Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1997, Blaðsíða 31

Freyr - 01.05.1997, Blaðsíða 31
Gunnhildur Frímann tilbúin að sá í rýgresistilraun. Ljósm. Þ.S. fjölærum grösum eins og t.d. vallar- foxgrasi. Þetta stafar af því að rý- gresið safnar ekki forða til vetrarins og því fer meiri orka í blaðvöxt á sama tíma og fjölær grös safna forða í rætur fyrir veturinn. Munur- inn á rýgresistegundunum fer m.a. eftir þeim tíma sem það hefur til endurvaxtar, þ.e. hversu snemma á vaxtartímanum fyrsti slátturinn er tekinn. Ef tíminn er stuttur (<3040 dagar) er lítill sem enginn munur á tegundunum. Ekki er raunhæft að ætla að endurvöxturinn hafi meira en 5060 daga til vaxtar hér landi, ef snemma er slegið. Þá hefur ekki verið minnst á annan greinilegan mun á tegundunum sem er skriðtími þeirra. Sumarrýgresið skríður u.þ.b. 5570 dögum eftir sáningu og sprett- ur úr sér (gæðin rýma) ef það er ekki nýtt á réttum tíma, en vetrarrý- gresið skríður mun seinna eða aldrei við íslenskar aðstæður. Skoðað var sérstaklega hvort sláttutími fyrri sláttar hefði áhrif á heildaruppskeruna og reyndist svo ekki vera. Reyndar bendir tilraun á Hvanneyri til þess að ef einungis er tekinn einn sláttur seint að hausti þá dregur það verulega úr heildampp- skerunni. Fóðurgildi einærs rýgresis Itarlegar mælingar á meltanleika og próteini voru gerðar úr efni til- raunarinnar hér að ofan frá sumrinu 1994. A 6. mynd er sýnt hvemig meltanleiki þurrefnis og prótein- innihald breytist með vaxtarferlin- um. Marktækur munur er á milli rý- gresistegundanna, vetrarrýgresinu í vil, bæði í meltanleika og prótein- magni í fmmvextinum og í meltan- leika í endurvextinum. í fmmvext- inum er munurinn í meltanleika minnstur í upphafi vaxtartímans en eykst eftir það. Segja má að vetrar- rýgresið hafi aldrei sprottið úr sér en sumarrýgresið er í meltanleika komið undir gæðamörk úrvals töðu eftir 60 daga, þó að próteinið sé enn viðunandi. Þessar niðurstöður em nokkuð í samræmi við fyrri rann- sóknir Matthíasar Eggertssonar og Bjama E. Guðleifssonar. Þó er sá reginmunur að hér virðist draga vemlega úr meltanleikafallinu þeg- ar líður á vaxtartímann. Athygli vekur einnig hversu mikill og stöð- ugur munur er í meltanleika rýgres- istegundanna í endurvextinum. Þennan mun er erfitt að skýra því að endurvöxturinn í báðum tegundun- um er eingöngu blaðvöxtur. Þessi skýri munur á milli tegundanna verður til þess að ef uppskeran er mæld í fóðureiningum (7. mynd) eða próteini er hún markvert meiri í vetrarrýgresinu, þó að heildarþurr- efnisuppskeran af hektara í meðal- ári sé svipuð á milli tegundanna. 5. ‘97-FREYR199

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.