Freyr

Volume

Freyr - 01.05.1997, Page 33

Freyr - 01.05.1997, Page 33
5. mynd. Vaxtarhraði endurvaxtar í einœru rýgresi á Möðru- völlum 1993-1995. Meðalhiti á dag var 9,6°C. Haframir koma illa út í þessari til- raun sem stafar m.a. af því að þeir eru slegnir aðeins of snemma miðað við þroska og endurvöxtuf er nánast enginn eftir slátt. Nýting einærs rýgresis tii beitar, sláttar og innifóðrunar Á kúabúinu á Möðruvöllum er reynt að halda til haga og skrá sem flestar upplýsingar um árangur og gæði ræktunarinnar. Sumarið 1992 og veturinn þar á eftir var gert sérstakt átak til að fylgjast með nýtingu á einæru rýgresi. Á 10.11. mynd og í 3. töflu má sjá hvemig rýgresið var nýtt. Frá 17. júlí til 13. ágúst var kúnum rand- beitt á rýgresið frá suðri til norðurs, en 6. ágúst var nyrsti hlutinn sleginn í rúllur (10. mynd). Með rý- gresinu höfðu kýrnar aðgang að áborinni há og einnig vetrarrepju þegar leið á. Seinni umferðin hófst 4. september og henni lauk um 25. septem- ber og þá var landið beitt frá vestri til austurs (11. mynd). Af- gangurinn var sleginn í rúllur 30. september. Kýrnar höfðu allan tímann aðgang að vetr- arrepju og úr- sérsprottnum úthaga. I 3. töflu gefur að líta yfirlit yfir hvemig rýgresið var nýtt. Um veturinn var fóðmnarvirði verkaðs rýgresis met- ið ásamt öðm rúlluheyi af fjósa- meistara. Kúabændur kvarta yfir lélegri nýtingu á endurvexti, sérstaklega á túnum eða í rýgresi sem hefur verið beitt. Mælingar okkar staðfesta að heildamýting rýgresis versnar til muna ef það er beitt miðsumars. Á 12. og 13. mynd em sýndar niður- stöður úr uppskerumælingum á rý- gresi sumarið 1992. í upphafi beit- arinnar vom kýmar settar of skarpt á rýgresið þannig að hlutfallsleg nýting varð ekki nægjanlega góð, eða um 70%. Best varð hún 85% á miðsumarbeitinni í kringum 3. ágúst, rúmlega tveimur vikum frá upphafi beitar. Eftir það fór nýting- in að versna aftur og fór niður í 65% 13. ágúst, þegar kýmar vom teknar af beitinni (12. mynd). Þá var rý- gresið að mestu lagst en þó ekki mikið skriðið. Beitartíminn varð því ríflega 3 vikur, og nýtt uppskera u.þ.b. 2400 fóðureiningar, eða tæpir 30 hestburðir þurrefnis af hektaran- um. Uppskeran á rýgresinu, sem var slegið í rúllur, mældist 47 hestburð- ir/ha við hirðingu. Þegar endurvöxt- urinn var síðan beittur sniðgengu kýmar nánast algjörlega rýgresið sem þær höfðu verið á miðsumars, þrátt fyrir að séð var til þess að þær höfðu ekki haft aðgang að hverjum bletti (rönd) nema í 23 daga (sjá skipulag á 10. mynd). Um haustið var enginn sjáanlegur munur á rý- gresinu sem hafði verið beitt (B+B) og því sem hafði verið slegið mið- sumars (S+B). Einungis ein kýr (af um 35) virtist bíta bitna rýgresið eitthvað að ráði. Nýtingin var líka eftir því, eða 23% í bitna rýgresinu en 95% í því slegna (13. mynd). í nýttum fóðureiningum af hektaran- um gera þetta um 260 annars vegar og 1200 hins vegar (4. tafla). I 4. töflu er einnig að finna áhrif nýttrar uppskeru á meðalkostnað á fóður- einingu. Kostnaður á fóðureiningu er mestur í rýgresinu sem er ein- göngu beitt þrátt fyrir að ræktunar- kostnaður er þar lægstur. Eins og fyrri athuganir hafa sýnt er það nýtta uppskeran sem ræður mestu um það hvað fóðureiningin kostar. Odýrustu fóðureiningamar fengust með því að tvíslá rýgresið eð beita endurvöxtinn eftir slátt. Hér er þó ótalinn kostnaður við fóðmn sem er meiri í slegnu en beittu rýgresi. Benda má á að fyrri rannsóknir sýna að ódýrustu fóðureiningarnar til haustfóðmnar fást með beit á vetr- arrepju eða næpum. Á 14. mynd er sýnt hversu mikil uppskera þurrefnis var hirt af velli eftir meðferðum. Þar kemur B+B liðurinn verst út með einungis um 45% af uppskem S+S sem kemur best út. Vert er að ítreka að hér em einungis um eins árs niðurstöður að ræða. Engu að síður gefa þær mjög sterkar vísbendingar um þann mikla mun á nýtingu sem um getur verið að ræða á einu búi. Þá má einnig geta þess að kúnum stóð til boða mikið af úrvals beit. 2. tafla. Grænfóðurbiöndur og sáðmagn Tilraunaliður Sáðmagn, kg/ha Grænfóðurbygg (Jenný) 200 Sumarhafrar (Sol II) 200 Sumarrýgresi (Barspectra) 40 Vetrarrýgresi (EF486) 40 Grænfóðurbygg + sumarrýgresi 150 + 30 Grænfóðurbygg + vetrarrýgresi 150 + 30 Grænfóðurbygg + sumarhafrar 150 +_ 150 Sumarhafrar + sumarrýgresi 150 + 30 Sumarhafrar + vetrarrýgresi 150 + 30 Sumarrýgresi + vetrarrýgresi 30 + 30 5. ‘97-FREYR 201

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.