Freyr

Volume

Freyr - 01.10.1995, Page 2

Freyr - 01.10.1995, Page 2
ALLT TIL RAFHITUNAR! Einfaldir eða tvöfaldir olíufylltir rafmagnsofnar350 - 2000w. Hæð 30, 50 eða 59 cm. ELFA-OSO Hitakútar úr ryðfríu stáli. Stærðir 30 - 300 lítra, útvegum aðrarstærðir frá 400 -10.000 lítra. ELFA-VORTICE Rafmagnsþilofnar, 600 - 2000w. ELFA-VARMEBARONEN Hitatúba / rafketill 12kw, 230v. 1 fasa. Útvegum aðrar stærðir allt að 1200kw. Elfa rafhitunarbúnaðurinn er þrautreyndur við íslenskar aðstæður. HAGSTÆTT VERÐ OG GREIÐSLUSKILMALAR. Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28- ^ 562 2901 og 562 2900 MOlfflR Dýrt akurlendi í Danmörku Danskir svínabændur yfirbjóða nú hver annan til að komast yfir meira land. Algengt er að verð á hektara sé íkr. 80-120 þúsund. Astæðan fyrir þessari eftirspurn er sú að ný lög í Danmörku gera strangari kröfur en áður um að eigendur búfjár eigi sjálfir lág- marksland til að dreifa á þeim búfjáráburði sem til fellur hjá þeim. Umrædd lög heimila að allt að 360 gyltur séu á 13-14 ha býli, þar sem bæði er smágrísa- og slátur- svínauppeldi, ef að auki er nægilegt leiguland undir áburðinn. Til stærri svínabúanna eru gerðar strangari kröfur. A býli með 150 ha akur- lendis er heimilt að hafa 499 gyltur ásamt uppeldisdýrum. (Samvirke nr. 8/1995). MOUW Kornframleiðsla á árinu 1995 Fram eftir nýliðnu surnri leit út fyrir að kornuppskera á yfir- standandi ári yrði töluvert undir meðallagi og hækkaði þá verð á korni á kornmörkuðum jafnt og þétt. Þegar á sumrið leið kom í ljós að kornuppskera í USA yrði meiri en áður var spáð þannig að í heild nær komuppskera á árinu meðal- lagi. Aftur á móti veldur hærra korn- verð því að bæði USA og Evrópu- sambandið geta flutt út korn án útflutningsbóta. Ýmsir spá því að þessi verðhækkun haldist þar sem útlit er fyrir að eftirspurn eftir korni á heimsmarkaði verði meiri en áður var gert ráð fyrir. Bæði flóð og þurrkar í Kína á árinu hafa dregið úr kornuppskeru, þannig að búist er við því að landið flytji inn unr 12 milljón tonn af hveiti og eina milljón tonn af maís. Þurrkar í Norður-Afríku valda því að Egyptaland, Marokkó og Túnis hafa þegar gert samninga urn korn- kaup, en meðal landa sem flytja nú út korn er Ungverjaland, Rúmenía og Búlgaría. Heildaruppskera matkorns á árinu, samkvæmt áætlun Land- búnaðarráðuneytis USA, er 539,5 milljón tonn, (522,9 milljón tonn 1994 og 559,3 milljón tonn 1993). Heildarframleiðsla á fóðurkorni er áætluð 817,9 tonn á árinu (865 milljón tonn 1994 og 790 milljón tonn 1993). Eins og áður eru kombirgðir taldar of litlar til að tryggja mat- vælaöryggi. (Intemationella Perspektiv nr 24/'95 og Bondebladet, 30. ágúst 1995). 394 FREYR - 10.’95

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.