Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1997, Síða 37

Freyr - 01.05.1997, Síða 37
ert síðri en rýgresið og hefur þann kost að spretta ekki úr sér og getur við góðar aðstæður gefið uppskeru árið eftir. Margt er þar enn órann- sakað áður en hægt er að mæla al- mennt með þeirri ræktun. Rýgresi til sláttar og rúlluverk- unar eingöngu, er dýr valkostur miðað við vallarfoxgras með sæmi- lega endingu, en góður kostur mið- að við annað grænfóður eins og bygg og hafra. Þó geta alltaf komið upp þær aðstæður að grænfóður- ræktun sé nauðsynleg í heyöflun vegna kals eða endurræktunar og þá er rýgresið góður valkostur. Vetrar- rýgresi í blöndu með byggi virðist gefa talsverðan uppskeruauka mið- að við bygg eða hafra í hreinræktun. Endurvöxt rýgresisins má nýta til sláttar en hann er einnig afar góður til haustbeitar. Rúlluverkað rýgresi þykir á Möðruvöllum vera afbragðs gróffóður í upphafi innistöðu og fram eftir vetri. Hins vegar hefur mælst mikið meltanleika og pró- teintap í rýgresi og geymsluþol þess er takmarkað. Helstu heimildir Jarðræktarrannsóknir. Fjölrit RALA nr. 154, 165, 175, 181. Hólmgeir Bjömsson & Jónatan Hermanns- son, 1987. Áburðartími, skipting áburðar og sláttutími. Rit Ráðunautafundar 1987, 77-91. Magnús Óskarsson & Matthías Eggertsson, 1991. Áburðarfræði. Búnaðarfélag íslands 2. útg., 135 bls. Matthías Eggertsson & Bjami E. Guðleifs- son, 1974. Um rýgresi og samanburð á þremur stofnum þess. Ársrit Ræktunar- félags Norðurlands 71, 16-35. Riewe M.E. & C.L. Mondard Jr., 1985. The ryegrasses. í: Forages, The Science Of Grassland Agriculture. Iowa State Uni- versity Press, 241-246. Ríkharð Brynjólfsson, 1995. Fóðurræktar- rannsóknir. í: Tilraunaskýrslu Bænda- skólans á Hvanneyri 1994, 18-19. Þóroddur S.veinsson & Gunnar Ríkharðsson, 1991. Nýting og arðsemi grænfóðurrækt- ar. Freyr, 87:295-305. Þóroddur Sveinsson, 1994. Verkun heys í rúlluböggum. Rit Ráðunautafundar 1994, 220-228. Þóroddur Sveinsson, 1997. Einært rýgresi til sláttar og beitar: Rit Ráðunautafundar 1997, 152-164. Þóroddur Sveinsson & Bjami E. Guðleifs- son, 1997. Geymsluþol rúllubagga. Rit Ráðunautafundar 1997, 195-203. Umhverfismál og ímynd íslands Framhald afbls. 172 í fjórða lagi þarf að miðla upplýsingum. Þó að aðstæður séu breytilegar milli landa og landshluta glíma margir við sömu vandamálin. Víðtæk út- gáfustarfsemi um þessi efni á sér þegar stað, auk þess sem Intemetið gegnir hér vaxandi hlutverki. Dagana 23.- 25. maí sl. efndi fræðslusambandið „Norræn fullorðins- fræðsla", FNV, sem ísland á aðild að, til fræðslufundar í Horten í Noregi, þar sem kynnt var starfsemi LA21 á Norðurlöndunum, einkum í Svíþjóð og Noregi. Þar kom fram að vel hefur gengið í þessum löndum að framfylgja LA21, Verkefnið er í gangi í öllum sveitarfélögum í Svíþjóð og flestum í Noregi. Umhverfismál fá vaxandi athygli í Danmörku, einkum vandamál varðandi mengun gmnnvatns, en frá Finnlandi lágu ekki fyrir upplýsingar. í Agenda 21 er sett það markmið að í síðasta lagi árið 1996 hafí í öllum löndum verið komið á samráði við íbúana um staðbundnar verkefna- áætlanir, LA21. Norðmenn og Svíar sýndu fram á að þeir hafa staðið sig vel í þeim efnum. Augljóst er að í þessum löndum hefur verkefnið verið undir- búið vandlega. Þrenn meginsjónarmið hafa komið þar upp. í fyrsta lagi að byggja starfsemina upp neðan frá, þ.e. hafa almenning, unga sem aldna, með í ráðum um það hvað unnt sé að gera til að bæta umhverfið. f öðru lagi að hafa yfirsýn yfír umhverfismálin, þ.e. að vandamálunum sé ekki einung- is ýtt yfir á aðra. í þriðja lagi hefur verið lögð áhersla á að nálgast umhverf- ismál á jákvæðan hátt, þ.e. að leita eftir hvað einstaklingurinn vill og getur lagt af mörkum til að bæta umhverfi sitt, fremur en vonleysislegt tal um hversu illa sé komið í þessum málum á heimsvísu. Víða í borgum og bæjum í þessum löndum eru starfandi hverfasamtök. Þau hafa reynst hentugur vettvangur í þessu starfí, haldið umræðufundi og skilað skriflegum hugmyndum. í dreifbýli í þessum löndum er yfirleitt stutt í næsta þorp eða bæ þar sem sams konar starf hefur farið fram að frumkvæði starfsmanna LA21 sem starfa á vegum viðkomandi sveitarfélags. Fróðlegt er að kynnast viðhorfum fólks eins og þau koma fram í skrifleg- um gögnum frá þessum fundum. Á fundi í sveitarfélaginu Holsljunga í Sví- þjóð, sem haldinn var 23. október 1996, var kallað eftir hugmyndum um hvernig fólk vildi hafa umhverfi sitt í framtíðinni. Svörin voru m.a.: Regn- vatn sé drykkjarhæft, villt ber séu neysluhæf, súr stöðuvötn verði ósúr og fyllist aftur af fiski, draga úr akstri bíla, endurvinna timbur, málma, gler og annað, matur sé framleiddur í nágrenninu, iðnaðurinn hreinsi reykinn sem hann sleppir út í andrúmsloftið, sjónvarpslausir dagar en fólk hittist í stað- inn, dregið verði úr hávaða. I framhaldi af þessum þætti fylgja síðan tillögur um verkefni og fram- kvæmd þeirra eins og mælt er fyrir í starfsáætlun, og greint er frá hér að framan. Ljóst er að þessi framkvæmdaáætlun, LA21, er skammt á veg komin hér á landi, þó að ísland eigi fulla aðild að samþykktum Ríó ráðstefnunnar. Fyrir því geta verið ýmsar skiljanlegar ástæður, svo sem að staðan í ýmsum þáttum umhverfismála sé hér betri en t.d. á meginlandinu. íslendingar hafa hins vegar ætlað sér stóra hluti sem land hreinleika og umhverfísvemdar. Með hliðsjón af því er full ástæða til að hrinda af stað héraðsbundnum verk- efnaáætlunum Agenda 21, LA21. Að öðrum kosti verður erfiðara að halda uppi ímynd Islands sem forystuland hreinleika og umhverfisvemdar. M.E. 5. ‘97-FREYR 205

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.