Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1994, Blaðsíða 7

Freyr - 15.10.1994, Blaðsíða 7
______________FRfi RITSTJÓRN Kornrœkt Kornrækt hefur verið að festa sig í sessi hér á landi síðustu áratugi. Brautryðjandi í komrækt á þessari öld var Klemenz Kr. Kristjánsson, til- raunastjóri á Sámsstöðum, en hann hóf þar korn- ræktartilraunir um 1930 og hélt þeim áfram fram yfir 1960. Um miðja öldina náði kornrækt nokkurri útbreiðslu, einkum á Suður- og Austurlandi, en hún lagðist síðan að mestu niður á kuldaskeiðinu sem hófst um miðjan 7. áratug- inn og stóð fram yfir 1970. Einn bóndi, Eggert Olafsson á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, þraukaði af kuldaskeiðið og hélt áfram kornrækt óslitið og hann, og síðan Olafur sonur hans, ásamt Kristni Jónssyni tilraunastjóra á Sáms- stöðum, arftaka Klemenzar báru kunnáttuna áfram þegar áhugi bænda jókst aftur eftir að kuldaskeiðið var liðið hjá. A ýmsu hefur gengið í kornrækt hér á landi síðastliðinn tæpan aldarfjórðung, skipst hafa á góð og léleg kornár en áfram hefur miðað. Mikil reynsla hefur fengist um það hvar unnt er að stunda kornrækt með viðunandi árangri. Flösku- hálsinn í þeim efnum er hitasumman, en bygg þarf um 1300 daggráður yfir vaxtartímann, þ.e. samanlagðan meðalhita daga frá sáningu til uppskeru, og vaxtartíminn þarf auk þess að ná fjórum mánuðum. Þessi skilyrði eru að jafnaði uppfyllt í austanverðri Rangárvallasýslu, en komrækt er umfangsmest undir Eyjafjöllum og í Landeyjum. Komrækt hefur verið að aukast í Amessýslu og tekist vel í góðum sumrum, en þar er að jafnaði ekki unnt að sá eins snemma og austar í sveitum, auk þess sem frostnætur á sumrin geta tekið fyrir kornþroska, einkum í uppsveitum. Nýliðið sumar, 1994, var gott ár til kornræktar um allt land, hiti var yfir meðallagi og hvergi urðu frostskemmdir. Þá var úrkoma næg, en sól- skin lítið á Suðurlandi og seinkaði það þroska, en haustið bætti það upp. Gera má ráð fyrir að meðaluppskera hafi verið yfir tvö tonn á ha og að undir korni hafi verið yfir 500 ha á landinu. Þrjú ár eru síðan hópur bænda í Eyjafirði hóf komrækt. Þar var sáð í ár í um 50 ha alls og skilaði það góðum árangri. Einnig var í ár ræktað kom í Skagafirði og tókst það,allvel. Kornrækt á Austurlandi á sér nokkurra áratuga sögu en hefur verið minni umfangs á síðari árum en áður. Sama má segja um komrækt í Skaftafellssýslum. Kornrækt hér á landi hentar best sem aukabú- grein með kúabúskap, þannig að unnt sé að spara kjarnfóðurkaup. 1 Austur-Landeyjum er starfandi þurrkunarstöð fyrir korn í eigu bænda, Akra- fóður sf., og á Þorvaldseyri er korn einnig þurrkað. Ódýrast fyrir bændur er hins vegar að súrsa kornið í loftþéttum ílátum, tunnum eða stórsekkjum, og valsa það eftir hendinni. Þannig eykur kornið fjölbreytni í fóðrun og er lyst- aukandi fyrir gripina. Korn er aðeins í litlum mæli söluvara, þó að smávegis sé selt sem hesta- fóður og fari til manneldis. Þá er mikið af korn- hálmi selt til svepparæktar. Við mat á hag- kvæmni komræktar er kornið verðlagt eins og innflutt korn. Á síðari árum hefur verð á korni á heimsmarkaði farið lækkandi, jafnframt því sem viðskipti hafa orðið greiðari með gildistöku samninga um Evrópska efnahagssvæðið (EES). I framhaldi af því mun kjarnfóðurgjald hverfa hér á landi um næstu áramót. I stað þess eiga að koma verðjöfnunargjöld á innfluttar búvörur. Þess verður að vænta að þau gjöld verði lögð á innflutt korn, eins og samningar mæla fyrir um, þannig að jafnað verði fyrir þær niðurgreiðslur sem eru á komverði erlendis. Annar kostur til að jafna þennan mun er að framfylgja gildandi jarðabótalögum um framlag út á kornrækt. Á undanförnum árum hefur verið leitað leiða til að auka fjölbreytni í íslenskum landbúnaði og bæta upp samdrátt í hefðbundnum búgreinum. Þar hefur sumt tekist vel en annað síður. Óhætt er að fullyrða að kornrækt er meðal þeirra greina sem sannað hafa gildi sig og fundið sinn sess með þeim búrekstri sem fyrir er. Þar hefur verið og er enn verið að auka hagkvæmnina og tryggja stöðu greinarinnar. Þannig tókst að lækka verð á innfluttu sáðkorni með því að kornbændur hófu sjálfir innflutning á því og á vegum Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins er unnið að kynbótum á byggi og eru nýir stofnar þegar komnir í fram- ræktun og eru væntanlegir í almenna ræktun á allra næstu árum. M.E. 20*94 - FREYR 727

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.