Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1994, Blaðsíða 19

Freyr - 15.10.1994, Blaðsíða 19
Nyvágar Rorbu-Hotel, þar sem fimdurinn var haldimi. Gisting er í húsunum fremst á myndinni, en ráðstefnu- og veitingaaðstaða fjœr.fLjósm. Jóhumws Tmfason). Notkun áburðar og illgresiseyðing- arefna er hverfandi í samanburði við það sem þekkist á suðlægari breidd- argráðum. Um er að ræða stöðugt ræktunarkerfi í grasræktinni með mikilli notkun á búfjáráburði. Hann benti á að þetta væru yfir- leitt strjálbyggð héruð og staða mála nú væri sú að framleiðsla á mjólk á þessum svæðum væri langt umfram þarfir íbúa þeirra, bæði í Finnlandi og Noregi, en nánast í jafnvægi í Svíþjóð. Finnskur tilraunastjóri, Kyllikki Lampinen, fjallaði einnig um kosti búfjárframleiðslu á norðlægum slóð- um. í erindi hennar voru dregin fram mörg sömu áhersluatriði og að fram- an eru nefnd. Lagði hún áherslu á að til að vinna sannfærandi að gæða- framleiðslu væri vottun framleiðsl- unnar mikilsvert mál. Mikið og traust skýrsluhald um búfé væri því lykilþáttur. Einnig skipti máli að Norðurlöndin héldu forystuhlutverki sínu í nautgriparækt með mikla áherslu á heilbrigði og hreysti gripa í ræktunarstarfinu. Undir þessum dagskrárlið kom síðan umfjöllun bænda um stöðu og starfshætti við þessar búskaparað- stæður. Jóhannes Torfason fjallaði um búskap íslenska bóndans og tókst vel upp og hlaut almennt lof áheyrenda á fundinum. Stöðu ís- lenska bóndans ættu lesendur þess- arar greinar að þekkja þannig að ekki þykir ástæða til að rekja það erindi frekar. Landbúnaður í Norður- Noregi Ole Johan Rist, sem er bóndi í Lófóten, gerði grein fyrir stöðu landbúnaðar á svæðinu og lífs- kjörum norðumorska bóndans. Hann er fyrst og fremst með mjólkurfram- leiðslu. Hann hafði rúmlega 13 kýr og voru meðalafurðir hjá honum um 7.200 kg eftir kúna. Samdráttur hefur verið mikill í landbúnaði í Norður-Noregi á síðustu tveimur áratugum. Jarðir eru örsmár, oft undir 10 ha. Samdrátturinn hefur leitt til að mjög almennt er að land- búnaður í dag byggi að verulegum hluta á leigulandi. Oft er aðeins um að ræða leigu frá ári til árs. í Lófóten sagði hann að 40% landsins sem í dag væri nýtt væri leiguland. Ekki er annað að sjá en þetta sé hengingaról á landbúnað á þessum slóðum. Þessar aðstæður leiða til að bændur halda að sér höndum í öllum framkvæmdum. Heyskapur var al- mennt ekki mikið kominn í gang á þessum slóðum þessa dagana, en sagt að hann hæfist almennt í fyrstu viku júlí í venjulegu árferði. Votheysverkun hefur verið á síðari árum allsráðandi heyverkunarað- ferð. Flatgryfjur og notkun sláttur- tætara hefur verið ráðandi, en votheysgeymslur sem byggðar eru í dag eru byggðar sem tumar. Rúllubaggatækni er orðin vel þekkt sem heyöflunaraðferð en hefur ekki hlotið neina viðlíka útbreiðslu og hér á landi. Ákaflega erfitt er að meta tekju- möguleika bænda á þessum slóðum á grunni afurðaverðs til bænda. Tekjur frá margslungnu og flóknu styrkjakerfi eru miklar. Ekki bar mönnum að öllu leyti saman um hversu miklar þær væru, en nefndar voru tölur á bilinu 50-70% sem hluti tekna í formi styrkja. Grunnur að mjólkurverði til bænda í Noregi er í dag um 35 kr. á lítra, en á þessu svæði eru álgsgreiðslur yfir tug króna til viðbótar á hvern lítra. Landbúnaður og fiskveiðar eru undirstaða byggðar í Norður-Noregi. Fram um 1960 tíðkaðist mikið samþætting þessar greina þannig að bændur sóttu vertíð, en slíkt lagðist að mestu af um 1960. Styrk og kosti búskapar á þessum slóðum mat Ole aðallega í hrein- leika, lítilli áburðamotkun og góð- um tími snemmsumars, frá vorönn- um til sláttar, sem gæfi gott svigrúm til að sinna viðhaldsvinnu á búinu. Vankantana mat hann mesta í vönt- un á betri stofnum jurta til ræktunar, ræktunaráföllum vegna kals og allt- of mikilli kjamfóðumotkun í fram- leiðslunni. Hann taldi einnig að það veikti landbúnað á svæðinu hversu gífurlega hann væri háður opinber- um styrkjum og sums staðar á svæð- inu skorti á faglegan styrk bænda. Afurðastöðvar á þessu svæði eru undantekningarlaust samvinnufyrir- tæki bænda. í Norður-Noregi eru 10 mjólkurbú, en um er að ræða land- svæði stærra en ísland og heildar mjólkurframleiðsla er nær tvöföld framleiðsla hér á landi. í landshlut- anum eru 7 sláturhús Heimsókn á fyrirmyndarbú. í ferðarlagi um héraðið voru heimsótt bú. I þeirri ferð sem ég fór kom ég á bú sem rekið er af tveim ungum bræðrum, sem greinilega voru mjög öflugir bændur og höfðu mjög góða fagmenntun í landbún- aði. Þeir höfðu áður unnið við stjómsýslustörf en snúið sér að bú- skap. Kvótinn á jörðinni var um 140.000 lítrar. Rétt er að nefna að mjólkurkvóti er þama bundinn jörð- um og öll sala eða leiga óheimil, þannig að hver og einn er fastur í því fari sem kvótinn myndar. Þeir 2<T94 - FREYR 739

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.