Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1995, Blaðsíða 20

Freyr - 01.09.1995, Blaðsíða 20
Fóðrun og meðferð ofurkúa Jón Viðar Jónmundsson Fyrir nokkru birtust í Journal of Dairy Science greinaflokkur eftir þekkta banda- ríska vísindamenn frá ráðstefnu sem þar hafði verið haldin um ýmsa þœtti sem sneru að rœktun, fóðrun, meðferð og umgengni við mjög hámjólka kýr. Yfirskriftin í heild var: Hvernig á að meðhöndla kýr sem mjólka 30000 pund (það mjólkurmagn svarar lil um 13600 kg af mjólk). Þessi mörk virðast valin með hliðsjón af því að allra afurðamestu bú vestanhafs eru nú við þessi mörk. Ein af þeim skilgreiningum sem gefin er á ofurkúm (superkúm) er að það séu kýr sem ná að framleiða yfir 20 kg af mjólk á hvert kg líkams- þunga að meðaltali hvem dag. Ef þessi skilgreining er notuð eru afurðahæstu kýr hér á landi því gripir sem fylla þennan flokk. Við vitum að afurðir aukast að jafnaði með hverju ári. Þess vegna getur verið forvitnilegt að glugga aðeins í það hvað þarna er stöðvast við sem helstu atriði til að takast á við í sambandi við fóðrun og meðferð þessara gripa. í umfjöllun um fóðrun slíkra gripa er megináhersla lögð á að til að slík framleiðsla sé möguleg þurfi át kúnna að verða miklu meira en gerist nú og gengur. Viðmiðun okkar hefur lengst af verið að eðlilegt át hjá kúm sé um 3% af þunga þeirra. Til að ná þeim gríðar- miklu afurðum sem hér um ræðir er hins vegar talið nauðsynlegt að át verði um 5% af þunga gripsins. Þær takmörkuðu upplýsingar sem finn- ast í þessum efnum um ofurkýr benda til að geta þessara kúa til að innbyrða fóður sé feikilega mikil og sé við þessi mörk. Átgetan breytist á mólkurskeiðinu Áhersla er lögð á að átta sig fyllilega á því hvernig átgeta breyt- ist á mjólkurskeiðinu. I byrjun þess er hún miklu minni en þegar hún Jón Viðar Jónmundsson. nær hámarki 6-10 vikum eftir burð. Fyrstu viku eftir burð er átgetan 20- 30% minni en þegar hún nær hámarki. Vandamálunum er því boðið heim þá, einkum ef kjarn- fóðurgjöf er aukin of hratt, vegna þess að ójafnvægi skapast við það að gróffóðurát verður alltof lítið. Þrátt fyrir að vel takist með fóðrun kúnna verður neikvætt orkujafnvægi á fyrstu vikum mjalta- skeiðsins tæpast umflúið við þetta miklar afurðir. Vestanhafs er holda- mat á kúnum mjög mikið notað til að fylgjast með slíkum breytingum. Þáttur í að auka át er að kýrnar fái auðmelt fóður, vegna þess að það gengur hraðar í gegnum gripinn og i hann getur þannig umsett meira , fóður. Við slíka fóðrun dregur að vísu eitthvað úr nýtingu þess vegna þess að við hraða meltingu brotnar fóðrið ekki eins vel niður. Á það er hins vegar bent að afar breytilegt sé eftir fóðurtegundum hversu mikil þessi áhrif eru og þess vegna muni vönduð tölvuforrit, sem taka tillit til slíkra áhrifa, koma í framtíðinni að miklum notum við skipulag fóðrunar við þessar aðstæður. Lögð er áhersla á að gæði gróf- fóðursins sé lykilatriði. Gott gróf- fóður verður ætíð grunnur að árangursríkri fóðrun mjólkurkúa. Kýr verða ekki fóðraðar til slíkra ofurafurða nema með gróffóðri sem tryggir mikið át og er auðmelt. Bent er á hversu hlutföll nýtan- legra efna og orku í fóðrinu til mjólkurmyndunar breytist gríðar- lega mikið með auknum afurðum. Fyrir kýr í 10 kg nyt nýtast rúm 60% próteins í fóðri til mjólkurmyndunar en við 60 kg dagsnyt er þetta hlutfall rúm 90% og fyrir nettóorku fóð- ursins eru tilsvarandi hlutfallstölur tæp 40% og 80%. Við fóðrun hámjólka kúa eykst einnig þörfin fyrir að huga að ein- stökum fóðurefnum. Sérstaklega eykst þörfin mikið fyrir glúkósa til mjólkurmyndunar hjá hámjólka kúm og þarf að stíla fóðrun þessara kúa inn á það að hún skili þeim næringarefnum sem mæta þessum þörfum í efnaskiptum. Getu efnaskiptamiðstöðvar grips- ins, vambarinnar, þarf að nýta til fullnustu hjá slíkum hámjólka kúm. Þar er að mörgu að hyggja. Mikil- vægt er að sýrsutig í vömb falli ekki um of, en hættu á slíku er oft boðið heim með of litlum trefjum í fóðri. Jafnframt er mikilvægt að halda sem jöfnustu sýrustigi í vömb. Þá er mikilvægt að meltingu sé stýrt á þann veg að umsetning á kol- vetnum og próteini sé samkeyrð. Um það efni verður vafalítið mikið fjallað á næstu misserum í sam- bandi við breytingar í fóðurmati en 372 FREYR - 9. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.