Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1995, Blaðsíða 15

Freyr - 01.09.1995, Blaðsíða 15
Tafla 2. Meðalfóður á á Mánuður Fóður- dagar Taða, kg/dag Þurrh. Rúlluh. Fiskimjöl g/dag FEá dag FEá mán. Nóv. 17 1,48 0,89 15,1 Des. 31 2,56 1,18 36,6 Jan. 31 2,13 0,93 28,8 Feb. 28 1,80 0,83 23,2 Mars 31 1,93 0,90 27,9 Aprfl 30 2,42 10 1,12 33,6 Maí 31 1,89 147 1,30 40,3 199 1,74 2,13 4,8 kg 1,03 205,5 þungi en sl. vor. Frá hausti til vors þyngdust þær um 17,2 kg sem er 0,9 kg minni þynging en veturinn áður og bættu 0,35 stigum við hold sín á sama tíma. Fóðrun ónna Tafla 2 sýnir meðalfóður ánna gefið á garða á innistöðu, þ.e. frá hýsingu til maíloka. í töflunni er ekki tekið með það heyfóður, sem gefið var lambám úti eftir burðinn en hins vegar er kjarn- fóðrið, sem gefið var úti, reiknað með maífóðrinu. Heyforði búsins var framúrskar- andi að gæðum sl. haust. Að jafnaði var 0,61 FE í kg þurrheys og af rúllubundna heyinu 0,46 FE, með 63,6% þurrefni. Þurrhey var aðeins gefið ánum í nóvember og maí, bornurn ám sem óbomum, en annars fengu þær rúllubundið hey. Leifar ánna af rúlluheyinu voru mjög litlar, um 2.5% - 3.5% en nokkuð meiri, 7% - 8% á þurrhey- inu. Fóðmn ánna var hagað svipað og undanfarna vetur. í desember var heygjöfin aukin en dregið úr henni um miðjan vetur, en aukin svo aftur á síðari hluta meðgöngu og til burðar. Meðalfóðumotkunn á á nam 205,5 FE, sem er 31,7 FE minna en sl. vetur. Byrjað var að gefa ánum fiski- mjöl 25 aprO, 60 g handa á á dag, sem fljótlega var aukið í 80 g og því haldið til burðar. Bornar ær á inni- stöðu fengu þurrhey að vild og 200 g af fiskimjöli, sem þær átu ágæt- lega. Eftir að lambær komu á tún höfðu þær frjálsan aðgang að þurrheyi og nteð því var tvílembum gefið um 200 g af fiskimjöli sem þær átu upp til agna til að byrja með en með vaxandi gróðri minnkaði átið á því og var magnið þá minnkað. Einlembur fengu ein- göngu rúllubundna töðu en ekkert fiskimjöl. Afurðir ánna. Af 425 ám, sem lifandi voru í byrjun sauðburðar, báru 395 ær 764 lömbum eða 1,93 lömbum á á til jafnaðar. Er þetta 0,05 lömbum færra en sl. vor. Fjórar ær létu fóstrum, ein þremur, tvær tveimur og sú þriðja einu. Ein þrílemba fæddi dauð og rotin lömb, sem ekki voru kyngreind né vigtuð og þrjár drápust óbornar. Algeldar urðu 22 ær (5,2%), einlembdar 59 (14,9%), tvflembdar 304 (76,6%), þrí- lembdar 33 (8,3%) og fjórlembd 1 ær (0,2%). Af 764 lömbum fæddist 31 dautt, 8 dóu í fæðingu og 28 lömb mis- fórust af ýmsum orsökum, s.s. van- burði, hnjaski og í skurðum og dýjum eftir að ær komu út. Frá fjallrekstri, 15 júli, til haustvigtunar töpuðust 20 lömb. Alls misfórust 87 lömb undan ám eða 11,4 % sem er 4,8 prósentum minni lambavanhöld en sumarið áður. Eftirfarandi niður- stöður sýna fæðingarþunga tví- og þrílembinga, sem misfórust á sauð- burði til fjallreksturs, sem hlutfall af fæðingarþunga tví- og þrflembinga, sem lifðu til hausts. Lömb Fædd Dóu v. Dóu til dauð fæðingu júníloka Tvflembingar 0,62 0,86 0,91 Þrílembingar 0,83 0,87 0,86 Þessar niðurstöður sýna, eins og undanfarin ár, að fæðingarþungi þeirra lamba, sem misfarast á og eftir sauðburð til u. þ. b. sex til átta vikna aldurs, er umtalsvert minni, 38-39%, en þeirra sem lifa til hausts. Hins vegar eru þau lömb sem misfarast á fjalli síst þroska- minni, bæði við fæðingu og eins við fjallrekstur, en þau, sem lifa til hausts. Til nytja komu 677 lömb eða 160,4 lömb eftir 100 ær sem lifandi voru á sauðburði, sem er 2,3 lömbum fleira en haustið 1993. Meðalfæðingarþungi lamba er sýndur í töflu 3. Meðalfæðingarþungi 762 lamba, sem vigtuð voru nýfædd, var nú 3,96 kg, sem er 0,10 kg meiri þungi en sl. vor, og hafa lömbin aldrei verið fædd jafn þung. Til saman- burðar er sýndur fæðingarþungi lamba frá 1990. Þessi aukni fæð- ingarþungi stafar fyrst og fremst af meiri þyngingu ánna yfir veturinn og meiri gæðum töðunnar. Tafla 4 sýnir meðalvaxtarhraða lamba í grömmum á dag, annars vegar frá fæðingu til 7. júlí (meðal- aldur 50 dagar) og hins vegar frá 7. Tafla 3. Meðalfœðingarþungi lamba, kg. Lömb 1994 1993 1992 1991 1990 1 fjórl. hrútur ....... 2,90 2,59 3,60 3 fjórl. gimbrar ...... 2,57 2,53 3,33 50 þrfl. hrútar...... 3,41 3,29 3,00 2,78 2,88 41 þríl. gimbrar ...... 3,28 3,38 2,98 2.69 2,90 296 tvíl. hrútar ...... 4,04 4,01 3,89 3,42 3,46 312 tvíl. gimbrar.... 3,93 3,86 3,60 3,26 3,30 33 einl. hrútar...... 4,86 4,82 4,61 4,30 4,42 26 einl. gimbrar ...... 4,65 4,41 4,50 4,17 4,14 9.'95- FREYR 367

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.