Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1995, Blaðsíða 17

Freyr - 01.09.1995, Blaðsíða 17
á Hesti að ær sem sumarlangt eru í heimalandinu skila ætíð léttari lömbum en þær sem fara á fjallið. Reiknaður meðalfallþungi allra tvílembinga og einlembinga sem gengu sem slíkir undir heilbrigðum ám í úthaga, var sem hér segir (svigatölur frá 1993): 242 tvíl. hrútar 15,94 kg (16,58 kg) 261 tvíl. gimbrar 15,43 kg (15,43 kg) 28 einl. hrútar 17,92 kg (19,43 kg) 17 einl. gimbrar 17,18 kg (17,71 kg) Eftir þessum meðaltölum eru ánum gefin afurðastig frá 1-10 þar sem meðalærin fær 5,0 í einkunn. Tafla 6 sýnir ullarmagn ánna eftir aldri þeirra. Æmar voru klipptar í nóvember og desember og aftur í mars, eins og sl. vetur. Ám fargað. Haustið 1994 var slátrað 110 ám tvævetur og eldri, 12 geldum og 98 mylkum. Sláturærnar gengu í úthaga þar til þeim var fargað 21. október en bættu þó 2,3 kg við þunga sinn á tæpum mánuði. Fyrir slátrun vógu algeldu æmar 75,2 kg á fæti og lögðu sig með 31,6 kg falli. Mylku ærnar vógu 61,8 kg og lögðu sig með 27,5 kg falli. Fóðrun gemlinganna. Haustið 1993 voru settar á vetur 126 lambgimbrar. Tvær gimbranna drápust fyrir áramót, ein úr hastar- legri kregðu og önnur kviðrifnaði illa. Asetningslömbin voru tekin á hús 25 október og þá rúin og síðan aftur rúin í fyrstu viku mars. Meðal- reyfið vó 2,30 kg sem er 0,10 kg léttara reyfi en sl. haust. Tafla 7 sýnir meðalfóður gefið á gemling yfir gjafatímann, 215 daga. Fóðruninni var hagað eins og undanfarin ár, þ.e.a.s. gemlingarnir fengu bestu töðuna og hana að vild. I janúarbyrjun var farið að gefa þeim fiskimjöl. Byrjað var á að gefa þeim 20 g á dag en síðan var gjöfin smátt og smátt aukin í u.þ.b. 50 g á gemling á dag í janúarlok og þeirri gjöf haldið til 14 febrúar en þá var gert hlé á fiskimjölsgjöfinni, þar sem gemlingarnir átu illa fiski- mjölið sem þá var byrjað að bjóða þeim. I aprílbyrjun var byrjað að Tafla 5. Reiknað dilkakjöt eftir á árin 1993 og 1994. 1994 1993 Mismunur Eftir þrílembu ........... 38,52 kg 42,34 kg -3,82 kg Eftir tvílembu .......... 31,11 kg 30,50 kg 0,61 kg Eftir einlembu............ 16,47 kg 17.87 kg 1,40 kg Eftir á með lambi ........ 27,95 kg 28,72 kg 1.77 kg Eftir hverja á ........ 24,71 kg 24,66 kg 0,05 kg Tafla 6. Meðalullarmagn eftir aldri ánna. Aldur Tala 1994 1993 1992 1991 8.................... 7 2,12 7..................... 14 2,57 2,35 2,18 2,21 6.................... 32 2,65 2,58 2,36 2,40 5.................... 73 2,83 2,78 2,67 2,38 4..................... 82 2,99 2,93 2,78 2,68 3.................... 89 2,99 3,07 2,85 3,08 2.................... 127 3,53 3,16 3,15 3,08 Meðaltal....... 423 3,07 2,97 2,82 2,77 gefa nýtt og lystugt fiskimjöl aftur, um 80 g á dag og því haldið áfram til burðar. Gemsarnir fengu jafn- framt fóðurblönduköggla frá janú- arbyrjun, um 20 g á dag, sem aukið var í 75 g í janúarlok og þeirri gjöf haldið þar til fiskimjölsgjöfinni var hætt en þá var gjöfin aukin í 100 g á gemling á dag. Fóðurblöndu- gjöfinni var hætt er fiskimjölsgjöf hófst að nýju. Eftir burðinn fengu bornir gemlingar, bæði á húsi og eftir að þeir komu út, töðu að vild og 300 g af hráprótínblöndu. Um mánaðamót maí-júní var allri gjöf hætt enda kominn nægur gróður á túnum. Heildar fóðurnotkun á gemling yfir gjafartímann var 204 FE sem er 29,6 FE minni en sl. vetur. Taðan, sem gefin var gemling- unum, var gæðamikil og lystug. Meðalleifar yfir veturinn voru 9,4% af töðugjöfinni að jafnaði og hefur því meðalát gemlinganna verið 1,28 kg af töðu á dag, sem er nánast sama át á gemling og sl. vetur. I septemberlok var meðalþungi 126 lambgimbra 40,5 kg, sem er 1,5 kg meiri þungi en ásetnings- Tafla 7. Meðalfóður gemlinganna Kjarnf. g á dag Fóður- Taða FE í kg Háprótín- FEá FEá Mánuður dagar kg á dag af þurrh. Fiskim. kögglar dag mán Október 3 1,00 0,58 0,58 1,7 Nóvember 30 1,22 0,58 0,70 21,0 Desember 31 1,33 0,62 0,82 25,4 Janúar 31 1,34 0,65 27 30 0,93 28,8 Febrúar 28 1,34 0,65 25 88 0,98 27,4 Mars 31 1,49 0,61 90 1,00 31,0 Aprfl 30 1,57 0,61 82 1,04 31,2 Maí 31 1,61 0,61 194 1,21 37,5 Samtals 215 303,2 0,62 4,03 12,16 0,95 204,0 9.'95- FREYR 369

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.