Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1995, Blaðsíða 26

Freyr - 01.09.1995, Blaðsíða 26
2.2 Hvaða efni eru notuð erlendis? 2.2.1 Efnum blandað ífóður Hér er yfirleitt um að ræða efni eða lyf sem hafa hemjandi áhrif á vöxt baktería. Flest lönd sem leyfa þetta gera þá kröfu að ekki séu notuð sömu lyf í fóður og notuð eru til lækninga í dýrum eða mönnum. Með þessari notkun hefur náðst að halda niðri ýmsum sjúkdómsvaldandi sýklum sem áður ollu því að dýrin þrifust illa. Þessi notkun hefur aðallega verið í eldi kjúklinga og svína, en sums staðar líka í kálfum. Heildaráhrif hafa verið betri vaxtarhraði - meiri ágóði og hægt að selja afurðina á lægra verði. 2.2.2 Efnum dœlt eða komið fyrir í dýrum Hér er yfirleitt um svokallaða hormóna eða stera að ræða. Efnin geta verið það sem kallað er „náttúruleg“ þ.e.a.s. efni sem hafa líka virkni og hormón líkamans, svo sem testosterone, progesterone og oestradiol. En einnig er um að ræða gervihormón. Nýlega hefur komið í ljós, að flokkar lyfja, svokallaðir beta-agonistar hafa verið misnotaðir sem vaxtaraukandi efni í kjötfram- leiðslu. Mörg astmalyf tilheyra þessum flokki lyfja. Heildaráhrif þessara efna eru að auka þyngd, bæta fóðurnýtingu og auka hlutfall af rnögru kjöti. Sem sagt meiri ágóði og þar af leiðandi hægt að bjóða lægra verð. 2.2.3 Ný vaxtarhormón Á síðustu árum hefur komið til ný tegund af lyfjum sem líkja eftir náttúrulegum hormónum í dýrum. Þau eru kölluð Somatotropins og þeirra þekktast er Bovine Somatotropin eða BST, en einnig er til PST fyrir svín. Mynd 2. „Pumpuð" kýr. Kýr sem sprautaðar hafa verið með hormónum finnast í mörgum löndum Evrópubandalagsins. Bœndur m.a. í Belgíu, Frakklandi og Italíu gefa sláturdýrum vaxtarhormón til þess að auka vöðvamassa. Heimild: Aftonbladet, 6. janúar 1995. BST er hormón sem framhluti heiladinguls framleiðir við eðlilegar aðstæður í öllum kúm. Það eykur mjólkur- myndun og örlitlar leifar þess finnast í allri kúamjólk. Hámjólka kýr framleiða meira magn af BST, en þær sem minna mjólka. Ný tækni hefur gert það mögulegt að framleiða BST sem lyf, sem hefur nákvæmlega sömu eiginleika og náttúrulegt BST. BST lyf tveggja framleiðenda hafa að undanförnu verið í nákvæmri skoðun vestan hafs og austan. Frá og með febrúar 1994 voru lyfin leyfð til notkunar í Bandaríkjunum. ESB hefur hins vegar enn ekki leyft notkun. Málið er hins vegar í skoðun í aðildarlöndum t.d. Bretlandi og búist er við endurskoðun ESB á banni við notkun um áramót 1994/1995. Það er einkum þrennt sem athyglin hefur beinst að: 1. Öryggi neytenda mjólkurinnar. 2. Dýraverndunarsjónarmið. 3. Afleiðingar offramleiðslu á mjólk, ef BST yrði notað almennt. 2.2.3.1 Öiyggi neytenda Af eðlilegum ástæðum er mjög mikið búið að fjalla um þennan þátt. Þau gögn sem vinnuhópurinn hefur skoðað hafa verið bæði frá Svíþjóð og Bretlandi og virðast margir komast að þeirri niðurstöðu að öryggi neytenda sé tryggt, þar sem að BST eða niðurbrotsefni þess sé ekki tekið upp í þörmum tilraunadýra, en um tilraunir á mönnum er ekki vitað. Það er þó sérstaklega eitt atriði sem veldur áhyggjum og það er að BST nær virkni sinni með því að eitt niðurbrotsefnanna er svokallað IGF-1 (Insulin like Growth Factor 1). Þegar mjólkandi kýr eru sprautaðar með BST, þá eykst þéttni IGF-1 í blóðplasma. Tilraunir 378 FREYR-9’95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.