Freyr

Årgang

Freyr - 01.06.1994, Side 26

Freyr - 01.06.1994, Side 26
 Nýja íbúðarhúsið á Porpum í Kirkjubólshreppi. Hver einasta spýta í húsinu er unnin úr rekavið af Porpafjörunni. Á myndinni má sjá Grétar Einarsson frá Hvanneyri, Hafdísi Sturlaugsdóttur og Matthías Lýðsson frá Húsavík i Kirkjttbóls- hreppi og Björn Pálsson, eiganda hússins. Ljósm. Árni Snœbjörnsson. Svipmyndir af nýjungum f nýtingu rekaviðar á Ströndum Árni Snœbjörnsson, hlunnindaráðunautur BÍ í þeim samdrœtti sem ríkt hefur í hefðbundnum landbúnaði á undanförnum árum og ekki er séð fyrir endann á ennþá, hefur í vaxandi mœli verið leitað nýrra leiða til atvinnusköp- unar í dreifbýli. Þar á meðal að nýta betur ýmis hlunnindi sem til staðar eru í mörgum landshlutum. Rekaviður er ein grein hlunninda sem nýtt hefur verið um aldir, en á síðustu árum hefur talsvert vantað á að um fullnaðarnýtingu væri að ræða. Ýmislegt veldur þessu og ekki hvað síst tiltölulega lágt verð á inn- fluttu timbri og þverrandi vitund kaupandans um það að úr rekaviðn- um fæst mjög gott efni sem er á við það besta sem gerist í innfluttu timbri og oft jafnvel betra. Sam- dráttur í notkun á girðingarstaurum úr rekavið og líklega skortur á sam- ræmdu átaki í vinnslu og sölu á efni unnu úr reka hefur einnig haft sitt að segja. Að vísu er reki víða vel nýttur og til verulegra hlunninda, en ann- ars staðar vantar talsvert á að nýting sé sem skyldi. Verktakastarf í úrvinnslu reka. Á sl. vetri var stofnað hlutafélag nokkurra hlunnindabænda úr norð- anverðum Árneshreppi á Ströndum og er markmið þess úrvinnsla og markaðssetning á rekavið. Það eru bændur frá Ófeigsfirði, Dröngum og Reykjarfirði sem einkum standa að þessu og hafa þeir fest kaup á stór- virkri og mjög fullkominni, færan- legri sögunarstöð sem knúin er frá aflúttaki dráttarvélar. Auk þess að saga eigið timbur, hyggjast þeir fé- lagar bjóða rekabændum í Stranda- sýslu upp á sögun gegn greiðslu í timbri. Ef vel tekst til er hér komið af stað mjög athyglisvert verktaka- starf sem ætti að geta stóraukið nýt- ingu þess reka sem víða bíður sögun- ar. Þar sem samstæða þessi er mjög færanleg, er ekkert því til fyrirstöðu að fara með hana í aðra landshluta síðar, ef tilefni gefst til. Þá er í athugun að næsta skref yrði að vera jafnframt með afkastamikinn kurlara sem kurlaði afskurð, smávið 418 FREYR- 11*94

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.