Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1995, Blaðsíða 27

Freyr - 01.09.1995, Blaðsíða 27
í dýrum hafa leitt í ljós breytingar á sykurþéttni í blóði og einnig breytingar á insúlinþéttni. Því eru margir sem ekki vilja taka í mál að leyfa notkun BST fyn' en þessi mál hafa verið rannsökuð gaumgæfilega m.t.t. manria. í gögnum sem vinnuhópnum hefur borist frá banda- rískum neytendasamtökuni er vitnað í gögn frá Bandarísku læknasamtökunum (American Medical Association). í grein sem fjallar um áhrif á heilsu manna vegna notkunar BST er staðhæft eftirfarandi: „Frekari rannsóknir eru nauðsynlegar til að taka ákvörðun um hvort að neysla á IGF-1 í meira magni en venjulega, geti talist öruggt fyrir böm, unglinga og fullorðna. Þar til slíkar rannsóknir hafa verið fram- kvæmdar, er ekki hægt að telja að hærri þéttni IGF-1 í mjólk frá kúm sem meðhöndlaðar hafa verið með BST, hafi engin áhrif á heilsu manna.“ 2.23.2 Dýraverndunarsjónarmið Til að ná fram aukningu í mjólkurframleiðslu kýrinnar þarf að sprauta BST lyfinu undir húð á mánaðarfresti. Bólgur hafa komið upp á stungustað. Aukin mjólkur- myndun getur valdið hærri tíðni á júgurbólgu og aukinni frumutölu. Þetta kallar á aukna notkun lyfja og meiri hættu á að upp komi stofnar sem eru ónæmir fyrir lyfjum og að lyfjaleifar finnist í neyslumjólkinni. Þessar kýr þurfa meira fóður og betri umönnun til að geta framleitt meiri mjólk og þær munu endast ver en aðrar kýr. Ennfremur eru þeir til sem telja að mjólk úr meðhöndluðum kúm sé af lakari gæðum en venjuleg mjólk. Það eru því margir sem telja að notkun BST sé bæði ómannúðleg og ónauðsynleg út frá dýraverndunar- sjónarmiðum, sérstaklega í þeim löndum, þar sem næg mjólk er til, framleidd með hefðbundnum aðferðum. Það eru þessi sjónarmið, sem hafa valdið því að víða hafa risið upp mikil mótmæli gegn því að leyfa notkun á BST. í þeim löndum sem hafa leyft BST, t.d. í Bandaríkjunum þá hafa yfirvöld ekki krafist þess að mjólk úr kúm sem hafa verið meðhöndlaðar með BST skuli vera sérmerkt, en það mun vera vissum ann- mörkum háð að greina slíka mjólk frá mjólk úr ómeðhöndluðum kúm. Þetta hefur m.a. valdið því að neytendasamtök hafa hvatt til þess að fólk dragi úr eða hætti neyslu mjólkur. FDA stimplar ekki lengur mjólk í Bandaríkjunum sem „eðlilega fæðu“ vegna þess að ekki er unnt að ábyrgjast að í mjólkinni séu ekki hormónar eða sýklalyfjaleifar. 2.2.33 Afleiðingar ojframleiðslu á mjólk, ef BST yrði notað almennt Margir hafa hins vegar haft mestar áhyggjur af þeim vandamálum sem kunna að koma upp varðandi offram- leiðslu á mjólk, þar sem talið er að auka megi mjólkur- myndun kúnna um a.m.k. 20% með notkun lyfsins. Þetta gæti valdið því að margir smábændur flosnuðu upp og framleiðslan færðist á hendur enn færri bænda. Þetta gæti þannig valdið umhverfisspjöllum þar sem meiri hætta er á slíku frá stórbúum. 2.3 Eftirlit Um öll þessi efni hér að framan gildir að eftirlit með leyfðri notkun er mjög kostnaðarsamt. Það þarf að setja upp öflugt eftirlitskerfi í sláturhúsunum og rannsóknir á rannsóknastofum eru dýrar. Slíkum eftirlitsrannsóknum með kjöti hefur aldrei verið komið upp hér á landi, þar sem það hefur verið talið ónauðsynlegt vegna banns við notkun þessara efna. Það er aðeins í mjólkuriðnaðinum sem reglulega er fylgst með sýklalyfjaleifum. Þó hafa verið gerðar stikkprufur á kjöti hérlendis á síðustu árum, til að fá kjöt okkar viðurkennt inn á ESB og Bandaríkjamarkaði - (Sjá grein yfirdýralæknis í Búnaðarblaðinu FEYR 17. tbl. 1992). 2.4 Heilsufarsleg áhrif þessara efna á menn Það gildir bæði um efni sem tilgreind voru í köflum 2.2.1 og 2.2.2 hér að framan að mörg þeirra eru talin geta verið hugsanlegir krabbameinsvaldar. Það skal þó skýrt tekið fram að til þess að svo megi verða þarf að vera um grófa misnotkun að ræða. Þau lönd sem enn leyfa notkun þessara efna hafa fækkað mjög leyfðum efnum og tekið út þau efni sem helst eru talin skaðleg. Eftirlit með notkun og hugsanlegum lyfjaleifum hefur einnig verið aukið. Svartamarkaðsbrask er þó alltaf talið eitthvert víðast hvar. Það hefur ekki verið talið að um slíkt væri að ræða hér á landi og aldrei verið sannað. Efnum blandað ífóður: Efni í þessum flokki sem blandað er í fóður eru yfirleitt bakteríuhemjandi, en í sumum tilfellum bakteríudrepandi. Með því að ala dýr stöðugt með slíku fóðri er hætta á að ýmsar bakteríutegundir í umhverfi dýranna sem e.t.v. eru ekki sjúkdómsvaldandi lifi af þessa meðhöndlun. I sumum tilfellum er það vegna þess að þetta eru stofnar sem eru ónæmir gegn þessum lyfjum. Erfðaeiginleikinn sem stýrir þessu ónæmi getur síðan borist yfir til annarra baktería í þarmaflórunni. Ef svo vill til að hér væri um að ræða, t.d. Salmonellu- bakteríur, þá koma upp stofnar af þeim sem eru ónæmir gegn lyfjum og oft er um að ræða ónæmi gegn mörgum lyfjum. Ef þessar Salmonellubakteríur berast svo með kjöti í gegnum slátrun til neytenda, getur komið upp sýking í fólki, sem erfitt getur verið að lækna og dæmi era um að þetta hafi gerst í Bandaríkjunum. Önnur hætta af slíkri fóðrun er að í kjöti þessara dýra geta verið leifar lyfja sem neytandinn getur verið með ofnæmi fyrir (ofnæmið keinur fyrir vegna notkunar á mannalyfjum). Fólk með slíkt ofnæmi getur orðið fárveikt af að neyta matvæla með slíkar leifar. Efnum dœlt eða komið fyrir í dýrum: Hormónarnir, ef leifar þeirra finnast í matvælum, geta líkt eftir verkun kynhormóna í mannslíkamanum og því haft áhrif á æxlunarfæri og breytt útliti fólks. En eins og áður sagði þá þarf að vera um grófa misnotkun að ræða. Rétt er að hafa í huga að venjulega er gefið 10-25 9'95 - FREYR 379

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.