Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1995, Blaðsíða 9

Freyr - 01.09.1995, Blaðsíða 9
sem komið er. Það kann að vera að það breytist í framtíðinni, ekki síst í sambandi við bleikjueldið. Það má geta þes að Byggðastofnun studdi fiskeldi mikið á sínum tíma. Þú nefndir áður að starfsemi Framleiðisjóðs skiptist í tvo meginþœtti, þar sem beinar aðgerðir vœru annar þátturinn. Hitt eru þá óbeinar aðgerðir, en hverjar eru þœr helstar? Það má segja að við nálgumst þær út frá því markmiði sjóðsins að auka framleiðni í landbúnaði. Trúlega eru engar aðgerðir líklegri til þess en að auka þekkingu og fæmi þeirra sem landbúnað stunda. Sjóð- urinn hefur því lagt mikla áherslu á að styðja bændafólk til mennta, og það er gert með því að bændaskólarnir og Garð- yrkjuskóli ríkisins bjóða upp á námskeið á skólunum. Þessi námskeið njóta mikils stuðnings af hálfu sjóðsins. Á árunum 1989-1993 sóttu rúmlega 3000 manns þessi námskeið. (Sumir sóttu fleiri en eitt og lækkar það töluna eitthvað). Þar af sótti rúmlega helmingur námskeið um al- mennan búrekstur, svo sem um rúlluhey- skap. einstakar búgreinar, smíðar, nýtingu búfjárafurðar, rafgirðingar o.fl. Námskeið í búrekstri og tölvubókhaldi sóttu rúmlega 600 manns og annað eins í nýjum búgreinum, t.d. bleikjueldi, loð- dýrarækt, ferðaþjónustu, matjurta- og sumarblómarækt o.s.frv. Síðan eru smá- iðnaður og handverk þar sem eru um 250 þátttakendur. Þar má nefna tóvinnu, út- skurð, bókband, öskjugerð o.fl. Stuðningur við þetta nemur um 15 þúsund krónum að meðaltali á hvern þátt- takenda. Þá hafa verið í gangi tilboð til ráðunauta og rannsóknarmanna um stuðning til end- urmenntunar eða viðbótarmenntunar og hefur nokkur hópur notfært sér það. Hér mætti líka nefna stuðning við fundi og ráðstefnur. Smáverkefnasjóður og at- vinnumálafulltrúi efndu m.a. til nokkurra námsstefna um atvinnumál í öllum lands- hlutum sem 6-700 manns sóttu á tveggja ára tímabili. Átt þú þér hugmyndir um það hvernig betur megi standa að trœðslu bœnda? Já, ég tel að það þurfi að auka samstarf þeirra aðila sem eru að vinna fyrir bændur heima fyrir. Þar á ég við ráðunauta, dýralækna og mjólkureftirlismenn. Þeir þurfa að vinna í takt við það námsframboð sem er á skólunum. Ég hefði viljað sjá það gerast að komið yrði á fót eins konar farandskóla þar sem bændaskólarnir og heimaaðilar tækju heimamenn á námskeið sem stæðu eitt til tvö ár og á þeim tíma væri á samanlagt viku til tíu daga kennslutíma farið í gegnum það sem ber hæst á búinu á hverjum árstíma og þessir aðilar kæmu fram gagnvart bóndanum sem ein heild. Kennslan stæði þá einn til tvo daga í hverjum ársfjórðungi. Það er líka athugandi að tengja sláturhúsin inn í þetta. Megin nýjungin er að flytja þessa fræðslu heim í hérað, þar sem menn gætu sótt hana heiman frá sér. Framleiðnisjóður styrkir bœndur til að koma upp ferðaþjónustu. Myndin er frá Hunkubökkum á Síðu. (Ljósm.: Ferðaþjónusta bœnda). Þeir sem vilja lœra meira í búfrœði eða verða fœrari til verka, eiga kost á styrkjum frá Framleiðnisjóði. Flytja œtti búfrœðslu heim í héröð í auknum mœli. 9. '95 - FREYR 361

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.