Freyr - 01.05.1997, Qupperneq 7
Ingvei Andersen Skönberg frá Moss í Noregi við jarðarberjatínslu í Silfurtúni.
frjóvgað líða 4-6 vikur í einhverja
uppskeru og uppskerutíminn dreif-
ist síðan á aðrar átta vikur. Frá því
innflutta plantan er sett á sinn stað
og þangað til uppskeru lýkur líða
um fjórir mánuðir. Það er hengt upp
í júní-júlí og þær plöntur gefa upp-
skeru um haustið og aftur maí-júní
árið eftir. Þá er þeim plöntum fleygt
eða gert eitthvað annað við þær.
Telur þú þetta vænlega búgrein
fyrir bændur?
Eg tel að einhverjir bændur gætu
hagnýtt sér þetta, en hingað til hafa
vandamál verið á ferð, t.d. að
geyma plönturnar yfir veturinn.
Hjá mér urðu töluverð afföll á
plöntum sl. vetur vegna veðurfars-
skilyrða.
Ég er ekkert frá því að íslenskir
framleiðendur eigi að geta náð
einhverju af jarðarberjamarkaðnum
sem nú er að heita má eingöngu
sinnt með innflutningi, en ég sé
ekki fyrir mér sérhæfð bú í jarðar-
berjarækt, það er alltof mikil
áhætta.
En af hverju ættu íslensk jarð-
arber að vera betri en innflutt?
Islensk jarðarber hafa þann kost
að þau eru tínd við markaðinn og
þau eru tínd á því stigi þegar þau
eiga að fara í sölu, en útlend jarðar-
ber fara í kæligáma og flutninga-
meðferð áður en þau eru söluhæf.
Síðan fara þau jafnvel einnig á
markað þar sem þau eru boðin upp.
Ferillinn, sem innfiutt ber eru búin
að fara til íslands, getur því orðið
nokkuð langur.
Varnarefni gegn sjúkdómum
og skordýrum?
Það er auðvitað ljóst að við eigum
ekki helming að þeim plágum sem
nágrannaþjóðirnar eiga við að
stríða. Hins vegar eru ákveðnir
þættir sem við verðum að takast á
við, sem er fyrst og fremst myglu-
sveppur. Þetta er eins og með aðra
ræktun að það verður að forða henni
frá slysum. Myglulyf eru annars
með vægustu lyfjum og í lægsta
hættuflokki og varan er neysluhæf
eftir 3-4 daga. Gagnvart lús og
roðamaur er hins vegar beitt lífræn-
um vörum eins og annars staðar í
íslenskri garðyrkju. Gróðurhús
skapa vaxtarskilyrði fyrir myglu-
svepp, en skordýraplágur, sem heit-
ari lönd hafa, erum við laus við.
Hvað gætu opinberir aðilar
gert til að stuðla að jarðarberja-
rækt?
Því er erfitt að svara. íslensk
garðyrkja hefur verið homreka í
kerfinu þó svo að við njótum ráðu-
nautaþjónustu og Garðyrkjuskólinn
sé fyrir hendi. Islenskir garðyrkju-
bændur hafa verið svo sundurleit
stétt að þeir hafa ekki borið gæfu til
að standa saman um mál sín. Ég tel
að garðyrkjubændur verði að hætta
að kroppa augun hver úr öðmm í
von um að nágranninn fari á haus-
inn og snúa sér að faglegum vinnu-
brögðunt í skipulagi ræktunar og af-
setningu vöm, eins og gert er í ná-
grannalöndum okkar. Ég tel því að
hið opinbera geti að svo stöddu fátt
gert í jarðarberjum frekar en í öðr-
um greinum garðyrkju./M.E.
5. ‘97-FREYR175