Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1995, Blaðsíða 23

Freyr - 01.09.1995, Blaðsíða 23
kenni íslenskra áa, með tilliti til vistfræði almennt og skilgreina hlutina. Þannig hefur komið til sög- unnar flokkun vatna, sem auðveldar skilning á eðli þeirra og hefur hag- nýtt gildi í mörgum tilvikum, svo sem í sambandi við virkjanir og fískrækt. Það mun hafa verið Guðmundur Kjartansson, jarðfræðingur (1945) sem fyrstur setti á blað heitið dragá og greindi straumvötn í dragár og lindár. Þegar Sigurjón Rist, vatnamæl- ingamaður, skrifaði „Islensk vötn“ (1956) merkti hann straumvötnin í jökulá (J), dragá (D), lindá (L), ásamt (S), sem nterkir stöðuvatn og jafnframt áhrif þess á rennslisháttu viðkomandi straumvatns. Þannig var unnt á einfaldan hátt að merkja hverja á fyrir sig og raða táknum eftir vægi hvers þáttar, ef um væri að ræða sambland ólíkra tegunda, eins og um flestar stórár landsins, þó að í öðrum tilvikum væri aðeins um lindá eða dragá að ræða með tengslum við stöðuvatn eða ekki. Þá er ógetið um hinn merka þátt Vatna- mælinga Orkustofnunar er varðar lengdarmælingar á ánum og vatns- magni, sem Sigurjón Rist hefur manna mest sinnt, og fyrrgreindar upplýsingar hér að framan um lengd ánna, eru byggðar á. Vistfrœðileg flokkun Síðar kom til sögunnar vistfræði- leg flokkun vatna, sem Arnþór Garðarsson, líffræðingur ritaði um í grein í „Týli“ 1979, rit Helga Hall- grímssonar á Akureyri. Þá er næst að geta um flokkun sem Sigurður Guðjónsson, líffræð- ingur, deildarstjóri á Veiðimála- stofnun setti fram í ritinu „Vatnið og landið“ (1990). Þar greindi hann íslenskar ár með tilliti til vistfræði. I greininni segir Sigurður, að til að átta sig á margbreytileika náttúru landsins hafi mannskepnan oftast gripið til flokkunar. Án flokkunar umhverfisins væri skilningur tak- markaður á því við hvaða skilyrði lífverurnar búa. Líta mætti á vatna- svið ákveðinnar ár og þær lífverur, sem þar búi, sem eitt vistkerfi. Þetta þýði að vatnsfall sé hluti af stærra kerfi og yrði því að skoða allt um- hverfi árinnar og ána sjálfa sem eina heild. Vatríshœðarmœlir Vatnamœlinga í Hvítá í Borgarfirði, hjá Kljáfossi, og nýja brúin þar. (Ljósm. Einar Hannesson). Veiðistaðurinn Lambastaðakvörn í Laxá í Með samantekt sinni flokkar Sig- urður straumvötnin á Islandi inn á fjögur svið: A: lindár, B: dragár á móbergssvæðum, C: dragár á blá- grýtissvæðum og D: heiðavot- lendisár. Þetta má sjá að með- fylgjandi korti. Sigurður bendir á, að kortið sýni 11 meginsvæði með fjórar megingerðir af ám. Þó að sum svæðin hafi sömu vatnsfallagerð, sé veðurfar mismunandi, sem aftur valdi því að rennslishættir verði aðrir. Því verði að gera greinarmun á ám af sömu gerð sem eru í ólíkum landshlutum. Notagildi í fiskrœkt Fyrr hefur verið bent á notagildi flokkunar í sambandi við fiskrækt. Svör ættu að geta fengist við því, hvort vissar aðgerðir séu vænlegar eða ekki. Þannig megi ætla að fisk- ' Dölum. (Ljósm. Einar Hannesson). stofn í óstöðugu umhverfi eins og í dragá hafi flóknari og fleiri gerðir lífsferla til að geta brugðist við um- hverfissveiflum heldur fiskstofn, sem býr við stöðug skilyrði, eins og t.d. í lindá. Aðlaganir sem þessar að árumhverfmu hafi einnig áhrif á framleiðslu fisks í árkerfinu. Skiln- ingur á slíkum eiginleikum fisk- stofns fáist einungis með því að skilja umhverfi hans, segir Sigurður Guðjónsson í lok greinar sinnar. Það sem hér hefur verið gert að umtalsefni eru mikilvæg gögn sem auðvelda ýmsa vinnu í sambandi við ámar og ekki síst snerta ákvarð- anatöku varðandi framkvæmdir og aðgerðir við árnar, til að sem bestur árangur náist í þeirri viðleitni að vemda og jafnframt auka verðmæti þeirra. □ 9. '95- FREYR 375

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.