Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1994, Blaðsíða 24

Freyr - 15.10.1994, Blaðsíða 24
Júgurskemmdir hjá kvígum í uppeldi Jón Viðar Jónmundsson Á síðustu árum hefur athygli mjólkurframleiðenda í vaxandi mœli beinst að mjólkurgœðum og í beinum tengslum við það að júgurheilbrigði kúnna. Frumutala mjólkur, sem er óbeinn mœlikvarði á júgurheilbrigði, hefur verið gerð að þœtti í gœðamati mjólkur og flest bendir til að áhersla á þessa þœtti fari enn vaxandi á nœstu misserum. Það fer ekki milli mála að júgur- bólga er lang alvarlegasti sjúkdómur í kúm sem íslenskir mjólkurfram- leiðendur þurfa að berjast við. Fjöl- margir þættir hafa áhrif á júgurheil- brigði kúnna. Þar er um að ræða þætti sem tengjast eðli gripsins sjálfs og umhverfi hans í víðustu merkingu, eins og fjós, gerð þess, hirðing, loftræsting og fleiri þættir, áhrif fjósamannsins við hirðingu, þrif og mjaltir, mjaltavélar og þannig má lengi telja. Upplýsingar úr ýmsum áttum sýna að júgurheilbrigði kúnna hér á landi þarf að bæta. Þar má m.a. benda á nýlega grein Ólafs Valssonar hér í blaðinu, sjá 6. tbl. bls. 223, sem sýnir að útbreiðsla á smitandi júgur- bólgu er miklu meiri hér á landi en víðast í nálægum löndum. Vinna, m.a Ólafs Jónssonar dýralæknis í Eyjafirði, hefur sýnt að með skipulegu starfi þar sem orsakir vandans eru fundnar og brugðist er við þeim á skipulegan hátt getur skilað miklum árangri á skömmum tíma. Víða erlendis hefur mikið verið gert af rannsóknum þar sem leitað er þátta sem hafa mikil áhrif á júg- urheilbrigði og mjólkurgæði. Þetta er mjög oft gert með könnunum þar sem borin eru saman bú þar sem gott og slæmt ástand er í þessum efnum, líkt og Torfi Jóhannesson gerði í aðalverkefni sínu við Bú- vísindadeildina á Hvanneyri árið 1993, en hann hefur, ásamt Ólafi Jónssyni, gert grein fyrir niður- stöðum þess í greinum hér í blaðinu á þessu ári, sjá 8. og 9. tbl. Mjög al- gengt er að sjá í slíkum athugunum 744 FREYR - 2(794 Jón Viðar Jónmundsson. frá nálægum löndum að nær allir þættir sem sýna mjög skýran mun í slíkum samanburði eru þættir sem tengjast mjöltum eða mjaltatækjun- um og meðferð þeirra. Skemmdir á júgrum vegna sogs Hér á eftir vil ég aðeins víkja að einum þætti sem mér hefur á síðustu árum virst að kynni í suntum fjósunt að vera vandamál í sambandi við júgurheilbrigði kúnna. Þar er um að ræða skemmdir á gripunt í uppeldi vegna sogs hjá gripum. Ekki eru tiltækar neinar tölulegar niðurstöður til að renna stoðum undir þetta, heldur byggi ég hér á þeirri til- finningu sem ég hef fengið fyrir þessum þætti út frá því sem ég hef séð og bændur rætt um við mig í heimsóknum mínum. Hér er þó um að ræða heimsóknir í nokkur hundr- uð fjós hér á landi á hverju ári. Með stækkun kúabúanna og nýj- um fjósum hefur það orðið æ al- gengara að kvígurnar eru aldar upp í lausagöngu. oft í stórum hópurn í stíum. Einnig sýnist mér sífellt algengara að kálfar séu hafðir í hóp- stíum. Við þessar aðstæður er ekki óalgengt að hjá sumurn gripum komi fram eðli til að sjúga aðra gripi. Allmikið virðist um að kvígur séu sýktar af júgurbólgu þegar þær bera fyrsta kálfi og gefur auga leið að slíkir gripir verða aldrei langlífir í framleiðslu og tjón þegar slíkt gerist því umtalsvert. Einnig er nokkuð um kvígur sem hafa lokaða spena eða óvirka júgurhluta þegar þær bera fyrsta kálfi og virðist ekki ólíklegt að þetta megi mjög oft rekja til skaða í uppeldi, sem ég hygg að oft geti verið sogskemmdir. Erlendar kannanir á sogi Þegar hugað er að þessu efni í erlendum skrifum blasir glöggt við að vandamálið með sog hjá gripum er vel þekkt. Hins vegar er hér unt að ræða þátt sem erfitt er að gera beinar tilraunir með og því fátt slíkt sem vitna má til. Fyrir nokkrum árum var gerð könnun í þessum efnum í Noregi sem byggði á því að senda spurn- ingalista til bænda og vinna úr þeim upplýsingum sent þannig var aflað. Könnunin var bundin við á þriðja hundrað lausagöngufjósa þar í landi. Þar kom frant að á yftr helmingi

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.