. Þetta hlutfall þarf að auka enda benda gögnin til að klipptar kýr og lág frumutala fari saman. Kýrnar verða hreinni, loftslag í fjósinu batn- ar og hreinlæti við mjaltir eykst. I fjósum með lága frumutölu voru kýr og básar almennt hreinni en þar sem frumutala var há. Tómmjaltir eru fátíðar á bæjum með lága frumutölu. Til að koma í veg fyrir tómmjaltir skal stilla fjölda mjaltatæka í hóf, raða kúnum á bása eftir nyt (ath. þó frumutölu) og fvlgj- ast vel með mjöltunum. Mjaltatæki sem skipta á lægra sog undir lok mjalta (duovac) eða sjálfvirkir aftakarar geta einnig hjálpað til. Ekki fannst marktækur munur á tíðni loftinnsogs við mjaltir milli frumutöluflokkanna. Almennt er þó viðurkennt að loftinnsog á einum stað trufli mjaltir annarra kúa og auki hættuna á júgurbólgu. Spenadýfa (joðblanda) var notuð á ríflega 20% bæjanna. Sá munur sem kemur fram milli flokka er í samræmi við ýmsar erlendar rann- sóknir. Þetta samband kemur ekki alltaf fram og bent hefur verið á að notkun spenadýfu geti verið skaðleg þar sem frumutala er lág. A búum með lága frumutölu var algengt að nýbærur væru mjólkaðar með hreinum mjaltatækjum. Þessi siður, ásamt því að mjólka kýr með lága frumutölu á undan kúm með háa frumutölu, minnkar stórlega lík- urnar á að smit berist milli kúa. Af mældum þáttum gáfu hæðar- munur báss og jötu og lýsing í básum marktækan mun milli flokka (sjá töflu 1). Jötur er víðast alltof lágar miðað við bása. Þær þurfa að vera 5-10 cm ofar en básgólfið. Mynd 1 sýnir dreifingu hæðarmunarsins. I 80% fjósanna var hann undir 5 cm og lægsta gildið var-10 cm. í fyrri grein var fjallað um hve skaðlegar lágar jötur geta verið fyrir heilsu kúnna. Lýsing var mæíd í flestum fjósun- um í þessari könnun. Niðurstöður ljósmælinganna hafa þegar verið birtar hér í blaðinu (sjá 24. tbl. 1992). Þrif bása og kúa Hreinleiki (hér kallaður þrif) bása og kúa var metinn eftir einföldum, þriggja stiga skala. Staðsetning brynningarskála, básbotn, flórgerð, klipping kúa og hvort loftræst væri Mynd 1. Hœðarmunur (bás) gólfs og jötu í 40 fjósum (n = 1049). 9'94 - FREYR 335

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.