Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1994, Blaðsíða 20

Freyr - 15.10.1994, Blaðsíða 20
voru með rúmlega 20 kýr og voru meðalafurðir um 8.700 kg, þannig að um var að ræða eitt afurðamesta bú í Noregi. Ekki fengustu ná- kvæmar upplýsingar um kjam- fóðurnotkun, en hún var gríðarlega mikil og kjamfóður gefið fjórum sinnum á dag. Hins vegar var einnig greinilegt að fóðrun var framkvæmd af mikilli kunnáttu. Allir nautkálfar voru aldir til kjötframleiðslu og slátrað 18 mánaða gömlum með um 300 kg fallþunga. A búinu voru auk þess um 120 ær. Við búið störfuðu fjórir, en faðir þeirra var þama á fullu í búskapnum, en hann var nýkomin á eftirlaun þannig að þeir sögðust hafa tekið hann af launaskrá á búinu. Athygli vakti að á enda- básum í fjósi voru blendingskýr undan holdanautum sem höfðu kálfa Mjólk og kjöt sem fœða. Annar meginmálaflokkur ráð- stefnunnar hafði yfirskriftina: Mjólk og kjöt sem fæða. Prófessor Jan I. Pedersen frá Osló fjallaði þar um næringargildi þessara afurða og gildi þeirra í almennri fæðu neytenda í dag. Hann byrjaði á að minna á að þessar afurðir hefðu verið meginuppistaða í fæðu fólks á Norðurlöndum um aldaraðir og væru enn. Hann benti á að mjólk væri með mikilvægustu næringarefnum fyrir fólk í þessum löndum og almennt hollustugildi mjólkur væri um margt óumdeilt. Hins vegar væri ekki mögulegt að finna neitt algilt sam- band heilbrigðis og mjólkumeyslu. Meðal langlífustu þjóða heims væru Japanir, Frakkar og íslendingar. Hjá Setning 24. fundar NÖK á bryggjunni. (LjAsm. jfihannesToifason). sem sugu þær, en þetta sögðu þeir engin vandkvæði skapa í fjósi fyrir aðrar kýr. Eins og íslenskir bændur þekkja vel sögðu þeir að mikil um- frammjólk færi í ungkálfa. Það sem vakti athygli var að kýmar voru margar nýbomar eða komnar að burði og nær allar kýr á búinu bera í júní og júlí. Álagsgreiðslur á mjólk á þessu svæði með tilliti til árstíma eru í júní og júlí. Á búinu var verið að endumýja heygeymslur og voru byggðir fjórir turnar undir einu þaki, steyptir, en áður var vothey verkað í flatgryfju. Um helmingur heyöflunar var sóttur á leiguland þar sem yfir- leitt var um að ræða leigu frá ári til árs og töldu þeir það alvarlegast veikleika búrekstrarins. þeirri fyrstu væri mjólkurnneysla sáralítil, hjá Frökkum í meðallagi en íslendingar hefðu mestu mjólkur- neyslu á íbúa allra þjóða. Gildi mjólkur í næringu tengist öðru frem- ur því hve mikilvægur gjafi hún er af gæðapróteini, auk þess sem veru- legur hluti af kalsíumneyslu fólks kemur þaðan. Varðandi það skiptir að vísu máli að nýting kalsíums í fæðu er háð D vítamíni sem mjólk er fremur snauð af og þess vegna er víða um heim farið að D-vítamín- bæta mjólk. Að öðru leyti er mjólk góður bætiefna- og steinefnagjafi að undanskildu járni. Kjötneysla á Norðurlöndunum er ákaflega breytileg. í Noregi er hún minnst, aðeins tæp 50 kg á íbúa á ári, en um 100 kg í Danmörku. Finnland og Svíþjóð liggja þar nokkuð mitt á milli, en hér á landi er neyslan eins og lesendur vafalítið þekkja um 65 kg. Skipting kjöt- neyslu eftir kjöttegundum er síðan gífurlega breytileg. í Noregi er t.d. kjötneyslan að stærstum hluta nauta- og svínakjöt með nokkuð jafnri skiptingu milli tegunda. Gæði kjötsins eru öðru fremur fólgin í góðu próteini og tiltölulega miklu magni flestra bætiefna og steinefna. Vandamál beggja þessara fæðu- flokka, mjólkur og kjöts, í neyslu- ferli nútímans er tiltölulega mikið magn af fitu ( ákaflega breytilegt í kjöti) og það að megnið af þeirri fitu er mettuð fita. Breyting á nœringargildi búfjárafurða með kynbótum. Bemt Bech Andersen sem nú nýverið hefur tekið við fram- kvæmdastjóm hinnar miklu búfjár- rannsóknarstöðvar Dana í Foulum fjallaði um ýmsa möguleika til að hafa áhrif á næringargildi þeirrar búvöru sem framleidd væri af naut- gripum. Hann minnti fyrst á hina almennu þróun að matvörur yrðu sífellt ódýr- ari og hlutfallslega minni þáttur í útgjöldum hins almenna neytanda. Jafnhliða þessari þróun hefði vitund neytenda um gæði og hollustu matvæla aukist og sífellt kæmu fram nýjar og breyttar kröfur. Miklir möguleikar væru fyrir landbúnaðinn til að koma til móts við þetta, en til að árangur næðist krefðist það virks kerfis í dreifingu og sölu vörunnar, góðs gæðaeftirlits á öllum stigum og verðáhrifa sem skiluðu sér frá neyt- enda til framleiðenda. í sambandi við mjólk fjallaði hann um breytingu síðari ára á verðhlut- föllum próteins og fitu og að allt benti enn til aukins vægis pró- teinsins | í framtíðinni. Þessu hefði verið mætt með virku ræktunarstarfi sem væri þýðingarmest til lengri tíma litið. Ýmis áhrif fóðrunar til stýringar væru einnig vel þekkt. Með aukinni kjarfóðurgjöf þar sem séð er fyrir að próteinþöifum sé mætt sýndi fjöldi tilrauna að pró- teinprósenta mjólkur hækkaði en fituprósenta lækkaði. Þegar slík fóðrun er keyrð út í öfgar verða áhrifin mikil en þá er nánast um að 740 FREYR - 2094

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.