Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1995, Blaðsíða 24

Freyr - 01.09.1995, Blaðsíða 24
Dýrafóður og afurðir dýra sem nýttar eru til manneldis Skýrsla vinnuhóps ó vegum Landlœknisembœttisins, mars 1995 Formáli Á undanförnum mánuðum hefur starfað óformlegur vinnuhópur á vegum Landlæknisembættisins. I hópnum hafa verið Olafur Olafsson landlæknir, Halldór Run- ólfsson dýralæknir og heilbrigðisfulltrúi, Dagmar Vala Hjörleifsdóttir dýralæknir og heilbrigðisfulltrúi og Halldór Jónsson héraðslæknir á Akranesi. Hópurinn var í upphafi kallaður saman af landlækni til að ræða m.a. um hugsanleg tengsl ýmissa vandamála af læknisfræðilegum toga og neyslu innfluttra sem inn- lendra matvæla sem gerð eru úr afurðum dýra sem og dýrafóðurs. Á þessu ári ganga í gildi nýjar reglur sam- kvæmt EES samningi á innflutningi, m.a. á erlendum landbúnaðarafurðum. Markmið með vinnu hópsins hefur verið að kanna ýmsa þá þætti sem tengjast afurðum dýra sem nýttar eru til manneldis, t.d. hreinleika þeirra og hugsanleg skaðleg áhrif þessara þátta á heilsufar manna. Helstu þœttir sem skoðaðir luifa verið eru eftirfarandi: 1. Dýrafóður, eftirlit með innflutningi og hugsanleg mengun þess með sýklum svo sem Salmonella. Einnig ólögleg notkun sýklalyfja og vaxtaraukandi efna í fóðri. 2. Notkun hormóna og annarra vaxtaraukandi efna í landbúnaði erlendis. Sérstaklega er það efnið BST (Bovine Somatropin Hormone) í mjólk sem hefur verið skoðað, en notkun þess hefur nýverið verið leyfð í Bandaríkjunum. Aðilar vinnuhópsins hafa aflað upplýsinga frá opin- berum aðilum víða að, en þó sérstaklega frá Svíþjóð, Bretlandi, ESB í Brussel og Bandaríkjunum. Meðal annarra hafa samtök erlendra neytendasamtaka sent upplýsingar og þar hefur t.d. komið fram að þessi samtök telja að mjög víða sé pottur brotinn hvað varðar ólöglega notkun ýmissa hormóna- og sýklalyfja í dýr og dýrafóður, hverra afurðir eru nýttar til manneldis. Ekki hefur verið gerð könnun hérlendis hvort um geti verið að ræða slíka ólöglega notkun, en þær takmörkuðu rann- sóknir sem gerðar hafa verið á leifum slíkra efna í íslenskum landbúnaðarafurðum benda ekki til að svo sé. Nauðsynlegt er að stórefla eftirlit með innfluttum landbúnaðarafurðum og dýrafóðri. Upplýsingar hafa einnig komið frá innlendum aðilum, t.d. forstöðumanni Aðfangaeftirlits ríkisins með fóðri. Landlœknir Ágrip Notkun hormónalyfja til að auka vöxt alidýra og mjólkurmyndun er leyfð í Bandaríkjunum. I ríkjum ESB er notkun ekki leyfð, en samkvæmt skýrslu Samtaka evrópskra neytendasamtaka í Brussel, þá er við lýði umfangsmikil ólögleg notkun þessara lyfja. Á síðustu árum hafa komið til ný lyf, t.d. beta-agonistar og BST sem notuð eru ólöglega, auk hinna eldri sem áður voru þekkt, s.s. Stilbesterol. Könnun eins lyfjafyrirtækis (Solvay - Duphar) árið 1992 á ólöglegri lyfjanotkun í ESB ríkjum leiddi í ljós að sala á skráningaskyldum dýralyfjum, m.a. hormónum sem notaðir voru ólöglega í alidýrum, var allt frá því að vera um 8% í Danmörku, 9% í Bretlandi, 12% í Hollandi, 22%^ í Þýskalandi, 25% í Frakklandi, 36% í Belgíu, 40% í írlandi og upp í 70% á Italíu. Samkvæmt upplýsingum í nýlegri skýrslu frá ESB fundust lyf af flokki beta-agonista í 9% kálfa- og nautakjöti í Belgíu og 6% í Frakklandi. Sýklaleifar fundust í 15% af nautakjöti í Belgíu. Hugsanlegt er að farið verði að flytja inn ýmsar dýraafurðir, sem ekki hafa verið fluttar inn áður, m.a. frá ofangreindum löndum á árinu 1995. Talið er að fyrst um sinn verði aðallega um að ræða osta, jógúrt, svínaskinku og unnar alifuglaafurðir. Ekki er ljóst hverning staðið verður að eftirliti með þessum aukna innflutningi til að tryggja íslenskum neytendum að vara þessi sé ekki af lakari gæðum, en það sem framleitt er hérlendisv Aðstaða eftirlitsaðila á íslandi er mjög takmörkuð til að sinna núverandi innflutningi á matvælum og mjöli, hvað þá auknum innflutningi, þar sem sýni eru ekki reglulega send til greiningar. Nauðsynlegt er að hafa eftirlit með lyfjuin, hormónum og sýklum í fóðri. Eftirlit sem eingöngu byggir á skoðun vottorða nægir ekki nema frá viðurkenndum vottunarstofnunum sem njóta trausts yfirvalda. Vinnuhópurinn gerir ákveðnar tillögur um aukið eftirlit með innflutningi matvæla, sjá rammagrein hér til hliðar. 1. Dýrafóður - athuganir ó fóðri í fóður- blöndunarstöð í Korngörðum fró ógúst 1994 til október 1994 Sýnatökur á svínafóðri fóru fram í kornhlöðu MR í Korngörðum við Sundahöfn á áðurnefndu tímabili. 376 FREYR - 9'95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.