Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1998, Blaðsíða 14

Freyr - 01.12.1998, Blaðsíða 14
Afmœlisfundur NOK í Falkenberg í Svíþjóð félagsins í hálfa öld um leið og þar er lagt mat á þau áhrif sem starfsemi þess haft á nautgriparækt á Norðurlöndunum. Þar sem samtökin voru á sínum tíma mynduð til að efla samstarf í ræktun nautgripa á Norðurlöndun- um var eðlilegt að slík umræða fengi einnig rúm á afmælisfundin- um, enda var það fundarefhi mánu- dagsins. Aðalerindi um þetta efni flutti prófessor Lars Gjöl Christensen við Landbúnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn. Erindið kallaði hann: Norræna nautgriparæktin - raun- hæfur möguleiki eða hátíðleg orðræða. í upphafi velti hann fyrir sér grundvallaratriðum eins og hvort þörf yrði fyrir afurðir nautgripa- ræktar í framtíðinni, en þar var mat hans að í fyrirsjánlegri framtíð blasti við stóraukin þörf fyrir þessa framleiðslu. Einnig varpaði hann fram spumingunni um hvort rækt- unarstarf skilaði arði í kvótakerfi sem setti ýmsar kvaðir á ffamleiðsl- una. Hann taldi þörfina fyrir markvisst ræktunarstarf aldrei hafa verið meiri. Hann lagði mikla áherslu á að umræða um ræktunarmarmið yrði hins vegar ætíð að vera í gangi. Vegna þess hve kynslóðbil er langt hjá nautgripum verða megináhrif ræktunarstarfsins, sem nú er unnið að, að koma ffam i stofninum eftir einn til tvo áratugi. Þess vegna getur ræktunarstefnan ekki verið háð tískusveiflum en veltur hins vegar á réttu mati á ffamtíðarþróun í greininni. Síðan rakti hann mat sitt á mikilvægi einstakra eiginleika í ræktunarstarfinu fyrir kýr fram- tíðarinnar. Afkastageta mundi skipta vemlegu máli en aðrir mjög mikilvægir eiginleikar væm hreysti gripanna, ffjósemi, júgur og spenar og að kýmar eigi létt með burð. íslenski hópurínn á NÖK ráðstefnunni 1998. Hér í blaðinu hefur nokkrum sinnum áður, yfirleitt á tveggja ára fresti, verið gerð grein fyrir fundum NÖK, sem er félagsskapur áhugamanna um nautgriparækt á Norðurlöndunum. Þetta félag hefur litla starfsemi aðra en að halda ráðstefnur á tveggja ára fresti. Þær hafa hins vegar verið ómetanlegur þáttur í að miðla þekkingu og skapa tengsl á milli þeirra sem starfa í og við þessa búgrein á Norðurlöndunum. íslendingar hafa verið félagar í þessu starfi ffá árinu 1980. Félagið var stofnað árið 1948 og átti því að þessu sinni hálfrar aldar afmæli. Fátt var því eðlilegra í félaginu en að leita róta þess og halda fundinn nú þar sem samtökin voru stofnuð. Það var í strand- bænum Falkenberg í Halland léni í suðurhluta Svíþjóðar. eftir Jón Viðar Jónmundsson nautgripa- ræktarráðu- naut hjá BÍ Dagskrá þessara funda er nokkuð mótuð af föstum hefðum. Samkom- an er ætíð sett síðdegis á sunnudegi, að þessu sinni 25. júlí, en stendur síðan fram um miðjan dag á miðvikudegi, þ.e. til 28. júlí að þessu sinni. Fundur á mánudeginum hófst með því að ffamkvæmdastjóri sam- takanna, Svein Overskott, gerði grein fyrir afmælishaldi félagsins, en í tilefni þess hefur verið tekið saman snoturt en einfalt rit um sögu 14- FREYR 14/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.