Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1994, Blaðsíða 24

Freyr - 01.05.1994, Blaðsíða 24
% Steypa Gúmmímottur Annað Básgólí B 1. eink. {'/Z- 2 oin.it. 'liítl 3. eink. Mynd 2. Dreifing einkunna fyrir þrif kúa í mismunandi básgerðum (n=533). % Ristar Flór Annað Flórgerð 1. etnk. V/A 2. eink. ... 3. eink. Mynd 3. Dreifing einkunna fyrir þrif kúa í básum með mismunandi flórgerðir (n=533). með viftu eða ekki, höfðu greinileg áhrif þar á. Bæði básar og kýr voru hreinni ef gúmmímottur voru í básunum en ekki ber múrhúð. Á mynd 2 er dreif- ing einkunnanna fyrir þrif kúa sýnd. Fyrsta einkunn var gefin væri aftur- hluti kýr hreinn og þurr, minni háttar óhreinindi gáfu aðra einkunn en væri kýrin blaut eða með klepra fékk hún þriðju einkunn. Yfir heild- ina litið voru 25% kúnna með fyrstu einkunn, 40% með aðra og 35% með þriðju. Um helmingur kúnna á básum með múrhúð fengu þriðju einkunn en einungis ríflega 10% kúa á gúmmímottum dæmdust svo óhreinar. Greinilega er óhætt að hvetja til aukinnar notkunar gúmmí- motta. Á mynd 3 má sjá einkunnir fyrir þrif kúa í básum með mismunandi flórgerðir. Bæði básar og kýr voru hreinni framan við ristarflóra en opna flóra. Básar með ristarflór voru að meðaltali styttri en hinir (133 cm á móti 144 cm) en munurinn var ekki nægur til að skýra mismun- andi þrif. Líklegra er að ef flórinn er opinn liggi halar kúnna í honum og þær slái síðan óhreinindum um sig er þær standa upp. Ekki fannst öruggt samband milli hita- og rakamælinga og þrifa bása/ kúa. Til að sýna fram á slíkt sam- band þarf væntanlega víðtækari mælingar. Á mynd 4 er stærðardreifing bása í fjósunum sem könnunin náði til. Um það bil helmingur allra bása var innan þeirra marka sem leiðbein- ingaþjónustan hefur mælt með (135- 145 cm). Það er öruggt að heppileg- asta báslengdin fyrir íslenskar kýr er innan þessara marka, og engin aug- ljós rök mæla með öðrum stærðum. Áhrif báslengdar á þrif kúa voru Tafla 1. Samhengi meðferðar- og aðbúnaðaratriða í fjósum við frumutölu (FT). Atriði Lág FT Há FT Kýr klipptar Já Nei 75% býla 25% býla 45% býla 55% býla Tómmjaltir: Oft Stundum Sjaldan 0% býla 50% býla 50% býla 43% býla 47% býla 10% býla Notkun spenadýfu: Já Nei 35% býla 65% býla 10% býla 90% býla Hæðarmunur báss og jötu (meðaltöl): 2,9 cm -1.4 cm Lægsta lýsing í básum (meðaltöl): 43 lux 28 lux lítil; aðeins 3,5% af breytileika í þrifum kúnna mátti rekja til báslengdar. í erlendum rannsókn- um hefur fundist samband milli hæð- ar jötukants og þrifa kúa/bása. Þetta samband kom einnig fram hér en var mjög veikt. Stuttir básar og háir jötukantar eru því ekki trygging fyrir hreinum kúm. Ástæðnanna er að leita annars staðar og þá fyrst og fremst í stað- setningu brynningarskála, gólfgerð, flórgerð, og síðast en ekki síst góðri hirðingu. Á mynd 5 er tíðnidreifing hæðar jötukants í þeim bása-fjósum sem könnunin náði til. Erlendar rann- sóknir sýna að kýr líða verulega fyrir hærri jötukant en 20-25 cm (sjá fyrri grein). Við ríflega helming básanna er jötukantur hærri en 20 cm. Svo hár jötukantur gerir sáralítið gagn en getur fjölgað spenastigum og aukið vanlíðan kúnna. Önnur atriði. Meirihluti bænda þvoði hverja kú með hreinum þvottaklút (62,5%) en innan við helmingur (42,5%) not- uðu sýnakönnu. Einn klútur á kú og markviss notkun sýnakönnu eru grundvallaratriði í baráttunni við júgurbólgu og óæskilegar örverur í mjólk. Almennt kom fram mikil fjöl- 336 FREYR - 9'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.