Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1994, Blaðsíða 33

Freyr - 01.05.1994, Blaðsíða 33
Gróft yfirlit yfir samhengi lífvera í vistkerfi. (Mynd úr ritinu 0kologisk jordbruk, Landbruksforlaget Oslo, 1983). vöxt plantna. Eins og öllum er ljóst, hefur tunglið áhrif á sjávarföll (flóð og fjöru) og sólin gefur birtu og yl og hefur þannig áhrif á loftslagið. Með öðrum orðum er ljóst að skilyrðin hér á jörðinni ráðast að stórum hluta af margvíslegum kröftum utan frá. Biodynamískur ræktandi trúir á fleiri slíka krafta en nútímavísindin hafa enn uppgötvað. Jörðin er hluti heildarinnar og við náum ekki að skilja til hlítar það sem á sér stað hér á jörðinni, án þess að skilja þá heild sem jörðin er hluti af. Biodynamískur ræktandi tekur tillit til þessarar trúar sinnar á al- heimskraftana og tekur þá m.a. mið af stöðu himintunglanna og ferli tunglsins í gegnum dýramerkin, þeg- ar tímasetja skal ýmsa verkþætti eins og t.d. sáningu, grisjun, illgresis- hreinsun. uppskeru o.fl. I þessum tilgangi er árlega unnið sérstakt dagatal fyrir þessa verkþætti, sem unnið er út frá stöðu tunglsins og annarra himintungla. Aflfræðin er veigamikill þáttur í biodynamiskri ræktun, en þar sem hún er bæði flókin og yfirgripsmikil verður ekki revnt að fara nánar út í hana hér. Notkun safnhaugamoldar til áburðargjafar. samplöntun og skiptiræktun eru einkennandi fyrir biodynamíska ræktun. Auk þess er safnhaugurinn, jarðvegurinn og plönturnar meðhöndlaðar með litlu magni af sérstökum hvötum eða „preparötum“. Gagnsemi hvatanna er tengd trúnni á jákæð áhrif krafta utan úr himingeimnum og sem eflast í hvötunum. 2. Organisk biologisk rœktun. Upphafsmenn þessarar greinar lífrænnar ræktunar voru þýski lækn- irinn Hans Peter Ruch og svissneski líffræðingurinn Hans Múller. Að- ferðin hefur náð mestri útbreiðslu í þýskumælandi löndum Mið-Evrópu og einnig talsverðri útbreiðslu á Norðurlöndum. Eitt helsta einkenni þessarar ræktunaraðferðar er hug- takið „lifandi jarðvegur", sem felur í sér skilning á nauðsyn öflugrar ör- verustarfsemi í jarðveginum til að hann verði frjósamur. Tilgangur áburðargjafarinnar er að efla starfsemi jarðvegsins. Áburðarefnin eru fyrst og fremst plöntuleifar og húsdýraáburður, sem stráð er ofan á jarðveginn og unnið niður í yfirborðslag hans. Plöntuleifar eru einkum settar ofan á jarðveginn sem jarðvegsþakning og síðan sjá smádýr jarðvegsins um að koma þeim niður í jarðveginn. Jarðvinnslu er haldið í lágmarki, því að hún truflar lífið í jarðveginum. Belgjurtir eru mikið notaðar, þar sem þær búa yfir þeim eiginleika að geta bundið köfnunarefni andrúms- loftsins. 3. Jarðvegur. Garðamoldin getur verið ákaflega breytileg. allt frá nær hreinum sand- jarðvegi yfir í hreinan mýrarjarðveg. Besta gróðurmoldin er blanda af hvoru tveggja. Rétt samsettur jarð- vegur fær með tímanum kornótta byggingu. Sé slíkum jarðvegi hnoð- að saman í höndunum loðir hann saman, en myndar ekki harðann köggul né rennur út á milli fingranna eins og sandur. Jarðvegur með góðri kornabyggingu býr yfir góðum eig- inleikum til að taka upp og halda í sér vatni. Jarðveginum gengur illa að ná slíkri byggingu ef hann er stöðugt unninn of mikið og of djúpt. Að mati flestra þeirra er stunda líf- ræna ræktun, er jarðvegurinn sá þáttur sem hvað mest er vanræktur í hefðbundinni ræktun og að „lifandi“ og alhliða samsettur jarðvegur sé undirstaðan að velheppnaðri rækt- un. Ræktunarmoldin samanstendur af tveimur megin þáttum. annars vegar ólífrænum efnum og hins veg- ar af lífrænum efnum („humus") . Steinefnahlutinn er tilkominn vegna veðrunar bergs og getur verið af mjög breytilegri kornastærð, allt frá steinum niður í litlar leiragnir. Hreinn steinefnajarðvegur er „dauður" jarðvegur og fá t.d. ána- maðkar og ýmiss konar örverur ekki þrifist þar í. Hins vegar inniheldur steinefnajarðvegur ýmis mikilvæg frumefni. Lífræn efni jarðvegsins eru leifar ýmissa lífvera og plantna og eru dökk á litinn. Um leið og plöntur (og dýr) deyja verða þær 9'94 - FREYR 345

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.