Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1995, Blaðsíða 12

Freyr - 01.09.1995, Blaðsíða 12
Framleiðnisjóður er ekki hug- myndabanki, en efþú áttkœr- ustuna, þá eigum við hringana. Þá má nefna að staðsetning væntanlegs rekstrar hefur sitt að segja. Viðfangsefni í sveit gæti notið stuðnings en sama við- fangsefni í þéttbýli ekki. Hins vegar má segja að ýmsar óbeinar aðgerðir sem sjóðurinn styrkir eiga að nýtast flestum í greininni til að bæta stöðu sína ef menn nota sér þær. Þannig gerir Framleiðnisjóður mjög mörgum opið til- boð um stuðning til að bæta við þekkingu sína og færni, annað hvort með því að ná betri tökum á eigin rekstri eða læra eitthvað nýtt til að auka tekjur sínar. Þá eru verkefni sem eiga beinlínis að auka framleiðni í viðkomandi grein, t.d. stuðningur við innflutningsbú fyrir ali- fugla á Hvanneyri, þar sem allir ali- fuglabændur hafa möguleika á að nýta sér árangurinn. Sama á við um stuðning við innflutning á svína- og nautgripakynjum sem nú á sér stað. Gœtir þú lýst því hvert þú telur mikilvœgasta verkefni Fram- leiðnisjóðs? Ég tel, með hliðsjón af rekstri sjóðsins allra síðustu ár, og hef þá einkum í huga þær óbeinu aðgerðir sem sjóðurinn hefur styrkt með langtímamarkmið að leiðar- ljósi, að það sé afar mikilvægt fyrir at- vinnuveg eins og landbúnað, þar sem fyrirtækin eru lítil og mörg, að eiga sameiginlegan sjóð sem beita má til átaka við að laga atvinnuveginn að breyttum aðstæðum. Ég held jafnvel að það sé mikilvægara en stuðningur við ein- staklinga til að takast á við eitthvað nýtt. Ég held að það umhverfi sem landbún- aður í hinum vestræna heimi býr við kalli á sameiginlegt afl til að örva nýsköpun. Ríkisstjómir eða fjárveitingavald í hverju landi viðurkenna þetta með því að stofna til sjóða eins og Framleiðnisjóðs eða Byggðasjóðs. Með því eru þjóðimar að viðurkenna að þessi starfsemi skili ávöxt- un í meira öryggi í matvælaframleiðslu og meiri stöðugleika í framleiðslu og búsetu í heild. Mó orða það þannig að Framleiðsnisjóður sé að leitast við að lóta hugsýnir fólks, einkum í sveitum, rœtast? Já, það rifast upp fyrir mér gömul auglýsing frá gullsmið sem var þannig: Ef þú átt kæmstuna þá eigum við hringana. Þetta er nokkuð svipað. Stjórn Framleiðni- sjóðs er enginn hugmyndabanki. Hún telur það hins vegar skyldu sína að aðstoða fólk sem á hugmynd við að hrinda henni í framkvæmd, innan vissra marka. Við höfum ákveðnar starfsreglur og skyldur, en við höfum ekki ótakmarkaða peninga. Við teljum það skyldu okkar að létta undir með fólki við að gera hugmyndir að veruleika, en megináhættan er eftir sem áður hjá einstaklingunum sem ætla að framkvæma. M.E. MOLfiR Bandarískir naut- gripabœndur takast a um viðskiptafrelsi Nýir alþjóðlegir viðskiptasamn- ingar hafa aukið bjartsýni banda- rískra nautgriparæktenda um vax- andi útflutning á nautakjöti frá USA. Sumir óttast þó að breyttar reglur um eftirlit með heilbrigði búfjár muni leiða til þess að dýrasjúkdómareigi auðveldara með en áður að berast til landsins. Um þetta er fjallað í bandaríska tíma- ritinu „Farm Journal". Bandarískir kúabændur eru á varðbergi vegna nýs viðskipta- bandalags N-Ameríkuríkja, NAFTA, og vegna nýja GATT- samningsins. Það eru einkum ákvæði um svonefnda „svæða- skiptingu“ sem valda áhyggjum. Svæðaskiptingin gengur út á það að innflutningur verður bannaður frá ákveðnu svæði, ef sjúkdóms verður vart, en ekki frá öllu landinu. Ef t.d. gin- og klaufaveiki kemur upp á Santa Fe héraðinu í Argentínu þá verða viðskipti við það svæði bönnuð. Utflutningur frá öðrum héruðum í Argentínu verður óbreyttur. Heitar umræður fara nú fram um þessi mál þar vestra. Þegar öllu er á botnin hvolft þá snúast þær um markaðshlutdeild þar sem gripið er til þeirra raka sem henta mál- staðnum. (Á e.t.v. víðar við!). Þeir sem verja NAFTA og GATT sjá möguleika á að áhrif Bandaríkjanna í heimsviðskiptum aukist, en þeir sem óttast dýrasjúkdóma óttast að missa forskot sitt á heimamark- aðnum. (Unnið upp úr Bondevennen, nr. 30/31, 1995). Gjaldþrot meðal sœnskra bœnda Árið 1994 urðu 186 sænskir bændur gjaldþrota, sem er 52 færri en árið á undan. I Danmörku urðu þetta ár 98 gjaldþrot, en að auki fóru þar fram 550 nauðungaruppborð á bújörðum. Nauðungaruppboð tíðk- ast hins vegar ekki á bújörðum í Svíþjóð. 364 FREYR-9’95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.