Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1994, Blaðsíða 36

Freyr - 15.10.1994, Blaðsíða 36
Nýjung í hönnun dráttarvéla Bútæknideild norska búnaðarhá- skólans, Norsk Hydro Profiler A/S og Skógtæknideildin í Nydalen í Osló eru að þróa létta dráttarvél sem er 40% léttari en venjulegar dráttarvélar. Rannsóknaráðið í Noregi er fjórði aðilinn sem fjármagnar þetta verkefni. Verið er að hanna traktorinn á verk- stæðum Bútæknideildarinnar og verð- ur frumgerð hans tilbúin á næsta ári, 1995. Dráttarvélin verður smíðuð hjá Skógtæknideildinni og verða 20-50 traktorar framleiddir til að byrja með. Með þessari nýju dráttarvél er breytt út af 77 ára gamalli hugmynd sem nútíma landbúnaðartraktorar byggjast á. I stað þess að nota dráttarbita beitir þessi létta dráttarvél vökvaafli eða Bytur vélaraflið á afltengiás við notkun tækja. Af þeim sökum, segir í frétt í blaði norska búnaðarháskólans, NLA-nytt, þarf traktorinn ekki að vera eins þungur og hefðbundnar dráttarvélar. Rammi traktorsins og margir aðrir hlutar hans eru gerðir úr áli svo að dráttarvélin er rúmlega 2000 kg að þyngd. Vegna þess hvað traktorinn er léttur og einnig að hann er á breiðum dekkjum með litlum loftþrýstingi, þjappar hann jarðveginn miklu minna en venjulegar dráttarvélar. Jan Káre Böe, verkefnisstjóri í Bú- tæknideildinni, vonar að frumgerðin komist í gagnið í sumar og að nýja vélin verði sýnd á norsku landbúnað- arsýningunni Landbruk ‘95. Söluverð dráttarvélarinnar er áætlað um 3 mill- jónir ísl. kr. NLH - nytt Svona lítur léttstíga dráttarvélin út MOlflR Dráttarvélaverk- smiðjur anna ekki eftirspurn Sala á dráttarvélum hefur glæðst svo mjög að nú er orðinn biðtími eftir afgreiðslu á þeim að því blaðið Landsbygdens Folk hermir. Undanfarin ár hafa dráttarvéla- verksmiðjur minnkað afköst sín svo mikið að þær eiga erfitt með að anna pöntunum evrópska bænda. Þær hafa ekki undan eftirspurn. Batans var fyrst vart í Bretlandi en þar jókst sala dráttarvéla í fyrra urn þriðjung, að nokkru vegna lækkaðra skatta. Á Norðurlöndum hefur salan líka tekið kipp að sögn sænska blaðsins ATL. í Danmörku jókst hún um 72% fyrstu fimm mánuði ársins og í Svíþjóð um 38% á fyrra helmingi ársins. Vissar tegundir dráttarvéla hafa þó ekki náð söluprósentu sl. árs í Svíþjóð og er það talið stafa af því að önnur lönd selja langt umfram það sem búist hafði verið við. 756 FREYR - 2CT94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.