Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1994, Blaðsíða 28

Freyr - 15.10.1994, Blaðsíða 28
Fóðrun sláturgrísa Pétur Sigtryggsson Markmið svínabænda hlýtur að vera að framleiða eins mikið af góðu kjöti með hæfilegri fitu á eins ódýran hátt og hægt er. Til þess að ná þessu markmiði verður svínabóndinn að eiga gott og full- komið svínahús og síðast en ekki síst bústofn sem býr yfir miklum vaxtarhraða og Iítilli fitusöfnun, því markmiðið er að framleiða kjöt en ekki fitu. Einnig verður verð á fóðri að vera þannig að neytendur geti fengið gott svína- kjöt á hóflegu verði. Nú, þegar fyrirhugað er að leyfa innflutning á unnum kjötvörum úr svínakjöti hlýtur það að vera sanngjörn og eðlileg krafa neytenda og svína- bænda að verð á fóðri hér á landi sé svipað og erlendis því annars eru litlar líkur á að neytendur geti fengið íslenskt svínakjöt á sama verði og það innflutta. Sláturgrísinn nýtir fóðrið í þessari röð: (1) til viðhalds lífsstarfseminni, (2) til vaxtar beinum og líffærum, (3) til myndunar kjöts eða vöðva og að lokum (4) til myndunar fitu. Hversu mikið fóður sláturgrís get- ur notað til að framleiða kjöt með lítilli fitu fer að sjálfsögðu eftir erfðaeiginleikum hans. Tilgangur afkvæmarannsókna, kjötrannsókna og skýrsluhalds er að afla upplýsinga um erfðaeiginleika svína, t.d. varðandi vaxtahraða, kjöt- gæði, fitusöfnun og fóðurnýtingu. Síðan eru þessar upplýsingar not- aðar til að velja hæfustu svínin til undaneldis. Gott dæmi um mikinn árangur af afkvæmarannsóknum, kjötrannsóknum og víðtæku skýrslu- haldi er sá mikli árangur sem náðst hefur í sauðfjárrækt og nautgripa- rækt hér á landi. Rétt er að minna á að allt fram að árinu 1981 voru nánast engar upp- lýsingar til um íslenska svína- stofninn, t.d. um aldur við slátrun, vaxtarhraða, kjötgæði, fitusöfnun o.s.frv. Niðurstöður afkvæma- rannsókna í svínarækt sýna að þess- ar rannsóknir hafa skilað miklum Pétur Sigtryggsson. árangri, t.d. hefur vaxtarhraði slátur- grísa aukist úr 368 g á dag frá fæðingu til slátrunar 1989 upp í rúmlega 500 g á dag 1992 hjá færustu og áhugasömustu svína- bændunum án þess að of mikil fita komi í veg fyrir að sláturgrísirnir fari í afurðaflokkana Grís I* og Grís I. Einnig sýna niðurstöður afkvæma- rannsókna 1992 að ekkert er því til fyrirstöðu að færustu og áhuga- sömustu svínabændurnir geti fram- leitt sláturgrísi með 60-65 kg fall- þunga í afurðaflokkana Grís I* og Grís I á 160-180 dögum, eða náð svipuðum árangri og starfsbræður þeirra erlendis. Áður en byrjað er að gera grein fyrir fóðrun sláturgrísa er við hæfi að rifja upp nokkur atriði sem skipta miklu við kynbætur búfjár. Aifgengi Þar sem að baki mældra eigin- leika, sem mestu máli skipta í búfjárrækt og búskap almennt, eru flókin og margbrotin erfðalögmál er beitt tölfræðilegum aðferðum til að komast að raun um og gefa til kynna að hve miklu leyti erfðirnar eiga hlut í breytileika hvers erfðahóps. Sá hluti breytileikans sem orsakast af mismunandi genasamsetningu kall- ast arfgengi og er það metið og túlkað nteð tölunum 0,0-1,0. Þegar arfgengi er 1,0 orsakast allur breyti- leikinn af erfðum, en sé arfgengið 0,0 orsakast allur breytileikinn af atvikum og umhverfi. í kynbótastarfinu er nauðsynlegt að vita um hlut erfðanna í mismun og breytileika innan erfðahóps, því að ræktunaraðferðir verða ætíð að miðast við arfgengið. Því hærra sem arfgengið er því auðveldara er að breyta eðlisfari búfjárstofna með vali undaneldisgripa. Þannig er að vænta mikils árangurs á skömmum tíma, ef arfgengi eiginleikanna er yfir 0,40 og bestu einstaklingarnir eru valdir til undaneldis. Einnig má vænta góðs árangurs með vali bestu einstaklinga til undaneldis, ef arf- gengið er á bilinu 0,20-0,40, en það tekur að sjálfsögðu lengri tíma að breyta eðilsfarinu eftir því sem arf- gengið er lægra. Þegar arfgengið er undir 0,20, tekur oftast langan tíma að breyta eðlisfarinu með vali und- aneldisgripa þar sem mestur hluti af breytileikanum innan erfðahópsins orsakast af atvikum og umhverfi. Frjósemi gyltna eða fjöldi grísa í goti hefur arfgengið 0,10, en það segir okkur að fóðrun, meðferð, húsakostur o.s.frv hefur mest að segja um tjölda grísa í goti. Dæmi um arfgengi ýmissa eigin- leika svína: 1) Fjöldi grísa í goti við fæðingu 0,10 2) Fjöldi grísa úr goti við fráfærur 0,10 3) Fæðingarþungi grísa 0,10 4) Þyngd grísa við fráfærur 0,15 5) Snúðtrýni 0,20 6) Vaxtarhraði 0,35 7) Fituþykkt á hrygg yfir 0,50 8) Fituþykkt á síðu 0,60 9) Skrokklengd 0,50 10) Stærð hryggvöðvans 0,60 11) Fóðurnýting 0,35 12) Fótagerð 0,45* Heimild: Avl og produktion of svin 1983, bls. 22-24. *j0rgensen og Vestergaard, 1990: Genetics of Leg Weakness in Boars ...: Acta Agric. Scand., 40:59-69. Með fóðurnýtingu er átt við hve margar fóðureiningar þurfi til að grís þyngist um 1 kg. Það er einkum 748 FREYR - 20*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.