Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1994, Blaðsíða 11

Freyr - 15.10.1994, Blaðsíða 11
Gamli og nýi bœrinn á Uppsöhtm í Blönduhlíti. Já og ég kynntist honum vel. Þetta var einstakur maður á marga lund, mikill áhugamaður um bútækni hvers konar og frjór í hugsun. Hann var frekar seintekinn en ákaflega raungóður og ágætur verkstjóri, hafði mjög gott lag á strákunum. Hann skildi það að ýmislegt gat komið fyrir, hestur fælst og aktygi slitnað, og hann var þá ekkert að fjasa um það, eða þótt vél bilaði. Hann virti ákaflega mikils stundvísi og að menn héldu sig að vinnu. Ég vann þarna alveg sumarið eftir yngri deildina. Ég byrjaði fljótlega í fjósinu um vorið og það fór þannig að ég var í fjósinu allt sumarið. Fjósverkin hófust kl. 6 á morgnana og stóðu fram að hádegi og aftur frá kl. 15:30 og fram á kvöld. Milli hádegis og kaffis var ég svo í öðrum verkum. Vinnutíminn var þannig frá kl. 6 á morgnana þangað til kl. 9 eða 9:30 á kvöldin. Svo eftir kvöld- mjaltimar fór maður í fótbolta fram undir miðnætti. Þetta var þannig mjög reglusamt líf og ég efa að ég hafi í annan tíma haft meira upp. Kennarar skólans itm þetta leyti? Guðmundur Jónsson kenndi jarð- ræktarfærði, Runólfur kenndi búfjár- fræði og þriðji aðalkennarinn var Haukur Jörundarson. Auk þess var Ellert Finnbogason leikfimi- og smíðakennari. Haustið 1945 kom Stefán Jónsson sem kennari að skól- anum. Hans greinar voru efnafræði, lífeðlisfræði, eðlisfræði og stærð- fræði og kennsla hans var með mikl- um ágætum. Hann var þá nýkominn frá Danmörku þar sem hann hafði verið öll stríðsárin. í bændadeild kynntist maður Guð- mundi ekki mikið nema sem kenn- ara. Hann var þá líka forstöðumaður Búreikningastofu landbúnaðarins. Ekki minnist ég mikillar fjarrveru hans frá kennslu vegna þess starfs. Allir kennararnir voru vinsælir af nemendum, en Guðmundur og Stefán hafa líklega verið lagnastir að líða á fyrri veturinn í Bænda- skólanum að það form sem hafði verið á verknáminu mundi ekki ganga lengur upp, þ.e. nemendur unnu þarna mikið til sumarið á milli skólavetra og unnu þá fyrir fæðis- kostnaði næsta vetur. Þetta gekk meðan fjölmennara var á heimilum. Staðan hjá mér var að vísu þannig að ekki var þörf fyrir ntig við bú- störfin heima, en nokkur hópur nemenda sagði að ef þeir þyrftu að vera bundnir allt sumarið í verk- námi, þá neyddust þeir til að hætta í skólanum, það mikil væri þörfin fyrir þá heima. Það varð til þess að eftir nokkrar umræður og þjark þá var þessum reglum breytt. Það var gert með fulltingi ráðuneytisins, sem þá hét Atvinnumálaráðuneyti. Þetta varð auðvitað til þess að við greidd- um okkar fæði sjálfir veturinn eftir. En var orðiit full þörffyrir allt þetta vinnuafl á Hvanneyri á sumrin? Hafði ekki tæknin þá haldið innreið sína við hústörfin? Það var tæplega þá. Vélamar voru að koma en hestaverkfæri voru þó enn töluvert mikið notuð sumarið milli 1. og 2. bekkjar og sumarið þar á eftir jafnvel líka. Það er ekki fyrr en á árunum 1947-1949 sem vélun- um fjölgar þarna verulega. Eftir þann tíma þurfti einkum unglinga til að aka vélunum. Var Guðmundur Jóhannesson ráðsmaður á þessum árum? Bjarni á Uppsölum ferðbúinn. . 20*94 - FREYR 731

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.