Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1994, Blaðsíða 15

Freyr - 15.10.1994, Blaðsíða 15
Minnisvarði um fyrstu skólastjórahjónin ó Reykjum Minnisvarði um skólastjórahjónin Elnu og Unnstein Olafsson var afhjúpaður á Reykjum í Ölfusi 13. ágúst sl. Var það gert að frum- kvæði nemenda og vina skóla- stjórahjónanna. Á hálfraraldarafmæli Garðyrkju- skóla ríkisins kom fram tillaga frá þessum aðilum um að efnt yrði til fjársöfnunar í þeim tilgangi að reisa minnisvarða um skólastjórahjónin í heiðursskyni við mikilsvert braut- ryðjandastarf í þágu skólans í tæpa þrjá áratugi. Tillagan hlaut góðar undirtektir og fól undirbúningsnefnd Helga Gíslasyni myndhöggvara að gera minnisvarðann. Reynir Vilhjálmsson afhenti f.h. undirbúningsnefndar Grétari Unn- steinssyni skólastjóra f.h. Garð- yrkjuskólans minnisvarðan til um- sjónar, en Steinunn Elna Eyjólfs- dóttir, bamabarn þeirra Elnu og Unnsteins, afhjúpaði hann. Skóla- stjóri gat þess að listaverkið yrði í landi sem héti Unnsteinslundur. Þá kvaddi Jón H. Bjömsson sér hljóðs og sagði frá gróðursetningu í iundinum sem hann annaðist ásamt öðrum nemendum árið 1944. Var þá gestum boðið til samsætis í Garð- yrkjuskólanum þar sem skólastjóri ávarpaði þá og þakkaði fyrir hönd skólans og móður sinnar, Elnu Ól- afsson, öllum þeim sem höfðu stuðlað að framgangi málsins. Þá flutti Magnús H. Gíslason ræðu þurfti þess, bæði við að ræða við bændur um það hvemig staðið skyldi að ræktuninni og við skurða- mælingar. Kannski hafa mesta leið- beiningamar farið fram samhliða skurðamælingunum. Bændumir voru í flestum tilfellum með manni við þetta og þeir höfðu mjög mikinn áhuga á þessu. Það hefur verið talað um að bænd- ur hafi verið hvattir til að gera hitt og þetta, þegar komið var fram á tíma offramleiðslunnar og það þurfti Elna Ólafsson og minnisvarðinn að Reykjum. og rakti starf Unnsteins og þeirra hjóna á Reykjum. Halldór O. Jóns- son fór með kvæði eftir Unnstein skólastjóra, er hann hafði flutt við skólaslit 1941. Loks rakti Grétar að finna einhvem til að hengja. Mál- ið var hins vegar það að landbún- aðarlöggjöfin um þetta leyti var öll mjög framleiðsluhvetjandi. Sem ráðu- nautur og leiðbeinandi þurfti ég ekki að hvetja bændur til að gera hlutina. Vandamál Ræktunarsambandsins hjá okkur var löngum það helst að við höfðum ekki nóg af vélum, gröfum og ýtum til að verkin gengju eins hratt og menn vildu. M.E. Unnsteinsson nokkuð sögu Garð- yrkjuskólans og það sem efst væri á baugi í málefnum hans, þakkaði gestum komuna og bauð þeim að ganga um staðinn. í undirbúningsnefnd vegna minn- isvarðans sátu Halldór Ó. Jónsson, Magnús H. Gíslason, Reynir Vil- hjálmsson og Svavar Kjærnested. Jón Unnsteinn Ólafsson var fædd- ur 11. febrúar 1913 að Stóru-Ás- geirsá í Víðidal, V.-Hún. Hann lauk fyrstur íslendinga kandídataprófi í garðyrkju frá Landbúnaðarháskól- anum í Kaupmannahöfn 1938 og gerðist árið 1939 skólastjóri Garð- yrkjuskóla ríkisins. Gegndi hann því starfi til dauðadags, 22. nóvember 1966. Unnsteinn kvæntist 1937 Elnu Christiansen frá Bjergby á Norður- Jótlandi og lifir hún mann sinn. J.J.D. MOLRR Gin- og klaufaveiki komin upp í Grikklandi Gin- og klaufaveiki er komin upp í Grikklandi, nánar tiltekið á eyjunni Lesbos og í Xanþía-héraði. Hafa yfirdýralæknar í Áustur-Norðlönd- um varað ferðamenn við smithættu af smygluðu kjöti. Gin- og klaufa- veiki getur m.a. breiðst út með kjötleifum sem gefnar eru dýrum. Smit getur líka borist með fötum og skóm sem notaðir eru á ferðum í Grikklandi, einkum ef menn hafa komið í hús eða á svæði þar sem skepnur eru. Gríski yfirdýralæknirinn gaf út í ágústbyrjun tilkynningu um varúð gegn gin- og klaufaveikinni en grun- ur leikur á að sjúkdómurinn hafi borist til landsins þegar í júní með sauðfé sem smyglað var frá Tyrk- landi. 2CT94 - FREYR 735

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.