Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1998, Blaðsíða 8

Freyr - 01.12.1998, Blaðsíða 8
Á hinn bóginn er það auðvitað mjög slæmt ef byggðin grisjast of mikið, þá hrynur félagslega kerfið, skólar, heilsugæsla o.s.frv., þannig að þetta vinnur hvað gegn öðru. Bændur verða líka að gera sér grein fyrir þvi að þeir eru ekki í sama vemdaða umhverfinu og áður, það er sífellt fleira fólk sem veit ekkert um landbúnað, það á líka við um alþingismenn, en undir þeim eigum við mikið af framtið okkar komið. Bændur þurfa líka sjálfir að kynna mál sín og málstað og það þarf að vera sátt um þessi mál með þjóðinni. Bændur eiga ekki að þurfa að líta á sig sem ölmusumenn. Hvað mikið leggur þú upp úr hreinleika íslenskra búvara? íslenskur landbúnaður er að miklu leyti vistvænn eða jafnvel lífrænn. Það sem þarf að líta á er lyfjanotkun og aðbúnaður búfjár. Notkun tilbúins N-áburðar tel ég vistvænan hér á landi þar sem köfnunarefni er framleitt úr andrúmsloftinu með vistvænni raforku. Hins vegar tel ég að það verði alltaf mjög takmarkaður lífrænn landbúnaður hér, nema e.t.v. í garðrækt. Innflutningur á kúakyni Ert þú fylgjandi innflutningi á nýju kúakyni? Já, ég er fylgjandi því. Ég sé þó aðeins fyrir mér að íslenska kynið verði kynbætt, en hættan er auðvitað sú að það hverfi alveg. Júgurgerð íslenskra kúa, a.m.k. hjá mér, er ekki góð, júgrin eru afar misjöfn í laginu og svo er algengt að einhver speninn sé fljótari að mjólkast en hinir og ef ekki er viðhöfð nóg gát á því þá er hætta á júgurbólgu. Með góðu júgurheilbrigði fylgir líka sjálfkrafa betri nyt. Norsku kýrnar eru stærri og mjólka meira, en mér er ekki kunn- ugt um hvort þær þurfa hærra hlutfall kjamfóðurs en þær íslensku í fóðri sínu, en mikið gróffóðurát er auðvitað mikilvægt fyrir íslenska mjólkurframleiðslu. Hvað sem því líður er ég hlynntur því að þessi tilraun verði gerð. Er unnt að ná bcettri júgurgérð án þess að stœkka kynið? Nei, sjálfsagt ekki, mér er sagt Mest af heyskapnum í Holti er verkaö í rúllur. að hjá okkur séu mjög stórar kýr og þær stærstu slagi hátt upp í írskar Holstein kýr. Annars dregur að því að taka verði afgerandi ákvörðun í hönnun nýrra íjósa, þ.e; hve stórir básarnir eiga að vera. í Svíþjóð hafa nýlega, þ.e. með inngöngu i ESB, verið settar nýjar reglur um stærð bása miðað við stærð kúnna. Sænska stúlkan sem hefur unnið hér talar líka um að sænskar kýr sparki minna en þær íslensku og séu geðbetri. Hins vegar er hér því við að bæta að kvígur, eins og hér, ganga úti allt sumarið, í 3-4 mánuði, og þetta verður hálf villt bæði af áhrifum umhverfis og veðurfars. Það getur haft áhrif á atferlið. Kýr í Svíþjóð ganga kannski á þremur til fjómm sömu hekturunum allt árið og em fóðraðar alla ævi. Þetta getur lika haft áhrif á kjötgæðin, þ.e. að hér sé meira villibragð afkjötinu. Ef sænskir kálfar væra settir út á mýri í 3-4 mánuði þá býst ég við að það kæmi fram villt eðli í þeim. Önnur hver kvíga hér sparkar eitthvað fyrst, en þegar líður á veturinn fer þetta að róast, en ein og ein verður alltaf dýrvitlaus. Getur þú hugsað þér að stækka búið enn? Já, því að aðstaðan er fyrir hendi í fjósinu til að hafa fleiri kýr, en að vísu þyrfti að auka rými fyrir kálfa og kvígur, en það er auðvelt með því að koma upp aðstöðu í þurr- heyshlöðunni. Áttatíu kýr mjólk- andi í stað sextíu nú væri ágætur fjöldi. Sjálfar mjaltimar taka á vet- urna u.þ.b. 11 '/2 klst. og svo frágangur og heygjöf á eftir, þannig að það bættist þá við hálftími í hvert skipti. M.E. 8- FREYR 14/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.