Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.1997, Side 29

Freyr - 01.05.1997, Side 29
Horft yfir ósasvœði Hvítár frá Einarsnesi. Kistuhöfði er handan ár. Milli þessara staða var talin ós í sjó 1938. land, mest allt að 4,5 - 5 metrar á Suðvesturlandi, eins og kunnugt er. Hvar er ós Hvítár í sjó? Os Hvítár í Borgarfirði í sjó var metinn 1977 um 3,5 km neðar en hann hafði verið áður, árið 1938, þegar ósalínan lá frá Kistuhöfða, sunnan Hvítár, efst í Einarsnes norðan ár. Þannig hafði áin lengst að jafnaði árlega á fyrrgreindu tíma- bili um 90 metra. Fyrir um tuttugu árum var ós í sjó þannig ákvarðaður fast við efsta boga Borgarfjarðar- brúar, er liggur frá Seleyri í Borgar- nes. Hvar ós Hvítár í sjó er núna, er ekki ljóst hverjum sem er. Hafi sama þróun með framburð jarðefn- anna haldið áfram, eins og á fyrr- greinda tímabilinu, mætti ætla að ósinn væri 1,8 km neðan við brúna yfir Borgarfjörð. En það er alls óvíst, vegna þessa öfluga brúar- mannvirkis. Hvaða áhrif hefur það á feril framburðarins ofan þess og neðan? Það er spumingin. Hvítá og Langá sameinast! Til nánari fróðleiks og gamans mætti hugsa sér að í fjarlægri fram- tíð sé líklegt að Hvítá og Langá á Mýrum verði með sameiginlegt ósasvæði, eins og reyndin varð með Hvítá og Andakílsá á liðnum ára- tugum, ef gengið er út frá óbreyttu ástandi. Gagnvart vegalengd eru um 5 km frá Borgarfjarðarbrú út á móts við ytri mörk ósasvæðis Langár. Að vísu má ætla að framburður jarðefna dreifist meira þegar kemur út fyrir Brákarey, svo að það hægir á lengingu árinnar. Þá em 10 km frá brúnni að ytri mörkum Borgar- fjarðar og lýkur þar með þeirri þrengingu, sem gerir Hvítá auð- veldara en ella að fylla upp fjörðinn og lengjast þannig í átt til Faxaflóa sjálfs. Lengstu ósasvæðin Sé vikið að lengd ósasvæðis, sem er óvenju langt, og líklega með því lengsta sem þekkist hér á landi, þá er það ósasvæði Laxár í Leirársveit (Leirárvogar) og ósasvæði Langár á Mýmm sem em um 6 km að lengd, hvort fyrir sig. Þá er sennilegt að ósasvæði Hvítár hafi verið svipað að lengd og þessi tvö, ef marka má matið árið 1938 og efri mörk ósasvæðis Hvítár þá. Á Vesturlandi við Faxaflóa em, auk fyrmefndra ósasvæða, nokkur öflug ósasvæði, eins og Akraós, ósasvæði Hítarár, Kaldárós og Löngufjömr, en þá þeim er ósa- svæði Kaldár og Haffjarðarár. Öll em svæði þessi á Náttúruminjaskrá. Leirulón Algengt er að menn nefni ósa- svæði leirusvæði af augljósum ástæðum. Þá hafa ósasvæði verið nefnd „sjávarlón" eða „leirulón" (Agnar Ingólfsson, Náttúmvemdar- ráð, fjölrit 1990). í þeim tilvikum, sem nefnd em í grein þessari, væri vissulega villandi að nefna svæðin sjávarlón. Það er vegna þess að sjór er utan óss straumvatns í sjó, sem fyrr greinir, enda flokkar Agnar Ingólfsson ósasvæði þessi undir heitið „leimlón". Hann segir í for- mála fyrmefnds rits, „Sjávarlón á Islandi", að erfitt sé að skilgreina slík fyrirbæri, sem hér hafa sum verið gerð að umtalsefni, og önnur slík á einhlítan hátt. Neðsti hluti Langár; ósasvœði þess fjœr. Skuggafoss blasir við á miðri mynd. 5. ‘97-FREYR197

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.