Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1994, Blaðsíða 36

Freyr - 01.05.1994, Blaðsíða 36
Fréttir frá Bœndaferðum Nokkur sœti laus í bœndaferðir Uppselt hefur verið í fyrstu 2 ferðir þessa árs. Ennþá eru laus sæti í ferðina til N.-Þrændalaga 26. júlí til 1. ágúst. Það verður örugglega fróðleg og skemmtileg ferð. Þessi ferð kostar aðeins kr. 38.000 á mann. Þá er innifalið flug og skattar, gisting og morg- unverður, allar skoðunarferðir, aðgangseyrir að útileikhúsinu á Stiklastöðum og fararstjórn Jónasar Jónssonar búnaðarmála- stjóra. Enn eru 6 sæti laus í Mið- Evrópuferð 26. júní til 10. júlí. Ferð til Bandaríkjanna og Kanada 1 .-23. ágúst Þá eru 10 sæti laus í bændaferð vestur um haf þegar þetta er ritað. Farið verður til Baltimore og Washington, síðan flogið til Seattle og þaðan ekið vítt og breitt um British Columbiu yfir Klettafjöll til Al- berta. Haustferðir Tvær ferðir verða farnar í haust. Fyrri ferðin hefst 26. októ- ber. Gist verður aðeins 4 nætur erlendis. Flogið verður til Vínar- borgar og þaðan ekið til Búda- pest en gist allar nætur á góðu hóteli í Vín. Seinni ferðin hefst 2. nóvem- ber. Gist verður í 7 nætur í smábæ við Moselána sem heitir Leiwen. Þaðan verða farnar ferðir flesta daga. Bændur verða heimsóttir. einnig gefst tækifæri til að versla smávegis í Frakklandi og Þýska- landi og margir markverðir staðir verða heimsóttir. Hugsanlegt er að farin verði írlandsferð enn einu sinni, en það yrði þá seinni hlutann í nóv- ember. Ekki er nákvæmlega vitað um verð á þessum ferðum, en örugg- lega verða þær fremur ódýrar miðað við aðrar sambærilegar ferðir. Hafið samband við Agnar eða Halldóru hjá Stéttarsambandi bænda í síma 91-630300 ef þið óskið eftir frekari upplýsingum um ferðirnar. BSc.- nám í búvísindum Umsóknarfrestur um nám við Búvísinda- deild Bændaskólans á Hvanneyri er til 10. júní nk. Athygli er vakin á inntökuskilyrðunum; stúdentsprófi af raungreinasviði eða hlið- stæðri menntun og búfræðiprófi með fyrstu einkunn. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 93-70000. Bændaskólinn á Hvanneyri Lífrœn rœktun f garðyrkju. Frh. afbls. 347. Lífræn efni jarðvegsins eru enn- fremur mikilvæg fæða fyrir margvís- legar lífverur jarðvegsins. Ríkt og öflugt líf í jarðveginum eflir líka hinar gagnlegu lífverur jarðvegsins í samkeppni þeirra við þær skaðlegu. í lífrænum jarðvegi eflist líka mynd- un svepparótar (mycorrhiza), sem eru sveppir sem setjast að í kringum rætur plantnanna og aðstoða plönt- urnar við upptöku næringarefna (einkum fosfórs) og fá að launum sykrur frá plöntnum. I ummyndunarferlinu brotna líf- rænu leifarnar fyrst niður í einföld sambönd, en í kjölfarið byggjast upp á ný önnur flókin sambönd sem lfkjast mjög húmusefnum jarðvegs- ins og eru mjög stöðug. Vel um- mynduð safnhaugamold er nánast eins og hreinn húmus og því jafn- framt mjög jarðvegsbætandi. Þegar yfirborð jarðvegsins er autt dregur úr húmusmagni jarðvegsins, þar sem húmusinn brotnar þá hraðar niður án þess að jarðvegurinn fái í staðinn ný lífræn efni. Jarðvegsþakning hef- ur því mjög jákvæð áhrif, bæði vegna þess að hún verndar jarðveginn og færir honum lífræn efni. Frh. í næsla blaði. 348 FREYR - 9*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.