Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1995, Qupperneq 30

Freyr - 01.09.1995, Qupperneq 30
dýrum. Miðað var við að 1/3 af sýnum væri tekin á bóndabæjum með blóðsýnum af lifandi dýrum og 2/3 af sýnum af sláturdýrum, ýmist úr kjöti eða líffærum, t.d. nýrum vegna kadmíum rannsókna. Ekki er unnt í stuttu máli að gera grein fyrir öllum niðurstöðum sem fram koma í þessari skýrslu. Því eru aðeins teknar til umfjöllunar þær niðurstöður sem þykja markverðastar. Einnig ber að geta þess að ekki kemur fram í skýrslunni hvað svarið „positive“ þýðir í hvert sinn. Svar við þessu er eflaust að finna í hinum ýmsu reglugerðum ESB, sem setja mörk um hámarksgildi ýmissa aðskotaefna í afurðum sláturdýra, en þessar heimildir hafa ekki verið kannaðar. Hér er gengið út frá því að jákvætt svar þýði t.d. fyrir stera-, hormóna- og sýklalyfjaleifar að efnin hafi yfir höfuð greinst með þeirri mælínganæmni sem á við í hvert skipti. Hvað varðar þungmálnta, þá eru sett hámarksgildi sem iðulega eru yfir mælingamörkum, þ.e.a.s. það er leyft að eitthvað lítið magn finnist af þessum efnum. Jákvætt svar hvað varðar þessi efni er því þegar efnin mælast yfir hámarksgildum. Eftirfarandi eru þau atriði sem helst vekja athygli í slcýrslunni: 1. Nokkuð algengt virðist vera að leifar stera og kynhormóna finnist í dýrum. Þetta er sérstaklega áberandi í löndum eins og Belgíu, Þýskalandi, Spáni og Frakklandi. Helst eru það Testosterone og Oestradiol efni eða afleiður sem finnast og þá oft í ungkálfum. Oestradiol virðist t.d. hafa fundist í nær 100% af 200 ungkálfum sem sýni voru tekin úr með slembiúrtaki í Belgíu. Frakkar gefa upp að Ana- boliskir sterar hafi fundist í 6,2% tilfella. 2. Nokkuð er algengt að leifar asmalyfja finnist í dýrum. Til dæmis finnst lyfið Clenbuterol í um 2% af dýrum í Belgíu og Þýskalandi og Spáni. Áhrif þessara efna eru með þeim hætti að þegar þau eru gefin í iniklum mæli þá auka þau vöðvauppbyggingu dýranna og fitusöfnun minnkar. I heild hafa Beta-agonists lyf fundist í um 9% af kálfakjöti í Belgíu þar sem rannsökuð voru grumsamleg dýr. Thyrostats finnast nokkuð mikið í löndum eins og Belgíu og Spáni. Þetta er hópur efna sem virka þannig að þegar þau eru gefin í miklum mæli þá auka þau vökvaupptöku í vöðvum sláturdýranna og því verða þau þyngri við slátrun. 3. Flest lönd greina frá því að leifar sýklalyfja finnist í sláturdýrum þeirra. I Belgíu fer þessi tala upp í 15% en er lægri í öðrum löndum, t.d. 2,5% á Spáni og um 1% í Þýskalandi. Um áhrif sýklalyfja til að auka vaxtarhraða hefur áður verið fjallað. 4. Af þungmálmum er algengast að kadmíum finnist í því magni að teljast jákvætt. Til dæmis eru um 35% sýna í Frakklandi jákvæð, en minna í öðrum löndum t.d. 25% í Bretlandi, 17% á Ítalíu, 10% á Spáni og um 3% í Hollandi og Þýskalandi. Taka verður niðurstöður þessara landa með fyrirvara, þar sem vel er hugsanlegt að löndin leggi mismikla áherslu á að uppræta þetta vandamál. Greinilegt er af lestri skýrslunnar að mismikil áhersla hafi verið lögð á sýnatökur og rannsóknir og þar af leiðandi virðast sum lönd koma verr út en önnur í þessu sambandi. Hormónar hafa verið bannaðir í mörg ár í löndum ESB, sem vaxtaraukandi lyf. Olögleg notkun þeirra er samt talin útbreidd í þessum löndum og til viðbótar við slíka notkun hafa nú komið öflugri og hættulegri lyf í flokki Beta-agonists. Samtök neytendasamtakanna í Evrópu telja að ólögleg sala á Beta-agonists lyfjum sé með sama hætti og sala fíkniefna í þessum löndum. Af ofanskráðu má draga þá ályktun að lönd Evrópu- sambandsins eigi við verulegt vandamál að stríða hvað varðar ólöglega notkun lyfja í landbúnaði og lyfjaleifar í matvælum sínum. Skýrsla sú sem hér hefur verið vitnað í er samin af yfirstjórn landbúnaðarmála í ESB í Bruxelles. Hér er því um opinberar niðurstöður að ræða sem sýna og sanna, að um er að ræða umtalsverða ólöglega notkun ýmissa lyfja við landbúnaðarframleiðslu þessara landa. Það verður því að taka öll vottorð frá þessum löndum, um að matvæli þeirra hafi verið framleidd án þess að ólögleg lyf hafi verið notuð við framleiðsluna, með mjög miklum fyrirvara. Ef leyfa á innflutning matvæla frá þessum löndum sem standast eiga íslenskar reglugerðir, um heilnæmi matvæla, þá er það lágmarkskrafa íslenskra neytenda að öflugt innflutningseftirlit verði haft með þessum inn- flutningi. Höfundar: Dagmar Vala Hjörleifsdóttir og Halldór Runólfsson í samráði við Halldór Jónsson og Olaf Olafsson. MOIRR Hormónamafían flytur til Frakklands Hormónamafían í Belgíu á undir högg að sækja, eftir morð á dýra- lækni, sem starfaði við eftirlit með hormónanotkun. sl. vetur. Mafían hefur því flutt starfsemi sína suður á bóginn, til Frakklands. Meðal þess sem Mafían fæst við er að kaupa kálfa í Belgíu og flytja þá til Frakklands þar sem þeir eru aldir upp til slátrunar. Um 10-18 þúsund kálfar hafa þannig verið fluttir á mánuði til Frakklands að undan- förnu, en engar hömlur eru á slíkum llutningi innan landa ES. Flutningur á starfsemi Mafíunnar til Frakklands á sér þá skýringu að þar eru í gildi frjálslegri reglur um notkun vaxtaraukandi efna og hormóna en t.d. í Belgíu og allt eftirlit lítið. Þá eru franskar rann- sóknarstofur ekki eins vel tækjum búnar og skyldi til að sanna notkun á ólöglegum efnum. I ofanálag hagnast Mafían meira í Frakklandi, þar sem verð á nauta- kjöti er þar hærra en í Belgíu. (Norsk Landbruk nr. 14/'95). 382 FREYR-9'95

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.