Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1998, Blaðsíða 13

Freyr - 01.12.1998, Blaðsíða 13
Mynd 4. Áhrif grunnfódursverðs og lífþunga islenskra uxa við slátrun á framlegð. Forsendur eru birtar í töflu 3. komið í alltof mörg fjós þar sem naut eru höfð í of þröngu plássi og of mörg í hverri stíu. Þetta er vísasta leiðin til þess að framlegð eldisins verði minni en engin fyrir bóndann. Niðurstöður erlendra rannsókna sem beinst hafa að þessum þáttum bera allar að sama brunni. Fóðurnýting og vöxtur getur versnað svo að nemi tugum prósenta miðað við kjöraðstæður. Það er því mikilvægt að allir gripir hafí jafnan aðgang að fóðurgangi og leguplássi. Og einhvers staðar las ég að stía með fjórum nautum framleiddi jafnmikið kjöt og jafnstór stía með fímm nautum. Stærðarflokkun í stíur er einnig mikilvæg og naut sem verða undir í hópnum þarf að færa í aðra stíu eða jafnvel binda á bás ef hægt er. Þeir framlegðarútreikningar sem hér eru sýndir miðast allir við að aðbúnaður gripanna hafí verið sem næst kjöraðstæðum. Lokaorð Eg hef tekið eftir því að flestir þeir sem telja sig hafa arð af sérstakri nautakjötsframleiðslu eru þeir sem hafa ríflegt ræktunarland (miðað við kvóta), gott pláss og aðstöðu í útihúsum og tíma aflögu til þess að sinna öðru en "bara" mjólkurfram- leiðslu. Þessir þættir skipta máli því samkeppnisstaða þeirra er betri í samanburði við þá sem þurfa að leggja í sérstakan uppbyggingar- og launakostnað. Hins vegar er jafn ljóst að arðurinn er fljótur að étast upp, og það í bókstaflegri merkingu, ef ekki er staðið rétt að málum og framleiðandinn þarf ávallt að vera meðvitaður um þá þætti sem hafa mest áhrif á kostnaðinn við eldið. Forsendur eru alltaf að breytast og það getur verið erfítt að sjá fyrir hvernig nautakjöts- markaðurinn lítur út eftir eitt og hálft til tvö ár en það er þegar bóndinn þarf að taka ákvörðun um ásetning til kjötframleiðslu. I þeim efnum verður hann að treysta á eigin spádómsgáfur. HELSTU HEIMILDIR Daði Már Kristóferson og Bjami Guðmundsson. 1998. Vinna og véla- kostnaður við heyskap - athugun á 23 búum víðsvegar um landið. Freyr 94:7 - 10. Gunnar Guðmundsson. 1997. Fóðrun ásetningskvígna. Freyr 93:150 - 151. Gunnar Rikharðsson, Guðjón Þorkels- son, Þóroddur Sveinsson og Olafur Guðmundsson. 1996. Samanburður á íslenskum nautum og Galloway - blendingum. Fjölrit RALA nr. 186,45 bls. Jón Áki Leifsson. 1997. Uxar til kjötframleiðslu, II. Rit Ráðunauta- fundar 1997, bls. 225 -234. Torfi Jóhannesson. 1994. Húsvist nautgripa - afurðir, velferð, vinna. Fjölrit RALA nr. 173, 40 bls. Sigríður Bjamadóttir. 1997. Uxar af íslensku kyni til kjötframleiðslu, I. Rit Ráðunautafundar 1997, bls. 211 - 225. Þóroddur Sveinsson. 1997. Hve mikið fóður er í rúllunum? Freyr 93:288 - 289. Þóroddur Sveinsson. 1997. Búrekst- urinn á Möðmvöllum í Hörgárdal. Frey 93:394 - 402. Mynd 5. Áhrif grunnfóðursverðs og lifþunga á framlegð íslenskra ógeltra nauta við slátrun. Forsendur eru birtar í töflu 3. FREYR 14/98 - 13

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.