Freyr - 01.12.1998, Blaðsíða 37
Velferð dýra?
Áhugi á dýravelferð hefur farið
vaxandi síðustu áratugi víðast hvar
um hinn vestræna heim. Ástæð-
urnar eru margar og verða ekki
raktar hér en þó er rétt að benda á
að þessi þróun er mjög breytileg
milli menningarsvæða.
Staðbundnar aðstæður eins og
efnahagur, framleiðsluaðferðir,
siðfræðileg viðhorf og margt fleira
hafa áhrif og án markvissrar
greiningar á þessum þáttum er
ekki hægt að segja fyrir um
hvemig þróunin verður hérlendis. í
þessari grein reyni ég að útskýra
hugtakið "dýravelferð" og varpa
ljósi á hvemig hægt er að meta
velferð dýra með vísindalegum
aðferðum.
Skilgreiningar
Náttúrvísindamenn hafa deilt um
skilgreiningar á dýravelferð í einn
til tvo áratugi - heimspekingar í
eina til tvær aldir. Nú er svo komið
að allstór hópur úr báðum íylk-
ingum hefur fallist á að skilgrein-
ingin á dýravelferð verði að tengj-
ast upplifunum dýranna - margir
segja tilfinningum. Aðeins hörð-
ustu naglar neita ennþá dýrum
(öðmm en Homo sapiens) um til-
finningar enda hafa hrúgast upp
vísindaleg gögn sem styðja hið
gagnstæða. Flestir vísindamenn
láta sér þó nægja að ræða um
tilfinningalíf spendýra; fiskar,
hryggleysingjar, plöntur og aðrar
íjarskyldari frænkur eru talin
skynlaus, með örfáum undantekn-
ingum. Heimspekingamir sýna öllu
meiri víðsýni (eða fjölbreytilegri
þröngsýni), allt frá því að líta á
tilvist annarra manna sem eigin
heilaspuna og yfir í að telja að ekki
aðeins einstakar plöntur heldur
heilu vistkerfm hafi_ "réttindi" í
lagalegum skilningi. Ég hef haldið
mig í miðjumoðinu og kýs að
skilgreina dýravelferð út frá
mismuninum á væntingum/þörfum
dýranna annars vegar og þvi sem
þau upplifa hins vegar.
Það fer vel um Itaua þessa. Hœgt er aö mœla velferð dýra bœði meó
beinum og óbeinum mœlingum.
eftir Torfa
Jóhannesson
doktorsnema
við Landbún-
aðarháskólann
í Kaup-
mannahöfn
Beinar og óbeinar mæiingar
Þegar velferð dýra er metin má
hugsa sér að það sé gert bæði með
beinum og óbeinum mælingum.
Beinar mælingar miða að þvi að
skoða dýrið sjálft - spyrja dýrið
segja sumir. Þannig má bæði
athuga heilbrigði dýrsins, t.d.
bólgur á hæklum eða klaufasjúk-
dóma og eins atferli þess, t.d.
hvort það haltrar. Hvort tveggja
segir eitthvað um líðan dýrsins á
þeim tíma sem það er skoðað.
Athuganir af þessu tagi eru hins
vegar oft mjög tímafrekar og
vandasamar og hér koma óbeinu
mælingamar til sögunnar. Þar eru
áhættuþættir í umhverfi og
hirðingu dýranna metnir með
hliðsjón af fyrirliggjandi rann-
sóknaniðurstöðum. Sem dæmi um
óbeina mæliþætti má nefna
keðjulengd hjá bundnum kúm og
rými á dýr í hópum.
Hvort sem um er að ræða beinar
eða óbeinar mælingar þá þarf að
meta hvers eðlis áhrifin á velferð
dýrsins em. Þannig skiptir máli
hvort áhrifin vara yfir lengri eða
skemmri tíma, hve oft þau koma
fyrir og hversu kröftug áhrifin á
velferðina em. Þannig má segja að
spenastig leiða til mikils sársauka í
skemmri tima, en lús gefur
minniháttar óþægindi yfír lengri
tima.
Mælingar eða mat
Einn mikilvægasti þátturinn i öllu
velferðarmatinu eru grunnmæl-
ingamar. Hver mæling þarf að vera
auðveld í framkvæmd, nákvæm og
áreiðanleg því að annars verður
heildarmatið allt of tímafrekt eða
FREYR 14/98 - 37