Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1994, Blaðsíða 8

Freyr - 15.10.1994, Blaðsíða 8
Það þurfti ekki að hvetja bœndur til framkvœmda Viðtal við Egil Bjarnason ráðunaut á Sauðárkróki, fyrri hluti. Egill Bjamason á Sauðárkróki á hvað lengstan starfsaldur allra héraðsráðunauta sem nú starfa. Hann var í hópi þeirra sem fyrstir hófu nám við framhaldsdeildina á Hvanneyri þegar deildin tók til starfa árið 1947 og útskrifaðist þaðan árið 1949. Freyr fór þess á leit við hann að hann segði lesendum blaðsins frá ýmsu þvi sem á daga hans hefur drifið og brást hann vel við því. Viltu byrja á að segja á þér deili? Ég er fæddur á Uppsölum í Akra- hreppi árið 1927 og ólst þar upp. Foreldrar mínir voru Sigurlaug Jón- asdóttir og Bjarni Halldórsson. Móðir mín var alin upp á Völlum á Hólmi (Vallhólmi) en faðir minn var alinn upp hér og þar með móður sinni. Foreldrar mínir keyptu Upp- sali árið 1925 og fluttu þá þangað. Við erum sjö systkinin og ég er í miðið, tvö þau elstu eru fædd á Völlum. Elsti bróðir minn er Halldór, búsettur í Hveragerði. Hann hefur unnið við fiskverkun í Þorlákshöfn og verið yfirkjötsmatsmaður á Suð- ur- og Vesturlandi. Kona hans er Antonía Bjarnadóttir, frá Borgar- nesi. Næst er Kristín, nú búsett á Sauð- árkróki, en bjó áður í Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit með nranni sínum, Maron Péturssyni. Svo er Jónas, rennismiður, búsett- ur á Akureyri. Kona hans er Rakel Grímsdóttir frá Kollsvfk í V,- Barðastrandarsýslu. Gísli er kennari við Laugagerðis- skóla á Snæfellsnesi, kona hans er Guðný Georgsdóttir frá Akureyri. Árni, býr á Uppsölum, kona hans er Sólveig Árnadóttir frá Skógarseli í S.-Þingeyjarsýslu. Yngst er svo Helga, kennari, nú búsett í Varmahlíð en áður á Frosta- stöðum. Maður hennar er Konráð Gíslason frá Eyhildarholti. Koiia þín? Kona mín er Alda Vilhjálmsdóttir frá Hvalnesi á Skaga en fædd í Vík- 728 FREYR - Z<T94 Egill Bjarnason, myndin er frá árínu 1954. um á Skaga. Foreldrar hennar eru Vilhjálmur Ámason frá Víkum og Ásta Kristmundsdóttir. Við eigum fjögur böm, Vilhjálm alþingismann, Bjama bónda í Hvalnesi, Árna, slát- urhússtjóra hjá KS á Sauðárkróki og Ástu fóstru og kennara, búsett á Akranesi. Hyernig búskapur var stundaður á æskuheiniili þínu? Búið var nær eingöngu sauðfjár- bú. ásamt með fáeinum hrossum, og kúm til heimilis. Seinna var svo farið að selja mjólk, nokkru eftir að mjólkursamlagið á Sauðárkróki var stofnað senr var um miðjan 4. ára- tuginn. Ég er þannig alinn upp við öll almenn sveitastörf. Hvaða tœkni var komin til að létta bústörfin þegar þú varst að alast upp? Þegar ég man fyrst eftir mér var farið að nota hestasláttuvélar, en ég man eftir þegar fyrstu hestasnún- ingsvélar og rakstrarvélamar komu. Hins vegar var slegið töluvert með orfi og ljá á túnum sem ekki voru véltæk og á engjum, þegar ég var að alast upp og lengur. Ég man svo aðeins eftir því að gerðar voru þaksléttur heima. Seinna man ég eftir plægingarmönn- um með hesta í umferðarvinnu á vegum Búnaðarfélags Akrahrepps. Eins man ég eftir mönnum sem handgrófu skurði í mörg ár á vegum búnaðarfélagsins. Þetta skilaði rækt- uninni allvel áfram miðað við ríkj- andi aðstæður. Starfsemi búnaðar- félaganna að ræktunarmálum varð því mikilvæg fyrir framþróun á jarð- ræktarsviðinu. Þegar hjóladráttarvélarnar komu til sögunnar keyptu mörg hreppa- búnaðarfélög sér slík tæki. Þessar vélar voru á jámhjólum og eingöngu notaður í jarðvinnslu. Þær höfðu geysimikla þýðingu, en á þeim tíma vantaði framræsluna til að ræktunin hæfist af krafti. Landið sem tekið var til ræktunar var víða of blautt. En voru áveitur á þessum tíma? Nei, ekki á þeim slóðum þar sem ég er alinn upp. Hins vegar voru áveitur á eylendinu, sem kallað er, þ. e. meðfram Héraðsvötnunum, bæði austan og vestan. V'oru fráfœrur á œskuheimili þínu? Já, það voru nokkrar kvíaær á hverju surnri á æskuárum mínu og við krakkamir höfðum þann starfa

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.