Freyr

Volume

Freyr - 01.10.1995, Page 16

Freyr - 01.10.1995, Page 16
Ársfundur Búfjárrœktarsam- bands Evrópu 1995 Kristinn Hugason hrossarœktarráðunautur hjá Bœndasamtökum íslands Dagana 4. til 7. september sl. var hinn árlegi fundur Búfjárrœktarsambands Evrópu (EAAP) haldinn í Prag, höfuðborg Tékkiands. Var þetta 46. ársfundur samtakanna sem voru stofnuð árið 1949. Krístinn Hugason. íslendingar voru á meðal stofn- þjóðanna og fór Búnaðarfélag Islands eitt með aðildina framan af en Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins kom síðar til. Bændasamtök íslands hafa nú komið í stað Búnaðarfélagsins. Þátttaka þjóða Evrópu er mjög almenn í þessu samstarfi og tóku A.-Evrópuþjóðirnar t.d. fullan þátt í starfi EAAP frá upphafi, þrátt fyrir helsi kommúnismans. Þekkingin er enda alþjóðleg, hún lýtur engum landamærum né fangelsismúrum eins og „járntjaldinu“ þó að auð- vitað geti ófrelsi drepið í dróma sóknina í átt að aukinni þekkingu og hæfni. Nokkuð oft voru ráðstefnur samtakanna haldnar austan „járn- tjalds“ á tíma þess. í ár var árs- fundur EAAP haldinn í Tékklandi, sem til skamms tíma var hluti Tékkóslóvakíu sem laut stjórn kommúnista frá lokum síðari heimstyrjaldar. Ekki fór það fram hjá neinum á hvern hátt komm- únisminn hefur dregið úr framtaki Tékka í samanburði við Vestur- Evrópu en undirritaður sat árs- fundinn sem hér frá greinir. Dagskrá Dagskrá ráðstefnunnar í Prag var í flestum atriðum mjög hefðbundin og tók mið af fyrri ársfundum EAAP. Ráðstefnan fór fram í Land- búnaðarháskóla Tékklands, sem er í Suchdol, en það er eitt úthverfa Prag. Flestir þátttakenda gistu á hótelum vítt og breitt um borgina og sáu skipuleggjendur ráðstefnunar um rútuferðir til og frá fundarstað. Ráðstefnugögn voru afhent sunnudaginn 3. september eða um leið og þátttakendur komu en hinir eiginlegu fundir á ráðstefnunni hófust kl. 9 að morgni mánudagsins 4. september. Ráðstefnunni var skipt í sjö deildir sem héldu fundi samtímis hver með sinni dagskrá. I stöku tilfellum var þó fundum í fleiri en einni deild steypt saman, þ.e. þegar umfjöllunarefnin voru þverfagleg. Á mánudeginum voru haldnir tveir fundir í hverri deild en síð- degis fór formleg setning ráðstefn- unnar fram við hátíðlega athöfn. Á þriðjudeginum voru fundir í deild- unum til hádegis en eftir hádegið var sýning á tékknesku búfé, skoð- unarferð o. fl. Á miðvikudeginum voru stífir fundir allan daginn og tókst þá að ljúka fræðilegri dagskrá í sumum deildunum. Um kvöldið var haldinn veislukvöldverður ráð- stefnunnar. Að morgni fimmtudagsins hófust Prag-kastali og Karla-brúin sýna forna byggingarlist og eru einkennistákn Prag. (Ljósm. úr kynningarbœklingi). 408 FREYR- 10.'95

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.