Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1994, Blaðsíða 12

Freyr - 15.10.1994, Blaðsíða 12
Fjórir af átta nemendum sem hófu nám vió Framhaldsdeildina á Hvanneyri þegar hún var stofnuð 1947, taldir frá vinstri: Aöalbjörn Benediktsson, E)>ill Bjarnason, Skqfti Benediktsson og Bjarni Arason. Fyrir framan þá situr Guðmundur Jónsson, skólastjóri. Myndin er tekin á Hvanneyri þegar minnst var 40 ára afmœlis deildar- innar, árið 1987. (Freysmynd). við að koma sínu inn í kollinn á okkur. íþróttir voru allmikið stundaðar og auk þess sem Ellert Finnbogason leiðbeindi okkur þá komu Jwna Axel Andrésson sendikennari ÍSÍ og Birgir Þorgilsson, seinna ferðamála- frömuður, þá búsettur í Reykholti, og kenndu okkur knattspyrnu. Sr. Guðmundur Sveinsson var þá prestur á Hvanneyri. Hann kenndi söng o.fl greinar. Síðan kenndi hann íslensku við Framhaldsdeild- ina. Sr. Guðmundur var mikilhæfur kennari. Vorið 1947 lauk ég búfræðiprófi og sama ár urðu skólastjóraskipti og Runólfur Sveinsson varð sandgræðslustjóri og flutti í Gunnarsholt. Guðmundur Jónsson tók þá við skólastjórn og fékk það fljótt í gegn að stofnuð yrði framhaldsdeild við skólann sem tæki til starfa um haustið. M.a. fyrir áeggjan Guð- mundar sótti ég strax um vorið um að komast í framhaldsdeildina um haustið, en þá var það að togast í mér hvort ég ætti að fara í kenn- aranám eða framhaldsnám í búfræði. En hvað gerðir þú þá um sumrið eftir búfrœðipróf? Um vorið fékk ég vinnu hjá Bún- aðarfélagi íslands sem 732 FREYR - 20*94 aðstoðarmaður hjá jarðræktarráðunauti við skurðamælingar o.fl. Jarðræktar- ráðunautar BI voru þá þeir Ásgeir L. Jónsson, Björn Bjamarson og Páll Hafstað sem þá var að hefja störf hjá félaginu. Ég aðstoðaði svo Pál þetta sumar, 1947, og við vorum í Dala- sýslu og á Vestfjörðunum. Þetta var mikil upplifun fyrir mig og ég hafði gott af þessu. Maður kynntist þessu starfi, landinu og fólkinu á þessum svæðum og að- stæðum þess. Mesta vinnan við mælingamar var í Dalasýslu og Reykhólasveit, en á Vestfjörðunum var vinnan öðrum þræði í því fólgin að fá yfirlit yfir ræktunarmöguleika á svæðinu. Síðan ert þú ífyrsta árganginum í Framhaldsdeidinni. Hverjir kenndu við hana? Auk þeirra kennara sem áður er getið þá bættist Gunnar Bjarnason þá í kennarahópinn. Hann hafði áður verið kennari á Hvanneyri þegar Runólfur Sveinsson fór í ársleyfi til Bandaríkjanna 1942 eða 1943. Hann kenndi hrossarækt og fleiri greinar á búfjárfræðisviðum. Nú hefur trúdega vantað ýmislegt til kennslunnar en ríkti ekki þarna nokkur „landnáms"-andi, bœði meðal nemenda og kennara? Jú, og ég held að sá baráttuandi hafi náð langt út yfir staðinn. Manni virtist þá að mikill áhugi væri bæði hjá Búnaðarfélagi íslands og At- vinnudeild Háskólans, sem þá var, að styðja þetta framtak. Fyrri veturinn í Framhaldsdeild- inni önnuðust heimamenn megin- hluta kennslunnar. Verknámið um sumarið og kennslu síðari veturinn önnuðust aftur^ mikið kennarar frá Búnaðarfélag íslands og Atvinnu- deild Háskólans, o.fl., meðal annars Hjalti Gestsson á Selfossi, sem kenndi nautgriparæktina. Halldór Pálsson kenndi sauðfjárræktina. Ásgeir L. Jónsson kenndi mikið, t.d. landmælingar og kortagerð. Björn Bjamarson kenndi framræsluna, Ingólfur Davíðsson kenndi grasa- fræði. Pálmi Einarsson kenndi fé- lagsmálahliðina á landbúnaðinum og um verkefni Landnáms rfkisins. Klemens Kr. Kristjánsson á Sáms- stöðum kenndi komrækt, Geir Gígja kenndi skordýrafærði og Tómas Tryggvason jarðfræði. Þetta voru þeir helstu af aðkomukennurum. Allir voru þeir mjög áhugasamir um að þetta tækist vel. Hvernig var félagsandinn meðal ykkar nemenda í Framhalds- deildinni? Hann var ákaflega góður, en það var líka mjög góður andi á staðnum yfirleitt og ég held að við höfum blandast vel nemendum í Bænda- deild. Við vorum átta á deildinni og flestir áttu fyrir höndum langan feril sem ráðunautur. Grímur Jónsson varð ráðunautur í N.-Þingeyjarsýslu; Skafti Benediktsson í S.-Þingeyjar- sýslu. Bjarni Arason fór til Naut- griparækarsambands Eyjafjarðar, við Sigurjón Steinsson fórum í Skaga- fjörðinn. Sigurjón tók við starfi Olafs Jónssonar sem jarðræktarráðunautur, en Ólafur dó þama um vorið. Ég varð aftur búfjárræktarráðunautur. Aðalbjöm Benediktsson fór fyrst til Nautgriparæktarsambands Borg- arfjarðar, en síðar heim í sína sýslu, V.-Húnavatnssýslu. Hjálmar Jóns- son fór til Búnaðarsambands Borg- arfjarðar, en hann dó 27 ára, árið 1955. Þorsteinn Valgeirsson varð umferðaráðunautur hjá BÍ um tíma en fór svo til starfa utan landbún- aðarins.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.